Gátt - 2013, Side 108

Gátt - 2013, Side 108
108 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 viðmiðarammann og er áhersla lögð á hæfniviðmið. Í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins dagsettu 10.5. 2013 var námsskráin metin til allt að 30 eininga og tilrauna- kennsla heimiluð í eitt ár. Báðar þessar námsskrár voru settar á 2. þrep íslenska viðmiðarammans. Námsskrá fyrir fyrsta hluta ferðaþjónustunáms sam- kvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis í ferðaþjónustu var skrifuð. Verkefnið var unnið í samstarfi við Kvasi og Mennta- skólann í Kópavogi. Jafnframt var veitt ráðgjöf við skrif á námsskrá í ferðaþjónustu fyrir framhaldsskóla byggða á námsskrám framhaldsfræðslunnar. Bæði þessi verkefni voru styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Náms- skrá fyrir starfsfólk verslana var skrifuð þar sem unnið var útfrá niðurstöðum færnigreiningar eins og gert var við skrif á námsskrá fyrir ferðaþjónustuna. Báðar námsskrárnar eru skrifaðar með það í huga að mæta kröfum atvinnulífsins en um leið kröfum menntakerfisins um dýpt og breidd í innihaldi og fjölbreytileika. Námsskrárnar eru skrifaðar í samræmi við kröfur um þrepaskipt nám með áherslu á hæfniviðmið (e. learning outcome). Hæfniviðmiðum er lýst á þremur þrepum, þrepi 1, 2 og 3. Vinna við tengingu framhaldsfræðslu við íslenska viðmiðarammann er ekki lokið. Áfram var unnið að endurskoðun á Grunnmennta- skólanum. Endurskoðunin verður unnin samhliða þróun á raunfærnimati í almennum bóklegum greinum. Námsskráin verður skrifuð í samræmi við kröfur um þrepaskipt nám með áherslu á hæfniviðmið. Undirbúningur fyrir endurskoðun á námsskránum Land- nemaskólinn og Landnemaskólinn II hófst þar sem meðal annars var send út könnun til allra símenntunarmiðstöðva þar sem spurt var um ýmsa þætti sem tengjast endurskoð- uninni. Námsskrárnar verða settar á þrep og þær skrifaðar í samræmi við kröfur því tengdar, þar sem áhersla er lögð á hæfniviðmið. Gerður hefur verið samningur við Mími-símenntun um skrif á námsskrá fyrir innflytjendur sem eru ólæsir á latneskt letur. Fulltrúar FA tóku þátt í vinnu við gerð gæðaviðmiða um vottun námsskráa undir stjórn mennta- og menningarmála- ráðuneytisins á tveimur fundum í lok árs 2012. Gerðar voru athugasemdir við drög að gæðaviðmiðum sem lögð voru fram af hálfu ráðuneytisins í júní 2013. Vinna við námsskrár- grunn fyrir framhaldsfræðsluna er hafin í umsjón mennta- og menningarmálaráðuneytisins. FA á fulltrúa í þeirri vinnu, tveir vinnufundir voru haldnir í upphafi árs 2013. Handbók fyrir leiðbeinendur er í vinnslu. Þar eru leiðbein- ingar um nýja framsetningu námsskráa þar sem hæfniviðmið eru sett fram á þrepum. Þróun á framsetningu námsskráa og orðun hæfniviðmiða er enn í gangi. F R Æ Ð S L U S J Ó Ð U R Stjórn Fræðslusjóðs hélt sjö fundi á tímabilinu frá 1. septem- ber 2012 til 31. ágúst 2013. FA þjónustar stjórn sjóðsins og hefur umsýslu með honum samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Á fyrstu innsíðu er yfirlit yfir stjórnarmenn sjóðsins. FA boðar fundi í samráði við formann stjórnar, ritar fundar gerðir, annast fjármál, þar á meðal gerð fjárhags- áætlana á grundvelli ákvarðana stjórnar sjóðsins og annast bókhald og eftirfylgni með fjármunum og notkun þeirra. FA gerir samninga við fræðsluaðila fyrir hönd stjórnar Fræðslusjóðs, safnar upplýsingum um framgang verkefna og safnar inn tölfræðilegum upplýsingum um árangur í starfinu og miðlar þeim til stjórnarinnar. FA tekur á móti umsóknum vegna úthlutana úr Fræðslu- sjóði og veitir sérfræðiráðgjöf eftir því sem stjórn sjóðsins óskar eftir. Á þessu ári hefur sú ráðgjöf fyrst og fremst falist í því að fara yfir umsóknir um vottaðar námsleiðir, raunfærni- mat og náms- og starfsráðgjöf. Úthlutanir úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu fóru fram á vormánuðum. Sérstök úthlutunarnefnd á vegum Fræðslu- sjóðs annast úthlutanir. Sótt var um styrki til 47 verkefna að upphæð 111.291.671 krónur. Þar af var úthlutað til 22 verkefna, alls 33.732.000 krónum. S Ö F N U N , V A R Ð V E I S L A O G M I Ð L - U N U P P L Ý S I N G A Með söfnun, varðveislu og miðlun upplýsinga er markmiðið að FA búi yfir góðum og áreiðanlegum gögnum á starfssviði sínu. Gæði og aðgengi að réttum upplýsingum er grund- völlur fyrir því að FA geti skilað stjórnum Fræðslusjóðs og FA áreiðanlegum skýrslum og miðlað upplýsingum innan lands sem utan. Frá árinu 2006 hafa verið ákvæði um greiðslur vegna vottaðra námsleiða, raunfærnimats og náms- og starfsráð- gjafar í samningum við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar. Á grundvelli laga um framhaldsfræðslu færðust greiðslurnar frá FA yfir til Fræðslusjóðs frá og með árinu 2011. Árangur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.