Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 49

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 49
Ólafur Ragnarsson Úr sagnabrunni sjómannsins 1988 bauðst mér skipstjórn á flutningaskipi sem hét íris Borg. Það var í eigu norsks fjárfestingarfélags, en íslenskir aðilar höfðu það á kaupleigu. Þetta var freistandi tilboð góð laun ogfrí og talið tryggt að skipið yrði í saltfiskflutningum héðan frá landinu. Eg tók við skipinu á Seyðisfirði og sigldi til Rotterdam þar sem það fór í „ dokk “ í viðgerð, sem átti að taka tíu daga. Þessir tíu dagar urðu að þremur mánuðum og ég var úti í Rotterdam allan tímann. Eg var síðan með skipið í nokkra mánuði eftir að það kom úr dokkinni, eða þar til það var selt alveg óvænt. Við fluttum vörur í nokkrum ferðum fyrir arabískt fyrirtæki frá Rotterdam, Antwerpen og Felixstowe í Englandi niður til Famagusta á Kýpur. Svo lestuðum við yfirleitt ávexti til baka til Evrópu fyrir aðra aðila. En í skipið hafði verið sett kæling til saltflutningana. I einni ferðinni vorum við líka með fragt til Beirút í Líbanon og þar lentum við heldur betur í ævintýmm, sem stöfuðu af hemaðarástandinu sem þá ríkti í borginni. Þegar við komum á ytri höfnina í Beirút vorum við orðnir vatnslausir og bráðlá á að fá vatn. Vatn höfðum við ekki geta fengið við þann hafnarbakka sem við lágum við í Famagusta og það hefði kostað nokkuð mikla peninga að færa skipið. Ég hafði deginum áður haft samband við umboðsmanninn í Beirút og hann kvað allt með kyrmm kjömm í borginni og vatn gætum við fengið strax við komu. Við komum upp að ströndum Líbanon í óskaplega fögm veðri og blankalogni. Þegar við nálguðumst ytri höfnina heyrðum við skotdmnur, sáum reyk og nokkm síðar hljómaði gelt í hríðskotabyssum. Það vom fleiri skip þama, sem ásamt okkur kölluðu í hafnaryfirvöld, en eina svarið í radíóinu var að höfnin væri lokuð. Um kvöldið Fteima er bezt 337

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.