Gátt - 2013, Page 79
79
R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3
lífsins til að koma að mótun á færnikröfum vegna starfa, sér-
staklega með það fyrir augum að viðmiðin endurspegli þarfir
atvinnulífsins.
G R E I N A F Æ R N I K R Ö F U R O G
G R E I N A Þ Æ R Á H Æ F N I S Þ R E P
Við greiningu á færnikröfum var byrjað á því að kanna það
efni sem tengist verkefninu og snertir starfsgreinina. Skoð-
aðar voru starfslýsingar sem lágu fyrir, til að mynda starfs-
lýsingar Gerðar G. Óskarsdóttur (1990; 1996; 2001), O*Net
Online (e.d.), VOX, Nasjonalt fagorgan for kompetansepoli-
tikk (e.d.) og City & Guilds (e.d.). Starfslýsingar endurspegla
raunveruleg störf í vöruhúsum og er því ágætt að hefja
greininguna með skoðun þeirra. Einnig var tekið viðtal við
einstakling sem komið hafði í viðtal hjá náms- og starfsráð-
gjafa og hafði starfað mestan sinn starfsferil á lager.
Eitt af markmiðum verkefnisins var að tengja færnivið-
mið verkefnisins við viðmiðaramma um menntun (e. Natio-
nal Qualification Framework, NQF). Viðmiðaramminn flokkar
menntun og með því að tengja viðmiðin við rammann opnast
möguleikar fyrir þátttakendur til frekari færniuppbyggingar.
Staðfesting og vottun á færni gefur einnig einstaklingum
tækifæri til að styrkja stöðu sína, bæði faglega og á vinnu-
markaði.
M Ó T A F Æ R N I V I Ð M I Ð
Fundað var reglulega með faghópnum þar sem lýsing á
starfinu og færniþættir þess voru greindir. Stuðst var við
greiningaraðferð MARKVISS í þessu ferli. Faghópurinn gerði
starfslýsingu, greindi færniþætti og flokkaði í yfirflokka
og undirflokka sem varð síðan undirstaðan í uppbyggingu
sjálfsmatslistans. Út frá þeirri vinnu var ákveðið að byrja
á að miða raunfærnimatið við færniþrep 2 (NQF) þar sem
lýsing á því þrepi virðist eiga við störf flestra almennra starfs-
manna í vöruhúsum. Unnið var með námsskrá og matslista
sem unnin voru hjá City & Guilds til hliðsjónar, þeir listar
voru grófþýddir, fyrir NQF 2, alltaf með starfslýsingu /færni-
greiningu faghópsins til hliðsjónar. Í ljós kom að listarnir frá
City & Guilds eru mjög skýrir og nákvæmir og gekk vel að
vinna út frá þeim. Eftir vinnu við lýsingu á færnikröfum með
faghópnum öllum fór fram frekari þýðingarvinna. Í kjölfarið
hélt svo hluti af faghópnum áfram og kláraði allt verkefnið.
Faghópurinn var mjög öflugur í allri vinnu við verkefnið. Í
samvinnu við stýrihóp og faghóp var ákveðið að miða þátt-
tökuskilyrði við 23 ára lífaldur og 3 ára starfsreynslu.
Ú T B Ú A S J Á L F S M A T S L I S T A , S K I M -
U N A R T Æ K I O G S T O Ð G Ö G N
Faghópurinn greindi starfið í flokka og síðan voru sjálfs-
matslistar hannaðir út frá hugtökunum þekking og leikni,
svo að skýrt væri á hvaða þáttum einstaklingar eiga að
hafa þekkingu og á hvaða þáttum þeir eiga að hafa færni.
Faghópurinn vann alla lista sem sneru að faglegum þáttum í
starfinu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók að sér að gera til-
lögu að þáttum í sjálfsmatslista fyrir persónulega færni, upp-
lýsingatækni og vöruþekkingu en þessir þættir voru ekki í
lista City & Guilds. Faghópurinn fór alltaf yfir listana og gerði
athugasemdir á fundum. Faghópurinn og verkefnastjórar
heimsóttu einnig vöruhús til að fá innsýn inn í störf, til dæmis
hjá Ölgerðinni og hjá Samskipum þar sem starfssemi fyrir-
tækisins var kynnt og vöruhús skoðað.
Þegar vinna við sjálfsmatslistana var langt komin hófst
vinna við skimunarlista. Mímir vann skimunarlistann ásamt
faghópi og byggði hann á gátlistunum. Leitast var við að hafa
lýsandi spurningar úr öllum flokkum gátlistans svo auðvelt
væri að meta hvort viðkomandi ætti erindi í raunfærnimat.
Í vinnu við stoðgögn fólst að vinna raundæmi. Lögð var
áhersla á að raundæmið líktist daglegri vinnu starfsmanna í
vöruhúsi. Þátttakendum er síðan falið það verkefni að leysa
raundæmið í matsviðtali. Stuðst var við raundæmi sem unnin
voru í raunfærnimati í verslunarfagnámi og raunfærnimati
fyrir hljóðmenn, en þau dæmi hafa komið vel út í fyrr-
greindum verkefnum.
Ljósm. Magnus Fröderberg/norden.org