Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2003, Side 27

Heima er bezt - 01.04.2003, Side 27
Grímstunga í Vatnsdal. Vatnslitamynd frá 1897 eftir breska listmálarann og fornfræðinginn William Collingwood, sem ferðast um Island þetta sumar. Grímstunga var um aldir kirkjustaður og prestsetur þar til 1849, en þá var sóknin lögð til Undirfells. Grímstungu-Einar Margar sögur og sumar kynlegar, fara af ís- lenskum prestum fyrri alda og mætti um það nefna mörg dæmi. Prestar voru þó eina starfs- stéttin í landinu sem naut menntunar. Útskrift úr stólsskólunum íslensku, Skálholtsskóla og Hólaskóla, dugði til prestsembætta, enda var megin- markmið skólanna að uppfræða prestsefni. Flestir prestar létu mennt- un frá þeim nægja sér og fóru ekki utan til framhaldsnáms, enda oftast hvorki til þess efni né aðstæður. Gísli Konráðsson lætur þess getið í Hún- vetninga sögu sinni, sem nær yfir tímabilið 1685 -1850, að sumir prest- ar hafi verið lítt að sér „og á að sjá að þeir hafi sótt eftir tekjunum ein- um og þær eigi eftir gefið“. Kynlegir kvistir í prestastétt eru og hafa verið uppi á öllum öldum og víðar en í Húnaþingi, en hér er ætlunin að bregða ljósi á einn slíkan sem þjón- aði Grímstungu í Vatnsdal á 18. öld; Samantekt: Snorri Jónsson var kapelán föður síns í 18 ár og prestur í níu, eða 27 ár. Þessi kynlegi kvistur hét Einar og var Eiríksson, síðar nefndur hinn prestlausi, fæddur 1731, Hallssonar, Ólafssonar, Hallssonar. Höfðu þeir langfeðgar, faðir hans, afi og langafi, allir verið prestar hver ffam af öðrum í Grímstungu. Séra Einar þótti á sín- um uppvaxtar- og þroskaárum afar ódæll og illur viðskiptis. Hann lærði í Hólaskóla og var álitinn vel gáfað- ur; svo hraustur var hann og að afli að aldrei féll hann fyrir neinum, og enginn sá við hrekkvísi hans. Kom hann sér heldur illa í skólavistinni, Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.