Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Page 23

Heima er bezt - 01.04.2003, Page 23
Horft yfir Vesterbrogade til Ráðhúss- plássins. sölubúðir ætíð fullar af hinum marg- víslegasta varningi og því gjarnan margt um manninn í búðum og á sölutorgum. Matsölustaðir borgarinn- ar rómaðir fyrir frábæra framreiðslu matar og drykkjar, bæði að vöxtum og gæðum. Og fólkið glaðvært og ánægt með sjálft sig og tilveruna, eða svona kom Kaupmannahöfn mér ávallt fyrir sjónir í þau skipti sem ég hafði þar viðdvöl um stund, ýmist meðan ég var í siglingum eða öðrum erindum. Fyrst kom ég til Kaupmannahafnar með m/s Gullfossi á velmegtardögum íslenskra farþegaskipa, í fyrra sinnið í janúar 1963, en það síðara í maí mán- uði 1966. Mikið vetrarríki og frost- hörkur í Norður-Evrópu settu svip sinn á fyrri Gullfossferðina. Mikil isalög voru á dönsku sundunum, svo að ísbrjótar höfðu nóg að gera við að ryðja skipum leið, en Gullfoss spjar- aði sig vel í þeirri baráttu án nokkurr- ar aðstoðar, svo að um tíma töldum við sjö skip í kjölfari hans. En þrátt fyrir allan kuldann skemmti ég mér konunglega í góðum íslendingahópi sem ég hafði kynnst um borð á siglingunni að heiman og ekki sviku skemmtistaðirnir Lorry, Valencia og hvað þeir nú hétu allir saman. Frá Nýhöfninni. Margt ber fyrir augu í Nýhöfninni. A gönguferð með Ög- mundi Helgasyni í Kaupmannahöfn, 1984. farið um mína daga. Þökk sé vini mínum Ögmundi fyrir það. Og nú er ég aftur farinn að rölta um Kaupmannahafhargötur, að þessu sinni í fylgd ijölskyldunnar. Með okkur hjónunum í ferðinni að þessu sinni var Alda Björk, yngsta dóttirin, en erindið til Danmerkur að þessu sinni var að hitta tvær eldri dæturnar, Lindu Salbjörgu og Eddu Herdísi, sem dvalið höfðu við nám og störf í „borginni við sundið“, s.l. vetur. Edda hafði útvegað okkur herbergi við „Sofiegardens Kollegium", sem Síðari Gullfossferðin var einnig einstakt ævintýri. Að upplifa borgar- stemmingu Kaupmannahafnar þessa vordaga 1966, er mér ógleymanlegt. Á síðsumarsdögum árið 1984 var ég enn á ferð í Kaupmannahöfn og þá í fylgd tveggja dætra minna og héld- um við til hjá þeim ágætu hjónum Rögnu Ólafsdóttur og Ögmundi Helgasyni, sem um það leyti bjuggu í námsmannaíbúð út við Eyrarsund. Þetta voru ljúfir og skemmtilegir dagar enda gerðu þau hjón sér far um að annast okkur eftir bestu getu. Eitt með því eftirminnilegra við þá ferð var þegar við Ögmundur heimsóttum Krónborgarkastala og sjóminjasafnið þar. Á leiðinni til baka í lestinni höfðum við nestað okkur með nokkrum bjór- um svo að við vorum orðn- ir góðglaðir við heimkom- una. Út af þessu spannst nokkur þjóðsaga meðal vina okkar, sem þó verður ekki sögð hér, en skemmti- legri lestarferð hef ég ekki Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.