Gátt - 2013, Page 83

Gátt - 2013, Page 83
83 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 kvæmt Evrópureglum að fara fram verðkönnun á meðal a.m.k. þriggja aðila. Í verðkönnunargögnum er farið fram á að ákveðin skilyrði um gæði séu uppfyllt. Stöðu námsskrár- verkefna er lýst í töflu 2. R A U N F Æ R N I M A T Á M Ó T I F Æ R N I - K R Ö F U M S T A R F A Raunfærnimat mun einnig fara fram á móti færnikröfum sex starfa sem ekki er til nám fyrir. Valin verða störf með hagsmunaaðilum, byggt á greiningu á færniþörfum fram- tíðar. Þau verkefni eru umfangsmeiri en þau sem taka mið af námsskrám þar sem greina þarf færnikröfur starfs og lýsa þeim í mælanlegum hæfniviðmiðum (e. learning outcomes). FA hefur unnið þróunarverkefni, styrkt af menntaáætlun Evrópusambandsins, þar sem þessi aðferðafræði var þróuð í samstarfi við hagsmunaaðila (sjá upplýsingar í fyrri ársritum um verkefnin Value of Work og Recognition of the Value of Work). Í þeim var þróað raunfærnimat fyrir þjónustufulltrúa í bönkum og hljóðmenn hér á landi sem hefur gefið góða raun. Í lok tilraunakeyrslu héldu þessi verkefni áfram í fram- kvæmd hjá Mími – símenntun og Fræðsluskrifstofu raf- iðnaðarins. Í verkefnum af þessum toga er meginforsenda að eiga náið samstarf við fulltrúa fyrirtækja og stéttarfélaga til að draga fram færnikröfurnar og leggja upp verkefnið í sátt. Þau störf sem eru til skoðunar þessa stundina eru tæknistörf, öryggisstörf og ýmis störf í ferðaþjónustu. Stefnt er að því að framkvæmd raunfærnimats í þremur störfum hefjist í lok árs. R A U N F Æ R N I M A T Í A L M E N N R I S T A R F S H Æ F N I Viðmið fyrir almenna starfshæfni hafa verið í þróun hjá FA í samstarfi við stýrihóp hagsmunaaðila. Ætlunin er að fram- kvæma eitt tilraunaverkefni til að draga lærdóm af og síðan fimm í kjölfarið. Markhópurinn er atvinnuleitendur; 20 manns í hverju verkefni (samtals sex verkefni). Haldnir hafa verið sjö fundir þar sem áhersla er lögð á að skilgreina viðfangsefnið og móta þau viðmið sem raunfærnimatið mun byggjast á; færni sem öll störf kalla í raun eftir og eru mikilvæg á vinnumarkaði. Stefnt er að því að viðmið og hugmyndir um aðferðafræði fyrir raunfærnimat verði tilbúin í lok árs og að tilraunakeyrsla hefjist í byrjun árs 2014. Þ R Ó U N U P P L Ý S I N G A - O G R Á Ð - G J A F A K E R F I S U M N Á M O G S T Ö R F ( V E F G Á T T ) Í gegnum vefgáttina er ætlunin að draga fram tækifæri til raunfærnimats og veita upplýsingar og ráðgjöf um störf og námsleiðir. Vefurinn á jafnframt að vera tæki fyrir náms- og starfsráðgjafa til að nýta með einstaklingum í markhópnum við færniþróun. Vefurinn mun auka almennt aðgengi ein- staklinga að upplýsingum um leiðir til færniuppbyggingar og náms- og starfsráðgjöf. Ráðgjafanet FA á fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt er mikilvægur hlekkur í þróun vefsins fyrir markhópinn. Eins og fram hefur komið er Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) samstarfsaðili FA í þessum hluta verkefnisins. Í verkefninu Tafla 2: Staða raunfærnimats á móti viðmiðum námsskrár Verið að undirbúa fyrir gátlista- og verk- færagerð Gátlista- og verkfæragerð í gangi eða lokið Raunfærnimat komið í framkvæmd Tölvufræðibraut Fiskeldi Málmsuða Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Fiskveiðar Skrúðgarðyrkja Matsveinanám Netagerð Slátrun Trefjaplastsmíði Garð- og skógarplöntubraut Félagsmála- og tómstundabraut Ylræktarbraut Tölvuþjónustubraut Hestamennska Stuðningsfulltrúar í grunnskóla Enska Skólaliðar Íslenska Stærðfræði Danska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.