Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.2004, Blaðsíða 28
Hjörtur Þórarinsson: Hulinn ábúðarréttur Vegagerð ríkisins vann að ræsasmíði á Múlaá í Þorskafirði og vegfyllingu beggja megin við rœsið. Gömul brú lá yfir Múlaá innar í Þorgeirsdalnum, sem byggö var um 1950, og snjóþungur vegur lá ofan við túnið í Múla. Þetta nýja vegar- og brúarstœði er á sjávarbökkunum og var vegurinn lagður þvert í gegnum túnið í Múla. Bœr- inn Múli stendur suðvestan undir Múlajjallinu og er fyrsti bœrinn út með Þorskafirði, þegar ekið er í vestur frá Kollabúðum. Fornt einstigi frá söguöld er nú horfið. Það lá utan í klapparásnum, þar sem hinn nýi ökuvegur var lagð- ur. Atburðir við vegagerð og rœsi á Múlaá í Þorska- firði, 1986-7 Austan og handan Þorskaijarð- ar blasa við Vaðalijöllin. Á hjalla uppi í hlíðinni sést sléttur bali, þar sem bærinn Skógar var. Upphaflegt nafn jarðarinnar var Uppsalir. Þjóðvegurinn liggur niðri á bökkunum og þar skammt frá er Stekkjarholtið, þar sem minnisvarði um þjóðskáldið Matthías Jochums- son var reistur árið 1985. Bardagi við hið forna einstigi I Þorskfirðingasögu er sagt frá því að ijandskapur mikill hafi verið með þeim Eyjólfi í Múla og Helga á Hjöllum, um hagabeit og beittu Hjallamenn fyrir Eyjólfi bæði tún og engi. Svo var það dag nokkurn að Hjallanautin voru komin í töðuflekk- Múlafjallið og Múlatúnið. Einstigið var á klapparásnum á miðri myndinni. 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.