Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 67
efitir að hann fluttist frá Akranesi. María kona hans lifði hann
í 30 ár. Hún andaðist 1918, og var þá orðin 88 ára.
Eins og áður er fram komið ólst Ami Amason Þorsteinsson
upp til tvítugsaldurs á Efra-Skarði í Svínadal, utan fjögur fyrstu
árin hjá móður sinni, en bjó eftir það alla sína tíð á Akranesi
og var eini afkomandi Þorsteins kaupmanns sem þar tók sér
bólfestu. Hann lærði trésmíði í Reykjavík og varð trésmíða-
og byggingameistari. Kona hans var Margrét, f. 3. 11. 1881-
d. 31. 12. 1964, Finnsdóttir, formanns í Sýmparti á Akranesi,
Gíslasonar.
Ami og Margrét eignuðust fjóra syni. Þeirra elstur var Finnur,
f. 8. jan. 1905 Hann var trésmiður og fetaði í fótspor föður síns
og vann við húsasmíðar. Kona hans var Eygló Gamalíelsdóttir,
fædd í Reykjavík, 23. 9. 1910, en foreldrar hennar fluttu til
Hafnarljarðar er hún var í ffumbemsku og ólst hún þar upp.
Þeirra böm em Ami Grétar Finnsson, hæstaréttarlögmaður, Anna
Sigurbjörg skrifstofumaður og Trausti Gamalíel rafvirki.
Næstur að aldri var Aðalsteinn, f. 2. ágúst 1907. Hann var
múrari að mennt og síðar kaupmaður og starfaði á Akranesi.
Kona hans var Ingibjörg Bjamadóttir, f. á Akranesi 1911. Böm
þeirra eru: Bjami, Helga, Margrét og Aðalsteinn Ingi.
Þriðji bróðirinn var Jón Ágúst, f. 15. jan. 1909. Hann stundaði
ffaman af ævi verslunarstörf á Akranesi, en hóf svo afskipti af
stjómmálum og fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum. Hann
var tvö kjörtímabil forseti bæjarstjómar á Akranesi og kjörinn
var hann alþingismaður Borgfirðinga árið 1959 og sama ár,
vegna nýrrar kjördæmaskipunar, í haustkosningum þingmaður
fyrir Vestlendinga og sat á Alþingi í hálfan annan áratug. Kona
hans var Ragnheiður Þórðardóttir, Ásmundssonar kaupmanns
á Akranesi. Böm þeirra em: Emelía, Þorsteinn, Margrét og
Petrea Ingibjörg.
Fjórði bróðirinn var Láms, f. 17. nóv. 1910. Lárus varmálari
og starfaði á Akranesi eins og hinir bræður hans. Hann var
tvígiftur. Síðari kona hans var Þórunn Bjamadóttir frá Vigur.
Þeirra sonur er Bjami Lámsson.
Sigríður Loftsdóttir, f. 1. júlí 1879. Hún var dóttir Lofts
Oddssonar vinnumanns í Galtarholti, en vartekin til fósturs að
Meðalfelli í Kjós og mun hafa alist þar upp. Sigríður eignaðist
tvö böm:
a) Þóru, f. .23. 12 1902, Höskuldsdóttur, Guðmundssonar,
ættuðum úr Rangárþingi, og var hún barn hennar fyrir
hjónaband, og
b) Axel, f. 23. 3. 1911, eignaðist hún með manni sínum,
Eyjólfi Eyjólfssyni bónda í Saurbæ á Kjalarnesi. Axel byggði
nýbýlið Dalsmynni í Saurbæjarlandi árið 1931 og bjó þar
til 1934. Hann var við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri
veturinn 1932 - 33. Lærði trésmíði hjá Áma móðurbróður
sínum og lauk námi 1935. Var húsgagnasmiður á Akranesi
1935-47, en flutti þá starfsemina til Reykjavíkur og stofnaði
húsgagnaverslun Axels Eyjólfssonar sem síðar varð Axis
húsgögn ehf., Smiðjuvegi 9 í Kópavogi. Axel kvæntist
Huldu, f. 28. 10. 1912, Ásgeirsdóttur, sjómanns á Bíldudal
Ásgeirssonar, þau skildu, en eignuðust flögur böm: Jakobínu,
Eyjólf, Þórð (látinn) og Sigríði.
