Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 8
Ólafur Björn.
Fjölskyldan saman komin.
Framhaldsskólanám
Hvernig komstu inn í Menntaskólann á Akureyri?
Eg sótti um undirbúningsbekk í svonefndum „Prestaskóla"
á Sauðárkróki, sem séra Helgi Konráðsson stóð fyrir. Hann
var ágætur fræðari. Margir nemendur í þessum unglingaskóla
tóku inntökupróf upp í bekki í M. A.
Manstu eftir einhverjum, sem tóku inntökupróf um leið
og þú?
Jú, þar má nefna Magnús Jónsson frá Mel og Bjöm Jónsson,
lækni, lengi í Swan River í Kanada, og oft var nefndur Bjössi
Bomm, en við vorum bræðrasynir. Við lukum stúdentsprófi
vorið 1940; Þá útskrifuðust 47 frá M. A. Mjög fróðlegt er
að blaða í nemendatalinu „M.A.-stúdentar“, 1927-1978,
sem komin eru út 6 bindi af.
Því má bæta við, að ég tók talsverðan þátt íþróttum í MA,
og skíðaíþróttina hef ég stundað allmikið í skóla og síðar. Ég
nennti ekki að lesa stærðfræði, en ég var í stærðfræðideild,
vegna væntanlegs náms í lyljafræði. Ég hlaut ekki háa einkunn
á stúdentsprófi, og fannst það ekki skipta máli. Ég var hins
vegar allgóður í tungumálum og íslensku.
Skólameistari í minni tíð var Sigurður Guómundsson,
296 Heima er bezt