Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 58

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 58
Einn morguninn þegar drengurinn vaknaði var fjörðurinn fullur af lagnaðarís - slíkt hafði hann aldrei séð áður - ís á firðinum!! Og hann var svo þéttur að ijarðabáturinn Nanna - grámálaður 25 brl. bátur frá Fáskrúðsfírði - varð að snúa við - frétti drengurinn. Ur tindinum tígulega sunnan ijarðarins niður brattar hlíðamar höfðu víða fallið snjóflóð með hávaða er barst inn á milli ijallanna og bergmáluðu þar, snjóflóðin teygðu sig niður á ströndina. Þau höfðu fallið um morguninn, þau voru lítil, svona smáspýjur. Var það kannski þennan dag sem frænka hans kom gangandi frá Reyðarfírði vegna þess að akvegurinn var ófær. Hún átti erindi við Einar lækni. A bemskunnar ámm var í firðinum nokkur síldveiði, hún var stunduð af þeim Klausenbræðrum - og einhverjum fleimm einnig. Drengurinn man eftir Tómasi Magnússyni á Tómasarhúsinu. Hann reykti síld í litlum kofa, sem var utan við Tómasarhúsið. Tómas átti botnnet inni í íjarðarbotni sem hann veiddi síldina í. Þetta voru staurar, sem reknir vom niður í botninn og netinu lagt á milli þeirra. Einu sinni fékk drengurinn að fara með Páli frænda sínum að vitja um botnnetin - og mikið var hann nú montinn yfír því að hafa verið „munstraður á síldveiðar"! Síldin þótti góð til beitu, hins vegar var þá lítið af henni neytt til matar, en reykta síldin þótti drengnum góður matur. Bátamir Austri, Friðþjófur og Víkingur höfðu viðlegubryggjur úti í kaupstaðnum, þangað fór drengurinn nokkmm sinnum með frænda sínum og hann man eftir því að þama á leiðinni niður á bryggjumar, lá skrokkur af gömlum glóðarhausamótor og mikið langaði hann í þennan alvörumótor til að hafa í skipinu á steinbryggjunni, en vandræðin voru hvemig flytja ætti mótorinn á rétta staðinn! Lengra útfrá á Hlíðarenda var lágreist hús neðan við götuna - það var íshúsið gamla. Til kælingar vom notaðir ískögglar, því engar vom þar frystivélamar. Dreng minnir að þar hafi verið geymd beita. Út í Mjóeyrarvíkinni var svo lýsisbræðsla rétt innan við Hellnakambinn - framhjá henni fór drengurinn á sunnudagsgöngutúmnum út á Mjóeyri. Inni í kaupstað rétt innan við Lambeyrarána var annað lítið hús - þangað fór pabbi drengsins stundum þegar fundur var haldinn í verkalýðsfélaginu. Aldrei kom drengurinn inn í það hús. Mamma hafði strangleg bannað drengnum að vera að flækjast niður á bryggju, það gæti verið hættulegt, hann gæti dottið í sjóinn. Það kom nú samt stöku sinnum fyrir að drengurinn stalst niður á Þorláksbryggjuna - hún var rétt innan við bernskuheimilið, Sigurðarhúsið. Einu sinni var hún með tárin í augunum og sagði alvarleg við drenginn: „Hann pabbi þinn datt í sjóinn". Hann hafði verið að vinna eitthvað við viðgerð á bryggjunni, skildist drengnum og fallið niður um gat á bryggjunni. Eitt atvik man drengurinn gjörla. Það var víst eitt sinn þegar hann ætlaði að fara að mamma sagði alvarleg við drenginn sinn: „Heimurinn ferst í nótt“! Drengurinn hafði engar áhyggjur út af þessu, sofnaði og vaknaði glaður og hress morguninn eftir! Þetta var þegar Healy halastjarnan var á ferðinni. Pabbi var stundum beðinn um að stoppa upp dívana. Einu sinni hafði einhver sem átti heima inni í kaupstað, beðið hann að stoppa upp dívan - legubekk - fyrir sig, drengurinn hafði pata af þessu og vildi endilega fá að fara með föður sínum, en mamman var eitthvað á móti því og vildi leyna drenginn því þegar pabbi fór inneftir, sagði hann væri ekki farinn. Þegar drengurinn komst að því varð hann ógurlega reiður og strauk af stað inneftir, hljóp til þess að ná í föður sinn, sá honum einu sinni bregða fyrir á leiðinni inneftir- en missti af honum og sá ekki hvert hann fór. Mamman fór á eftir drengnum og náði honum innfrá hjá Gömlu búð. Þegar drengur var óþekkur var honum stundum sýndur „vöndurinn“, aldrei var hann samt notaður, svo drengur myndi. Einu sinni ætlaði mamman að siða drenginn til og sagði að ófreskja kæmi og tæki hann. Hann lét sér nú ekki alveg segjast og ófreskjan kom, „eitthvert svart kvikindi“ á stærð við hálfvaxinn mann. Drengurinn réðst á móti þessari ófreskju og barði hana með sínum litlu hnefum. Það kom í ljós að ófreskjan var Sigga, unglingsstúlka og náfrænka drengsins. Ein minninganna mynd stendur enn þann dag í dag Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum drengs. Tunglskinskvöld. Hann er á gangi með föður sínum inn í kaupstað á kyrru vetrarkveldi, norðurljósin braga, allt í einu breiðast þau yfir allt himinhvolfið og það birtir, allt verður bjart sem á degi væri. Og drengurinn læðir sinni litlu hendi í stóra og trygga hönd föður síns. Hvort þessi dýrð stóð lengur eða skemur er nú löngu horfíð úr minni drengsins. En fölur máninn varpaði silfruðum geislum á spegilsléttan, vetrarkaldan ijörðinn. Drengurinn er löngu kominn á sjöunda ár- verður sjö ára um sumarið. Það er vor og hann gengur út í kyrrt og lognvært vorkvöldið. Síðasti dagur hans í fírðinum hans kæra er að kveldi kominn - á morgun á hann að fara suður. Það hefur safnast saman hópur af krökkum í stóra nótabátnum sem liggur á flötunum rétt utan við Ljósána og þar neðan við götuna. Þeir eru komnir til þess að kveðja hann og hann fær að vera skipstjórinn í þessum síðasta bátaleik - á þessu síðasta kveldi hans heima. Ennþá yljar þessi minning drengnum um hjartarætum- ar. 346 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.