Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 23
Það sem fer til spillis hefur einnig áburðaráhrif og nærir
gróðurinn. Fýllinn er auðveld bráð fyrir tófu sem sækir
í vörpin og tekur þar bæði egg, unga og fullorðinn fugl.
Ingólfur í Drangshlíðardal fræddi okkur um refinn og fylinn
en Ingólfur lá oft á greni fyrr á árum. Við tófugreni undir
Eyjaljöllum er oftast mikið um fylshræ og fýlaþefur í lofti
þegar komið er að þeim. Nefndi hann sem dæmi að eitt
sinn hefði hann komið að greni þar sem tófan geymdi fýl í
bunka í holu skammt frá greninu.
Fleiri eltast við fýlinn en refurinn. Kjóinn og svartbakurinn
ráðast á hann á flugi og neyða til að æla og hrafninn rænir
hann bæði eggjum og ungum. Fýlnum hafa því fylgt miklar
breytingar á kjörum gróðurs og dýra þar sem hann hefur
tekið heima.
Hvað hefur gerst frá 1980?
Eftir þessar athuganir okkar á fylsvörpum í Rangárvallasýslu
sumarið 1980 hefur ekki verið haldið þar áfram rannsóknum.
Vafalítið hafa þar orðið einhverjar breytingar sem forvitnilegt
væri að kanna nánar. Víða í norðurhöfum hafa sjófuglar
átt undir högg að sækja síðustu ár og er þar m.a. kennt
um ofveiði á fískistofnum og loftslagsbreytingum sem
hafa áhrif á stærð og göngur stofna sem fuglarnir byggja
afkomu sína á. Svör við slíkum vangaveltu fást ekki nema
með reglubundnum talningum og vöktun sem stunduð er ár
eftir ár. Það vakti ekki fyrir okkur árið 1980 að hefja slíka
vöktun, fremur höfðum við hug á að skrá útbreiðslusögu
fýlsins í sýslunni, kortleggja vörpin og fá mynd af fjölda
fugla í byggðunum.
Vorið 2008 heimsótti ég aftur þrjú vörp í Rangárvallasýslu
til að forvitnast um hvort miklar breytingar hefðu orðið á
útbreiðslu og fjölda fugla þar frá 1980. Þann 1. júní skoðaði ég
varpið í Skútugili í Vatnsdalsfjalli sem er tæpan klukkustundar
gang frá sumarhúsi mínu á Reynifelli á Rangárvöllum. Þar
hef ég séð til fýla á sveimi úr ljarska í gegnum árin en ekki
talið fuglana aftur fyrr en nú. Þann 24. maí 1980 töldum við
þar 18 hreiður. Nú, 28 árum seinna, bar hins vegar svo við
að aðeins 7 hreiður voru í varpinu og höfðu fuglamir allir
þjappast í sama hamarinn en voru dreifðari áður. Þótti mér
þetta merkilegt og vöknuðu spumingar. Gaf þetta vísbendingu
um að fýl hefði fækkað annarsstaðar?
Þann 6. júní 2008 skoðaði ég því einnig vörpin í
Flókastaðagili í Fljótshlíð og í gilinu með Kvemá við Skóga
undir Eyjafjöllum. Á þessum stöðum kom annað á daginn. I
Flókastaðagili höfðum við talið 13 hreiður í lok maí 1980 en
í þessari seinni talningu voru þau orðin 34 og hafði fuglinum
því stórfjölgað þar. Þess ber að geta að fyrst varð vart við
varp þar í gilinu árið 1977 og er líklegt að það hafi ekki
verið fúllnumið árið 1980 þegar við töldum þar fyrst. Með
Kverná er elsta og langstærsta varpið af þessum þremur. Þar
byrjaði fýll að verpa um 1960 eins og fram hefur komið.
Árið 1980 töldum við fugla í gilinu 12.júlíog voruþarþá
373 hreiður sem umreiknast í yfir 700 varppör við upphaf
varptíma 20. maí. Kvemugil er einn þeirra staða þar sem
við töldum varpfugla reglubundið yfir sumarið 1981. Þann
1. júní 1981 voru þar 521 hreiður. Talningin 6. júní 2008
Skútufoss í Fiská og Skútugil innan við Árgilsstaði í
Hvolhreppi. Lítið Jylsvarp er í hamri við fossmiguna í
gilinu til vinstri á myndinni. Varpið er um 25 km frá sjó
og er eitt minnsta og afskekktasta varpið sem kannað var
1980. Arið 2008 hafði Jyl fækkað þar um meir en helming.
Ljósm.: B.M.
gaf nánast sömu niðurstöðu eða 523 hreiður og eru þá ekki
talin með 12 hreiður á nýjum stað ofar með gilinu þar sem
varp hafði ekki verið 1980.
Þegar farið var um hlaðið á Skógum í júní 2008 veitti ég
því einnig athygli að fýll var tekinn að verpa í litlu gili rétt
ofan við Skógaskóla þar sem varp hafði ekki verið 1980.
Þessar litlu athuganir vorið 2008 benda því til að fýllinn
hafist vel við í Rangárvallasýslu og hafí haldið áfram að
færa út kvíamar eftir 1980.
Að lokum vil ég þakka öllu því góða fólki sem varð á vegi
okkar sumarið 1980, greiddi götu okkar og fræddi um sögu
fýlsins í Rangárvallasýslu. Sumt af því er horfíð yfir móðuna
miklu. Elíasi Sveinssyni aðstoðarmanni mínum þakka ég
áhugann og dugnaðinn á ferðum okkar. Njáll Sigurðsson veitti
mér mikla hjálp við talningar og ferðir um Þórsmerkursvæðið
og inn með Markarfljóti. Ævari Petersen fuglafræðingi á
Náttúrufræðistofnun íslands þakka ég stuðninginn við að koma
verkefninu af stað og Anette Theresia Meier á sömu stofnun
fyrir vandvirkni og þolinmæði við gerð korta. Vísindasjóður
íslands og Sýslusjóður Rangárvallasýslu styrktu rannsóknina
og er þeim þakkað.
Heima er bezt 311