Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 42

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 42
DAGBOKARBROT Opna úr dagbók Auðuns Braga með fœrslum frá þeim tíma sem frá segir í greininni. ^SsÆrr'/gf-'-' yf1 ^rr iu—f ~r*,'h zf L.rt * "j, 'lu_O.y ‘~4 — “Z v .-vt<r 'i þ * í ú -> Drangshlíðfyrir nokkrum árum. Ljósm.: Sunnlenskar byggðir. Menn og kynni undir Austur-Eyjafj öllum, 1953 -1954 Enda þótt ég hafi skrifað áður um dvöl mína sem kennari og skólastjóri undir Austur- Eyjafjöllum, er býsna margt enn, sem rijjast upp þegar litið er til baka um meira en hálfa öld. Auóunn Bragi Sveinsson r g var aðeins einn vetur fræðari bama á þessu skólahéraði og kynntist býsna mörgum. Ég hélt dagbók þá, eins og ég haföi raunar gert allt frá fermingu. Er hún til mikils stuðnings við ýmsar ritsmíðar mínar, eins og þessa, þar sem getið er kynna við nemendur og margt fólk í sveitinni. Ég er víst fæddur forvitinn og námsgjam. Þess vegna hef ég aldrei falið mig, en gert mér far um að kynnast fólki. Til em þeir, sem fmnst það ekki alltaf heppilegt. Sigurstranglegt sé að halda sér til hlés og velja síðan úr þau, er æskilegt sé að kynnast. Ég kynnist öllum, án tillits til mannvirðinga eða annars, sem oft er mikils metið í borgaralegu þjóðfélagi. í grein minni „Undir EyjaQöllum“, er birtist fýrst í Goðasteini, en síðar í bókinni „Kennari á faraldsfæti“ rifja ég upp ýmislegt varðandi skólahaldið almennt talað. Ég var rétt þrítugur, er ég tók í fyrsta sinn að mér að bera ábyrgð á skólahaldi. Og lengst af kennslu minnar bar ég titil skólastjóra, þó að ég væri sjálfur oftast aðalkennarinn. Hér verður bmgðið á það ráð að lýsa kynnum við fólkið í sveitinni, en undir Austur-Eyjafjöllum voru og em allmargir sveitabæir. Ég eignaðist reiðhjól áður en ég lluttist úr Reykjavík haustið 1953. Notaði ég það til að bera mig frá Drangshlíð, þar sem fjölskyldan bjó, og að Skarðshlíð. Þar var kennt á efri hæð ófullgerðs íbúðarhúss bóndans á bænum. 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.