Gátt - 2013, Síða 74

Gátt - 2013, Síða 74
74 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 Mikilvægt er að náms- og starfsráðgjafinn haldi utan um hópinn og leiði sameiginlega umræðu innan hóps- ins til að tengja saman upplifun og skilning. A N N A Ð S T I G – V I N N U S T A Ð A N Á M Vinnustaðanámið stendur yfir í sex vikur og lagt er upp með að atvinnuleitendur fái tækifæri til að velja sér vinnustað út frá eigin áhugasviði. Atvinnuleitendur eiga að hafa náð að móta sér skoðun um það hvernig vinnustað þeir vilja kynnast út frá því sem þeir fóru í gegnum á fyrsta stigi. Náms- og starfsráðgjafar sjá um að koma á tengingu við vinnustaðina og að gera samning við vinnustaðinn um þátttöku atvinnu- leitandans þar sem skyldur allra aðila koma fram. Vinnutími atvinnuleitenda er að jafnaði átta tímar á dag. Náms- og starfsráðgjafar sjá til þess að atvinnuleitendur fái starfsþjálfa á vinnustað. Hlutverk starfsþjálfa er að setja atvinnuleitandann inn í starfið og leiðbeina honum með það að markmiði að hann taki sem virkastan þátt á vinnu- staðnum. Starfsþjálfi skráir niður upplýsingar um framvindu vinnustaðanámsins í rafrænt form þar sem fram koma upp- lýsingar um framgöngu atvinnuleitandans í verkefnum sínum. Mikilvægt er að atvinnuleitandinn geti leitað til starfsþjálfa síns meðan hann er í vinnustaðanáminu og eins til náms- og starfsráðgjafa á meðan á ferlinu stendur. Atvinnuleitandinn heldur netdagbók þar sem hann skráir niður upplifun sína af hverjum degi vinnustaðanámsins. Þetta er mjög mikilvægt til að tryggja heildrænan skilning og upplifun af þessu ferli. Í hverri viku tengjast atvinnuleitendur inn á lokaða Facebook- síðu þar sem sameiginleg umræða á milli þátttakenda og náms- og starfsráðgjafa fer fram og þar sem þeir geta deilt upplifun sinni og skoðunum. Náms- og starfsráðgjafi er ætíð tengdur á þessum tíma og getur því fylgst með umræðunni og leiðbeint. Einnig hafa atvinnuleitendur aðgang að náms- og starfsráðgjafa sínum á tímabilinu og eiga viðtal við hann tvisvar á tímabilinu þar sem farið er yfir framgöngu vinnu- staðanámsins. Nauðsynlegt er að nýta alla þá tækni sem í boði er til að þeir geti haft samskipti og miðlað sín á milli. Aðferðafræði vinnustaðanáms er uppgötvunarnám þar sem atvinnuleitandanum gefst færi á að reyna sig áfram og tengja verkefni við þekkingargrunn sinn sem síðan leiðir til nýrrar færni. Einnig er mjög mikilvægur þáttur í raunfærni- matsferlinu að meta fólk í starfi og á vinnustað við raunað- stæður. Í Finnlandi er megináherslan í raunfærnimatinu þess eðlis að fylgst er með atvinnuleitendum í starfi og framlag þeirra metið. Aðstæður þurfa að vera jákvæðar og til þess fallnar að laða fram færni fólks (Åsa Hult og Per Andersson, 2008, bls. 18–19). Forðast þarf að upplifunin sé þannig að fylgst sé með á neikvæðan hátt. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja á milli atvinnuleitenda og starfsþjálfa. Útbúinn er samningur við atvinnuleitanda (viðauki 3) og starfsþjálfa (viðauki 2). Þ R I Ð J A S T I G – N Æ S T U S K R E F O G S A M A N T E K T R A U N F Æ R N I M A T S Eftir að atvinnuleitendur hafa lokið öðru stigi, vinnustaða- náminu, taka náms- og starfsráðgjafar á móti hópnum og þá hefst tveggja vikna ferli (09:00–15:00). Markmiðið á þriðja stigi er að fara í gegnum upplifunina af vinnustaðanáminu, hvaða lærdóm atvinnuleitendur hafa dregið og hver næstu skref verða. Eftirfarandi þættir eru hluti af þriðja stigi: • Náms- og starfsráðgjöf og markmiðasetning. Almenn upplýsingagjöf um nám, störf og möguleika. Mikilvægt er að þátttakendur setji sér skýr markmið hvað varðar næstu skref í lífi sínu. • Atvinnuleitin (færnimappa – ferilskrá – rafræn ferilskrá). Á þessum tímapunkti í ferlinu hafa þátttakendur farið í gegnum mikla sjálfskoðun. Þeir hafa verið á vinnu- markaði og skoðað sig frá ýmsum hliðum. Slíkt rifjar margt upp og hjálpar til við að setja hlutina í samhengi. Atvinnuleitendur skrá niður alla reynslu sem skiptir máli (úr lífi, starfi og námi) í færnimöppu. Þeir setja saman persónulega ferilskrá og um leið setja þeir upp rafræna ferilskrá þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér, styrk- leikum og kostum, á stuttan og hnitmiðaðan hátt, til kynningar á sjálfum sér í atvinnuleitinni. • Staðfesting raunfærnimats. Starfsþjálfi og náms- og starfsráðgjafi skrifa umsögn um atvinnuleitandann. Starfsþjálfinn skrifar umsögn um vinnustaðarhlutann en ráðgjafinn um frammistöðu í skólahlutanum. Lögð er áhersla á að styrkleikar og nýjar uppgötvanir komi fram í umsögninni. Umsögnin á svo að nýtast atvinnuleit- andanum þegar hann sækir um starf. Atvinnuleitendur fá einnig staðfestingu á eigin færni. Í verkefninu verða þróuð 13 færniviðmið (viðauki 1) sem taka til ólíkra þátta sem endurspegla ferlið (samskipti, að takast á við breytingar, aðlögunarhæfni, hópastarf, verkkunnátta, tölvukunnátta, framkoma og tjáning o.fl.). Misjafnt er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.