Þóra dóttir Sigríðar og Höskulds eignaðist tvær dætur með Jóni
Eiríkssyni ffá Efri-Tungu í Örlygshöfh í Patreksfirði: Ragnheiði
Sigríði, f. 18. 7. 1927, búsett að Sæviðarsundi 76, Reykjavík,
- maður hennar er Björgvin Kristófersson rafvirkjameistari, f.
20. 3. 1928, þeirra sonur er Ólafur, er býr að Barðavogi 19 í
Reykjavík, f. 10.11. 1961 - og Sigrúnu Kristínu, f. 27.9. 1928,
en hún andaðist 1933 á sjötta ári aldurs síns. Son eignaðist Þóra
með Axel Ólafssyni er alinn var upp í Saurbæ á Kjalamesi.
Sonurþeirra Axels og Þóm er Sigurður Rúnar Axelsson, fæddur
3. mars 1935. Hann er búsettur í Danmörku.
b) Einar Jóhannesson Hansen (1845 -1921)
var elsti sonur Jóhannesar Wilhems Hansen. Einar kvæntist
Jensínu Ólínu Ámadóttur frá Jóffíðarstöðum. Þau bjuggu allan
sinn búskap við Strandgötuna, lengst í Jóhannesarhúsi, en í
þeirra tíð var Jóhannesarhús lagt af og í staðinn byggt húsið
sem varð Strandgata 19. Bjuggu þau síðan í nýja húsinu til
dauðadags. I tíð sona þeirra, Jóhannesar Wilhelms, sjómanns,
og Jóns G. Þ. .(Guðmundar Þorsteins), verkstjóra var húsið
stækkað, eins og áður segir, árið 1921, en það var sama árið
og faðir þeirra andaðist.
Viðbyggingin austan við húsið var reist 1926. Hún var
sameiginlegt verkefni Jóns G. Þ. Einarssonar og Gísla
Sigurgeirssonar sem þá var fluttur í húsið ásamt konu sinni,
Jensínu Egilsdóttur, sem var systurdóttir Jóns; bjuggu þau Gísli
og Jensína í fyrstu í sambýli við þau mæðgin, Jón og Jensínu
Ólínu, en ekki var það lengi því að Jensína Ólína dó 28. júní
1925.
Jensína Ólína var fædd 28. mars 1852. Hún var dóttir
Áma Jónssonar, bónda á Jóffíðarstöðum og verslunarmanns í
Hafnarfirði, og Agnesar Steindórsdóttur. Steindór, faðir Agnesar,
var fæddur 1776. Hann tók upp nafnið Waage, var stúdent að
menntun og skipherra í Hafnarfirði (skipstjóri). Kona hans
var Anna Katrín Welding. Steindór var sonur Rannveigar
Filippusdóttur og fyrri manns hennar, Jóns Halldórssonar
lögréttumanns í Nesi í Selvogi, en seinni maður Rannveigar
var Bjami riddari Sívertsen.
Föðurafi Jensínu Ólínu Ámadóttur var Jón, síðast prestur í
Amarbæli í Ölfusi (1784-1859). Hann var Matthíasson. Séra
Jón eignaðist níu böm. Þeirra á meðal vom séra Páll í Amarbæli,
Matthías verslunarstjóri í Reykjavík, Guðlaugur bóndi í Öxney og
Ámi, faðir Jensínu Ólínu, bóndi á Jóffíðarstöðum og kaupmaður
í Hafnarfirði. Ámi var sá fyrsti sem tók upp nafhið Matthíasson
og ritaði það að dönskum hætti, Mathiesen, og hefur þá að
líkindum haft í huga nafh afa síns, Matthíasar stúdents á Eyri
í Seyðisfirði, föður séra Jóns í Amarbæli.
Einar Jóhannesson Hansen andaðist snemma árs 1921 og
var hann sá fyrsti
sem jarðaður var í kirkjugarðinum á Öldum. Áður höfðu
Hafnfirðingar verið jarðaðir í Garðakirkjugarði. Böm þeirra
Einars Jóhannessonar Hansen og Jensínu Ólínu Ámadóttur
vom samkvæmt manntali 1901:
1) Jóhannes Wilhelm,
2) Jón Guðmundur Þorsteinn,
3) Þórunn,
4) Guðrún.
Heima er bezt 355