Gátt - 2013, Page 96

Gátt - 2013, Page 96
96 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 við greiningu á fræðsluþörf. Hér fer saman greiningarvinna ráðgjafans og tækifæri til að virkja allt starfsfólkið undir faglegri leiðsögn til að meta fræðsluþörf. Markmiðið er að eftir liggi metnaðarfull fræðsluáætlun til ákveðins tíma oft eins til þriggja ára, sem feli í sér farveg fyrir jafnt starfsmannahópa og einstaklinga til að njóta fjöl- breyttra möguleika til fræðslu og starfsþróunar. Það er von þeirra sem að þessari vinnu standa að starfsfólk efli hæfni sína og fagmennsku. Það er margsannað að vinnustaðir, sem fjárfesta í fræðslu og þjálfun auka menntunarstig sitt, sem skilar sér í aukinni starfsánægju og færni starfsfólks, sem aftur leiðir af sér bætta afkomu á alla lund. F R Æ Ð S L U S T J Ó R I A Ð L Á N I F Y R I R S V E I T A R F É L A G I Ð H O R N A F J Ö R Ð Í upphafi árs 2012 gekk Sveitamennt frá samningi við Þekk- ingarnet Austurlands (ÞNA, nú Austurbrú) um að vinna heildstæða starfsþróunar- og fræðsluáætlun fyrir starfsmenn stofnana Sveitarfélagsins Hornafjarðar, en það hafði óskað eftir að fá Fræðslustjóra að láni. Verkefnið þótti afar spenn- andi því hér var í fyrsta skipti stefnt að gerð fræðsluáætlunar fyrir heilt sveitarfélag sem aukinheldur er tilraunasveitarfélag og rekur því til viðbótar til dæmis heilbrigðisstofnun sem annars eru reknar af ríkinu. Tveir Markviss-ráðgjafar komu frá ÞNA þær Bergþóra Arnórsdóttir og Ragnhildur Jónsdóttir sem hafði yfirumsjón með verkefninu. Einnig veitti Eyjólfur Bragason ráðgjafi frá Sveitamennt aðstoð við verkefnið. Ýmsar aðferðir eru notaðar af ráðgjöfum við framkvæmd verkefnisins Fræðslustjóri að láni, algengasta aðferðafræðin nefnist Markviss, en Símenntunarstöðvarnar hafa einkaleyfi á notkun hennar. Markviss-ráðgjafar um allt land hafa sér- hæft sig í notkun aðferðarinnar. Markviss er aðferð til að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Aðferðin felur í sér skipulagningu á menntun, þjálfun og öðru því sem tengist uppfræðslu starfsmanna. Með Markviss-aðferðinni fá starfsmenn og stjórnendur tæki- færi til að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf vinnustaðarins og skipuleggja þjálfun hvers starfsmanns að teknu tilliti til matsins. Aðferðarfræði Markviss var þróuð í Danmörku af samtökum iðnaðarins þar og hefur verið notuð á Íslandi síðan árið 2001. Eftir að stofnunum á Hornafirði hafði verið kynnt verk- efnið ákváðu þær allar að taka þátt í vinnunni. Stofnanir sveitarfélagsins eru átta, sjö eru á Höfn en grunnskóli er í Hofgarði í Öræfum. Hver vinnustaður tilnefndi fulltrúa í stýrihóp en hóparnir urðu þrír. Eftir að ráðgjafarnir höfðu fundað og ákveðið hvaða Markviss-verkfæri (svo sem spurn- ingalistar, viðhorfskannanir, starfagreiningar) yrðu notuð, fór vinnan fyrir alvöru af stað. Haldnir voru fimmtán fundir ýmist með eða án stjórnenda, vinnustaðafundir, vinnufundir, stýrihópafundir og lokafundur þar sem kynning fór fram á símenntunaráætlun sveitarfélagsins. Það má geta þess að þótt starf ráðgjafanna hafi helst beinst að almennum starfs- mönnum þá varð það að samkomulagi við stjórnendur í upp- hafi verksins að allar áætlanir um fræðslu, einnig faglærða fólksins, yrðu settar með í símenntunaráætlunina. Símennt- unaráætlunin var að lokum gefin út og prentuð á veggspjald sem dreift var á stofnanir sveitarfélagsins. Ekki er unnt í stuttri grein að greina ítarlega frá þessu vinnuferli en víst er að mikil ánægja var með afurðina og starfsfólk sveitarfélagsins á hrós skilið fyrir þann áhuga sem það sýndi verkefninu. Starfsfólkið hefur nú sívirkt tæki til markvissrar uppbyggingar og vinnan við verkefnið hefur eflt starfsandann og mun styrkja starfsfólkið í störfum sínum og um leið bæta vinnuferli í stofnunum sveitarfélagsins. A Ð L Y K T U M Framboð á menntun hefur aldrei verið meira en nú og vex hratt. Líkt og áður segir liggur ástæðan aðallega í breyttum áherslum í atvinnulífinu. Vinnumarkaðurinn gerir kröfur um að starfsfólk sé vel menntað og sífellt upptekið af því að viða að sér nýrri þekkingu og reynslu. Atvinnulífið er orðið það sérhæft að það kallar eftir fólki sem veit mikið um lítið, getur Samningur undirritaður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.