Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Side 61

Heima er bezt - 01.08.2008, Side 61
Svo er það kvöld eitt seint í júlímánuði, að ég kem heim úr róðri. Veðrið var ágætt, aðeins ofurlítill andvari. Ég fór að hátta klukkan um 10 um kvöldið. Ég var þreyttur, en gat þó ekki sofnað, en kenndi til máttleysis í öllum líkamanum fram í fremstu fingurgóma. Ég fann að ég var vakandi, en gat þó hvorki hrært legg né lið. Heyrði ég þó allt, sem fram fór umhverfis mig, heyrði í sólskríkjunni, sem sat á kálgarðsveggnum, heyrði tifíð í klukkunni, sem hékk beint á móti mér á veggnum, og sá vísana hreyfast eftir skífunni ósköp letilega. Sem sagt, ég skynjaði allt seni í kringum mig var, smátt og stórt, en hreyft mig gat ég ekki frekar en dauður maður. Þannig liðu um þrír stundarfjórðungar. Fannst mér þá að einhver væri að nálgast mig, en heyrði þó ekkert þrusk eða neitt þess háttar. Jú, mikið rétt. Hurðin opnaðist hljóðlaust, og inn kom maður, og eftir útliti að dæma virtist mér hann vera um þrítugsaldur. Hann var í smátíglóttum jakkafötum með hatt á höfðinu. Hann staðnæmdist á gólfinu fyrir framan mig og kastaði á mig kveðju. Ég virti hann fyrir mér og fékk þegar góðan þokka á manninum. Andlit hans var góðlegt, og yfír því hvíldi mikill friður og rósemi. Þó var sem í undirvitund minni dyldist einhver kvíði um það, að þessi maður myndi vilja mér eitthvað, sem ég væri ófús að hlýða. Var sem læsi hann hugsanir mínar, því hann sagði: „Vertu ókvíðinn. Erindi mitt er að bjóða þér að koma með mér og litast um á þeim slóðum, sem hugur þinn dvelur oft við.“ Ég svara honum og segist ekki skilja, við hvað hann eigi. Þá segir hann: „Ég ætla að sýna þér fyrirheitna landið, landið sem allir flytja til eftir dauðann." „Það getur ekki átt sér stað,“ segi ég, því þú hlýtur að vita, að það fær enginn að sjá, fyrr en sálin er skilin viö líkamann. Eða ert þú máske dauðinn og sendur til að sækja sál mína?“ „Ekki er það,“ segir hann og brosir. „Engill dauðans lítur allt öðruvísi út.“ „Þá get ég heldur ekki farið með þér,“ mælti ég. „Þú getur það víst,“ segir hann, og ég finn til festunnar í orðum hans og veit, að hér muni engin mótmæli duga. „Ég er ennþá ungur,“ segi ég, „og ég vil ekki deyja.“ Svarar hann þá: „Trúðu mér, þú munt alls ekki deyja, og komdu nú.“ Ég var á báðum áttum. Ég fann með sjálfum mér, að sálin gat yfirgefið líkamann, og sterk löngun greip mig til að fylgja manninum ókunna. Að hinu leytinu var kvíðinn fyrir því, að ef til vill myndi ég ekki rata heim aftur. Allt í einu stóð ég utan við líkama minn og horfði á hann í rúminu, líflausan eins og slytti, augun voru hálfopin, og yfír þeim hvíldi eins og þokukennd móða, annar handleggurinn lá ofan á sænginni, en hinn hékk máttlaus fram af rúmstokknum. „Þá leggjum við af stað,“ sagði maðurinn og gekk út, og ég fylgdi honum eftir. Ég var svo undur léttur á mér, það var eins og ég svifí. Nóttin var björt, en þó var sem hefði hún dregið dularslæðu sína yfír lög og láð. Fjörðurinn lá gljásléttur af logninu. Ekkert hljóð heyrðist. Kyrrð og friður var yfir öllu. Förunautur minn hóf sig nú upp frá jörðinni, og ég fylgdi fast á eftir honum. Allar hreyfíngar voru mér erfiðislausar, og við liðum skáhallt upp í geiminn. Tími og rúm þurrkaðist út úr vitund minni. Jörðin tjarlægðist undratljótt, og loks hvarf hún mér alveg. Við svifum framhjá ótal hnöttum mismunandi stórum, og nú var hugur minn fúllur af þakklæti fyrir allar þær dásemdir, sem ég skynjaði á þessari ferð minni gegnum geiminn. Loks komum við að landi. Ég ætla ekkert að reyna að lýsa því nánar. Það var eins og hvert blóm sem óx þar, hver hlutur sem þar var sjáanlegur, væri hlaðinn óumræðilegum friði og sælu. Þarna var mikill tjöldi fólks á mörgum aldursstigum. Hver einasta persóna bar með sér að líf hennar var friður og gleði, engin sorg, enginn kvíði, aðeins sæluríkur fögnuður. Svona héldum við förunautur minn lengi áfram. Loks komum við að stóru húsi eða musteri. Ég reyni ekki að lýsa þessu dýrlega musteri, því það væri ekki hægt. „Þetta er bústaður Hans, sagði förunautur minn. „Lengra færð þú ekki að fara, og meira en það, sem þú hefur þegar séð, færð þú ekki að sjá. Allt hefur sín takmörk." Nú greip mig áköf löngun til að vera kyrr þama, mig hryllti við að verða nú að hverfa aftur til jarðarinnar, í baslið og fátæktina og til vonbrigða hversdagslífsins. Nei, ég mátti ekki til þess hugsa. Förunautur minn sá, hvað ég hugsaði, því hann sagði: „Ég veit að þú vilt ekki hverfa aftur, en þú verður nú samt að gera það, því enn er þinn tími ekki kominn. Ef þið mennimir breyttuð eftir kenningum Hans, þá mynduð þið fínna minna til erfiðleika hins daglega lífs á jörðinni, því allt illt sem þar fyrirfinnst, er beinlínis sprottið af því, að ykkur vantar kærleikann.“ Og nú héldum við af stað aftur til jarðarinnar fram hjá aragrúa af stjömum og sólum. Loks sá ég litla kúlu á stærð við bolta lengst úti í geimnum. „Hvað er nú þetta?“ spyr ég. „Þetta er nú jörðin ykkar,“ segir förunautur minn. Boltinn smástækkaði fyrir augum mínum, og loks komu í ljós dalir og firðir, og að lokum námum við staðar hjá húsdymnum mínum, en er ég sá að fömnautur minn ætlaði burtu frá mér, varð ég óttasleginn. En þá sagði hann við mig: „Óttastu ekki,“ og um leið hvarf hann mér. Og í sama vetfangi stóð ég við rúmstokkinn minn og horfði á sjálfan mig i rúminu, alveg nákvæmlega í sömu stellingum og ég hafði skilið við mig áður. Og án þess mér væri ljóst, hvemig það gerðist, var ég kominn aftur í minn gamla líkama. Hvílík viðbrigði! Saga Sigurðar er ekki lengri. Ég hef enga ástæðu til að rengja frásögn hans, en hvort hér hefúr verið um verulegar sálfarir að ræða, eða þetta hafi aðeins verið draumur, skal ég engan dóm á leggja. Lýsingin á ferð hans um himingeiminn virðist mér bera talsverðan keim af „Uraníu“ Flammaríons, sem ég tel víst, að Sigurður hafi verið búinn að lesa, áður en þetta kom fyrir hann. Getur svo hver, sem kynni að lesa línur þessar, metið þær eftir eigin geðþótta. HEB1963 $2^ Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.