Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 51
r »t-
Skaftá að sigla út frá Famagusta.
úr hvaða efni taugamar í þér eru!“
Þá rann upp fyrir mér, hvers konar
græningi ég hafði verið. Rússinn og fleiri
á skipunum (m.a A-Þjóöverjar Júgóslavar
og fleiri A-Evrópuþjóðaskip) á ytri
höfninni vissu hvað stríð var, ekki ég.
Málið var það að svokölluð „græna lína“
sem skipti Beirút í tvennt, lá um þessa
bryggju sem hermaðurinn kom hlaupandi
og skjótandi út á. Við vorum á leiðinni
inn í múslímaska hluta borgarinnar.
Agemtinn tjáði mér að enginn, sem
ekki væri kunnugur í Beirút, myndi
botna nokkuð í ástandinu eins og það
var þarna þá.
Þama lagði ég áhöfnina í óþarfa hættu
vegna, hvað á ég að segja, „asnaháttar".
Nýskriðinn út úr hreiðrinu, hinu saklausa
Islandi
Síðar fórum við á írisi Borg til Ashdod
í ísrael. Þar lestuðum við appelsínur,
sem Palestínumenn á Gasaströndinni
ræktuðu. Evrópubandalagið með
Hollendinga í broddi fylkingar voru
að hjálpa Palestínumönnunum að koma
vöru sinni á markað í Evrópu og kostuðu
flutninginn. Hollenska sjónvarpið fylgdist
með öllu saman. Kvöldið sem við héldum
úr höfn vildu þeir hafa við mig viðtal
en ég vildi ekki láta sjónvarpa minni
heimabrúks ensku.
Sama kvöld kom Hollendingurinn
sem stjómaði aðgerðum, til mín og
tjáði mér að Arafat hefði hringt í sig til
að þakka fyrir aðstoðina og hann hefði
sérstaklega beðið að heilsa skipstjóranum
á skipinu sem flytti appelsínurnar upp
til Evrópu.
Á leiðinni þegar við vomm undan Ítalíu
voru við Atli að horfa á fféttir í einni af
hinum mörgu sjónvarpsstöðvum og þar
sáum við myndir frá Beirút og nú vom
það Múslímar og Kristnir sem börðust.
Og skip, sem lá ekki langt frá þar sem
við höfðum legið, stóð í björtu báli eftir
tundurskeytaárás, að okkur skildist. Við
horfðumst í augu en sögðum ekki neitt.
Atli reyndi seinna að hughreysta mig
með því að segja að hann hefði gert það
sama í mínum spomm. En ég gleymi
aldrei þessu augnabliki.
Nú vona ég að einhverjir skilji
hversvegna ég er að skrifa um þessa
hættu. Að menn viti á hverju þeir geta
Rússneska flutningaskipið.
átt von, og að íslensk siglingaryfirvöld
eigi að fylgjast með og ef eitthvað er
hægt gera til að forðast svona atburði
þá eigi að upplýsa menn um það hér.
Skipstjórinn með hluta af áhöfninni.
Skipstjórinn ogAtli stýrimaður á ytri
höfninni í Beirút.
T. D. koma því, ef eitthvað er, inn í
Slysavamaskólann. Og ég er ekkert að
meina að ég sé eini Islendingurinn sem
hef verið í siglingum, langt frá því. En ég
held að góð vísa sé aldrei of oft kveðin
hvað öryggi sjómanna varðar. Við höfum
oft látið reka á reiðanum og þóst vera
einhverjar hetjur.
Heima er bezt 339