Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 24

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 24
Örnólfur Thorlacius VAKNA Dýr í jarðskjálfta Grískur sagnritari og landfræöingur, Strabo, var uppi á árunum um 63 f.Kr. þar til um 24 e.Kr. Eftir hann er elsta fræöilega lýsingin á jarðskjálfta sem menn þekkja, þar sem greint er frá því þegar grísk borg, Achaea, sópaöist út í Kórintuflóa árið 373 f.Kr. Taliö er aö þaö hall verið þar sem nú heitir Helice. Nokkrum dögum fyrir skjálftann veittu borgarbúar því athygli aö ýmis dýr, eins og rottur, meröir og snákar, foröuöu sér af svæðinu, hundar fóru um geltandi og fuglar ókyrröust. Dýrin skynja margt sem skynfærum okkar er huliö, og frá ýmsum stööum og tímum eru misvel staðfestar frásagnir um einkennilega hegöun dýra er boðað hafi jaröskjálfia eöa aörar náttúruhamfarir, svo sem aö alihænur hafi hætt aö verpa og býfiugur fiúið bú sín. Jarðskjálftalandið Japan I Japan eru skæöar jarðhræringar tíðar og þar fara margar sagnir af óvenjulegu háttemi ýmissa dýra á undan jarðskjálftum. Árið 2003 greindi þarlenskur læknir til dæmis í dagblaði frá annarlegri hegðun Qölda hunda, sem ókyrröust, geltu og bitu menn áður en jarðskjálfti gekk yfir. Virtur eölisfræðingur, Motoji Ikeya, tók eftir því að ánamaðkarnir í garöi hans fiykktust upp úr moldinni áður en mikill jarðskjálfti gekk yfir Kobe í Japan áriö 1995, en hann bjó um 30 km frá upptökum skjálftans. Ikeya, sem lést 2006, fór síðan aö safna gögnum um viðbrögð dýra viö jarðskjálftum, sem hann taldi aö ekki væri hægt aö leiöa hjá sér sem kerlingabækur. I lann taldi aö dýrin myndu skynja rafsvið eöa rafsegulsveiflurer fara fyrir jarðskjálftum og skráði um þaö bók, „Earthquakes

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.