Gátt

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gátt - 2013, Qupperneq 115

Gátt - 2013, Qupperneq 115
115 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 1 3 reynslusögum og lýsingum á ýmsum möguleikum sem standa þeim til boða sem óska eftir fræðslu. Sá kafli ritsins með greinum sem tengjast verkefnum námsmanna sem sérhæfa sig í námi fullorðinna og náms- og starfsráðgjöf fyrir full- orðna til meistaraprófs hefur aldrei skipað jafn veigamikinn sess. Þar er stoðum rennt undir að fullorðnir vilja mennta sig til starfa og að sjálfstraust er mikilvæg undirstaða þess að geta það. Ritið er sent víða, meðal annars til símenntunar- miðstöðva, framhaldsskóla og bókasafna. Gátt er notað til kennslu í þremur háskólum, HÍ, HA og LHÍ, og er þar að auki aðgengilegt á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www. frae.is. Ársfundur FA var haldinn fimmtudaginn 29. nóvember á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn bar yfirskriftina Nám og vinnumarkaður. Þar voru flutt fjögur ávörp og sex erindi og að venju voru viðurkenningar veittar Fyrirmyndum í námi fullorðinna árið 2012. Glærur fyrirlesara og ávörp fyrirmynd- anna eru aðgengilegar á vef FA, www.frae.is sem er upp- færður reglulega. Upplýsingum er miðlað með ýmsum hætti, svo sem með kynningarbæklingum, útgáfu námsskráa og dreifingu þeirra, þátttöku í ráðstefnum og móttöku gesta, bæði innlendra og erlendra. Á árinu 2012 var gefinn út einn nýr bæklingur þar sem kynnt er námsleiðin Fjölvirkjar. Einnig var gefin út ensk þýðing á almennum bæklingi um starfsemi FA. Ennfremur var unnið uppkast að sameiginlegum kynningarbæklingi um náms- og starfsráðgjöf sem fer fram hjá símenntunarmið- stöðvum um allt land. Starfsemi FA var á tímabilinu september 2012 – ágúst 2013 kynnt fyrir nær 600 manns, Þar á meðal erlendum hópum frá Færeyjum, Noregi, Litháen og Lapplandi og á ráðstefnum á Íslandi og í Eistlandi, Svíþjóð og Austurríki. Umfjöllunarefni kynninganna var starfsemi FA, tilraunaverk- efni í ferðaþjónustu, tölfræði úr starfinu, EQM-gæðavottunin og heftið 8 árangursþættir. Þá má nefna kynningu á fram- haldsfræðslunni á Málþingi ASÍ. Aukin áhersla verður lögð á kynningu á því starfi sem fram fer á vettvangi framhaldsfræðslu bæði fyrir almenning og gagnvart öðrum skólastigum. FA fékk Heiði Björnsdóttur markaðsfræðing til liðs við starfsfólkið til þess að móta nýja kynningarstefnu fyrir FA. Hópur innan FA vann að kynn- ingaráætlun með Heiði haustið 2012 og í kjölfarið var leitað til nokkurra auglýsingastofa um að koma með hugmyndir til að móta þessa kynningarstefnu. Auglýsingastofan ENNEMM var fyrir valinu til að þróa hugmyndirnar áfram. N Á M S E F N I S G E R Ð Í þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðu- neytið sem FA vinnur eftir er ákvæði um að FA vinni að verkefnum tengdum námsefnisgerð eftir því sem mögulegt er og fjármagn leyfir. Verkefni á sviði námsefnisgerðar á tímabilinu hafa falist í að þróa áfram Mælistiku FA um gæði námsefnis, veita ráð- gjöf um námsefnisgerð fyrir markhópinn og leiðbeina þeim sem vilja útbúa námsefni á grundvelli námsskráa FA fyrir framhaldsfræðslu. Almennar umræður um gæði námsefnis fara stöðugt fram á Stiklunámskeiðum en til viðbótar var þróað sérstakt Stiklunámskeið um gæði námsefnis – Stiklur 3b og auglýst með öðrum Stiklunámskeiðum. Ekki hefur verið eftirspurn eftir því námskeiði enn. Veitt hefur verið einstaklingsráðgjöf um námsefnis- gerð þar sem Mælistikan var kynnt sem hjálpartæki ásamt námsefnisgerðarforritum. Ráðgjöfin var veitt í tengslum við fyrirhugaða námsefnisgerð um námstækni fyrir Skrifstofu- skólann. Vísað hefur verið í námsefni frá sjávarútvegsráðuneytinu þegar eftir því hefur verið leitað. Yfirlit yfir námsefnið er nú vistað í gagnasafni FA undir yfirskriftinni Fiskvinnslunám- skeið. Einnig er prentað námsefni vistað hjá FA og dreift eftir þörfum. Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins árið 2012 á Hótel Natura.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.