Gátt - 2013, Page 79

Gátt - 2013, Page 79
79 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 lífsins til að koma að mótun á færnikröfum vegna starfa, sér- staklega með það fyrir augum að viðmiðin endurspegli þarfir atvinnulífsins. G R E I N A F Æ R N I K R Ö F U R O G G R E I N A Þ Æ R Á H Æ F N I S Þ R E P Við greiningu á færnikröfum var byrjað á því að kanna það efni sem tengist verkefninu og snertir starfsgreinina. Skoð- aðar voru starfslýsingar sem lágu fyrir, til að mynda starfs- lýsingar Gerðar G. Óskarsdóttur (1990; 1996; 2001), O*Net Online (e.d.), VOX, Nasjonalt fagorgan for kompetansepoli- tikk (e.d.) og City & Guilds (e.d.). Starfslýsingar endurspegla raunveruleg störf í vöruhúsum og er því ágætt að hefja greininguna með skoðun þeirra. Einnig var tekið viðtal við einstakling sem komið hafði í viðtal hjá náms- og starfsráð- gjafa og hafði starfað mestan sinn starfsferil á lager. Eitt af markmiðum verkefnisins var að tengja færnivið- mið verkefnisins við viðmiðaramma um menntun (e. Natio- nal Qualification Framework, NQF). Viðmiðaramminn flokkar menntun og með því að tengja viðmiðin við rammann opnast möguleikar fyrir þátttakendur til frekari færniuppbyggingar. Staðfesting og vottun á færni gefur einnig einstaklingum tækifæri til að styrkja stöðu sína, bæði faglega og á vinnu- markaði. M Ó T A F Æ R N I V I Ð M I Ð Fundað var reglulega með faghópnum þar sem lýsing á starfinu og færniþættir þess voru greindir. Stuðst var við greiningaraðferð MARKVISS í þessu ferli. Faghópurinn gerði starfslýsingu, greindi færniþætti og flokkaði í yfirflokka og undirflokka sem varð síðan undirstaðan í uppbyggingu sjálfsmatslistans. Út frá þeirri vinnu var ákveðið að byrja á að miða raunfærnimatið við færniþrep 2 (NQF) þar sem lýsing á því þrepi virðist eiga við störf flestra almennra starfs- manna í vöruhúsum. Unnið var með námsskrá og matslista sem unnin voru hjá City & Guilds til hliðsjónar, þeir listar voru grófþýddir, fyrir NQF 2, alltaf með starfslýsingu /færni- greiningu faghópsins til hliðsjónar. Í ljós kom að listarnir frá City & Guilds eru mjög skýrir og nákvæmir og gekk vel að vinna út frá þeim. Eftir vinnu við lýsingu á færnikröfum með faghópnum öllum fór fram frekari þýðingarvinna. Í kjölfarið hélt svo hluti af faghópnum áfram og kláraði allt verkefnið. Faghópurinn var mjög öflugur í allri vinnu við verkefnið. Í samvinnu við stýrihóp og faghóp var ákveðið að miða þátt- tökuskilyrði við 23 ára lífaldur og 3 ára starfsreynslu. Ú T B Ú A S J Á L F S M A T S L I S T A , S K I M - U N A R T Æ K I O G S T O Ð G Ö G N Faghópurinn greindi starfið í flokka og síðan voru sjálfs- matslistar hannaðir út frá hugtökunum þekking og leikni, svo að skýrt væri á hvaða þáttum einstaklingar eiga að hafa þekkingu og á hvaða þáttum þeir eiga að hafa færni. Faghópurinn vann alla lista sem sneru að faglegum þáttum í starfinu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók að sér að gera til- lögu að þáttum í sjálfsmatslista fyrir persónulega færni, upp- lýsingatækni og vöruþekkingu en þessir þættir voru ekki í lista City & Guilds. Faghópurinn fór alltaf yfir listana og gerði athugasemdir á fundum. Faghópurinn og verkefnastjórar heimsóttu einnig vöruhús til að fá innsýn inn í störf, til dæmis hjá Ölgerðinni og hjá Samskipum þar sem starfssemi fyrir- tækisins var kynnt og vöruhús skoðað. Þegar vinna við sjálfsmatslistana var langt komin hófst vinna við skimunarlista. Mímir vann skimunarlistann ásamt faghópi og byggði hann á gátlistunum. Leitast var við að hafa lýsandi spurningar úr öllum flokkum gátlistans svo auðvelt væri að meta hvort viðkomandi ætti erindi í raunfærnimat. Í vinnu við stoðgögn fólst að vinna raundæmi. Lögð var áhersla á að raundæmið líktist daglegri vinnu starfsmanna í vöruhúsi. Þátttakendum er síðan falið það verkefni að leysa raundæmið í matsviðtali. Stuðst var við raundæmi sem unnin voru í raunfærnimati í verslunarfagnámi og raunfærnimati fyrir hljóðmenn, en þau dæmi hafa komið vel út í fyrr- greindum verkefnum. Ljósm. Magnus Fröderberg/norden.org
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.