Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.06.2004, Qupperneq 5
Birgitta H. Halldórsdóttir: ^ætt við Magnús Óskarsson kennara og bónda í Sölvanesi í Skaaafirði_______ i / Sölvanesi í Skagafirði búa hjónin Magn- ús Oskarsson og Elín Sigurðardóttir. Þau eru bœði kennarar og starfa við Varma- hlíðarskóla, auk þess sem þau eru bœndur í Sölvanesi með dálítið af fé og hrossum. Þau eru mikið athafnafólk og reka ferða- þjónustu á jörð sinni, aukþess sem Elín var oddviti í Lýtingsstaðahreppi í ellefu ár, áður en hreppurinn sameinaðist inn í hið stóra sveitarfélag í Skagafirði. Hjónin í Sölvanesi eru einstaklega hlýjar og góðar manneskjur, sem hugsa vel um sitt. Eg hef þekkt þau um hríð og því hlakka ég til að heimsœkja þau og fá að hlusta á Magnús, sem samþykkti að upp- lýsa mig um lífsitt og áhugamál. EUppruni og æska g er fæddur í Danmörku 16. ágúst 1947 í litlum bæ á Sjálandi, sem heitir Lillcrad. Móðir mín var þar í vist. Hún var áður einstæð móðir með eitt barn og síðan átti hún mig. Það var erfitt að vera einstæð móðir á þessum tíma og því var ég ættleidd- ur, en blóðmóðir mín heitir Dagbjört Sigurðardóttir og býr nú í Noregi hjá systur minni, Völu og hennar fjöl- skyldu. Henni kynntist ég mjög vel er ég var um þrítugt og við höfum haft gott samband síðan. Ég held að það hafi verið okkur báðum til góðs. Það má segja að örlagavaldurinn í lífi minu hafi verið frænka mín, Sigríður Kjaransdóttir. Hún þekkti bæði blóðmóður mína og kjörmóður og kom því í kring að ég var ættleiddur. Kjörforeldrar mínir voru Rigmor Charlotte Koch Magnússon og Óskar Magnússon frá Tungunesi, sem nú eru bæði látin. Síðan urðu þær vin- konur, Dagbjört og Rigmor, og höfðu alltaf samband og það gerði þetta allt auðveldara. Þar sem kjörmóðir mín var dönsk, þá má segja að heimili okkar hafi verið svona dansk/íslenskt. Það er dá- lítið sérstakt að alast upp við þær aðstæður um leið og maður á ljórar ættir. Það er ekki einungis blandað þjóð- erni, heldur ættleiðingin líka, sem gerði lífið frábrugðið því sem var hjá mörgum. Ég kynntist samt blóðfoður mínum aldrei. Kjörforeldrar mínir bjuggu í Danmörku á stríðsárunum

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.