Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 60

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 60
reynslu til slíkra starfa, en konan kvað það ekki myndi saka, ef hún aðeins færi höndum um dóttur sína. Lét Helga þá tilleiðast og fór með konunni. Koma þær nú að litlum bæ, rétt í túnjaðrinum á Kletti, en þar átti enginn bær að vera, og ekkert nema klettadrangar, og þó ekki háir. Þær ganga nú inn í bæinn. Á gólfinu liggur ung kona í einhvers konar sæng. Þykist Helga fletta klæðunum ofan af henni og fara um hana höndum, og í sama bili fæddist þar barn, en ekki man Helga, hvort það var sveinn eða meybam. Þá segir eldri konan: „Ekki get ég launað þér sem skyldi, en svo vil ég um mæla, að þú verðir heppin nærkona, ef þú lÉggur þann starfa fyrir þig, sem ég hygg að verða muni.“ Fór síðan konan heim aftur með Helgu, og mundi hún draum sinn, er hún vaknaði. Mér er kunnugt um, að Helga var trúuð á draum þennan, og ömgg var hún í starfi sínu alla tíð og tók móti fjölda barna. Auðvitað er frásaga þessi ærið þjóðsagnakennd, en ég hefí samt viljað halda henni til haga, hvað svo sem sÉgja má um gildi hennar. Helga Þórðardóttir var merk kona á margan hátt, gjöful við fátæka, þótt af litlum efnum væri að taka, því sjálf voru þau hjón fátæk alla sína tíð. Hún var „berdreymin“ sem kallað er, en flíkaði sjaldan draumum sínum. Sigurður Óli var drengur góður, en þótti töluvert laus í rásinni a. m. k. fyrr á árum. Þess er áður getið, að hann var vel gefinn maður og skáldmæltur. Hann var draumamaður mikill, eftir því sem hann sagði mér sjálfur. Úr Flatey fluttu þau hjón í Rúfeyjar með syni sínum Valdimar, sem fór að búa þar. Ég bjó þá í Hergilsey. Það var á árunum 1935-38, sem Sigurður sendi mér bréf, og fylgdi með því frásögn af einkenniIÉgum fyrirburði, sem fyrir hann hafði borið mörgum árum áður. Sigurði var kunnugt, að á þeim árum safnaði ég eftir getu, frásögnum af ýmsum „yfirskilvitIÉgum“ atburðum, og mun það hafa verið tilefni þess, að hann fór að senda mér þetta. Lét ég síðan plögg þessi inn í bók, sem ég var þá að lesa, eða réttara sagt, var að enda við að lesa. Féllu þau svo í gleymsku. Svo bar við fyrir fáum dögum, að ég tók bók þessa út úr bókaskápnum mínum og duttu þá þessi blöð út úr bókinni. Tók ég mig því til og hreinritaði þau, ef ske kynni, að eitthvert mánaðarritið vildi halda þeim til haga. Læt ég nú Sigurð sÉgja sjálfan frá: „Árið 1910 átti ég heima í Álftafirði við Isafjarðardjúp. Reri ég til fiskjar, þÉgar gaf, með manni sem bjó í næsta húsi við mig, en kona mín var í kaupavinnu. Var ég því einn í húsinu um sumarið. Ég hef verið berdreyminn um dagana, sérstaklÉga þó á yngri árum, því þá mátti heita, að hvern dag dreymdi mig fyrir daglátum. Gæti ég sagt marga slíka drauma, en þeir voru ekki sömu tÉgundar og sá „draumur", sem ég nú ætla að sÉgja frá. Til að girða fyrir misskilning vil ég taka það fram, að ég hafði aldrei heyrt minnst á „sálfarir“, en hafði þó óljósan grun um, að sálin losnaði á einhvem hátt úr líkamsijötrunum, meðan líkaminn svæfi. Það ályktaði ég vÉgna ýmissa drauma, sem mig dreymdi. Fólk á á þeirri tíð, a. m. k. í nágrenni við mig, taldi slíkt bábiljur einar, og var þó fólk engu síður enn yfirleitt trúað á margt „yfirnáttúrlÉgt“, jafnvel drauga og forynjur af ýmsu tagi, og segi ég þetta ekki því til lasts, því þetta var svo sem ekki nema vanalÉgt. 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.