Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 70

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 70
Fjölskyldumynd, tekin um aldamótin 1900 við hirð Játvarðs VII. og Alexöndru drottningar. I fremri röð, sitjandi, sjást María, hertogynja af Jórvík (með Játvarð prins af Jórvík, síðar hertoga afWindsor), Alexandra drottning (með Henry prins, síðar hertoga af Gloucester) og Játvarður konungur VII. Hertoginn af Jórvík, síðar Georg V. konungur, stendur bak við eiginkonu sína og móður. Aðrir á myndinni eru ekki nafngreindir. Örnólfur Thorlacius BEÐMAL OG STJÓRNMÁL Pólitíkin á bak við afsögn Játvarðs áttunda r I júníhefti þessa tímarits nú í ár er r fróðleg grein eftir Olaf Ragnarsson um sambandþeirra Wallis Simpson og Játvarðs áttunda Bretakonungs, sem varð til þess að konungur afsalaði sér krúnunni til að ganga að eiga þessa tvífráskildu bandarísku konu. Þar er skilmerkilega greint frá ýmsu er varðar einkahagi þeirra hjóna. En rétt eins og ástin, geta stjórnmálin verið máttugt afl, og hér verður þess freistað að bregða Ijósi á hvernig þau Jléttuðust inn í þessa atburðarás. Sagan gerist í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar og í stríðinu sjálfu og mörg gögn sem hana varða eru enn falin í leyndarskjölum ýmissa þjóða. Louise Ellman, þingkona fyrir Liverpool á breska þinginu, fór til dæmis fram á það í júní 2002 að öll bresk skjöl varðandi samskipti Játvarðs við nasista yrðu gerð opinber. Ekki veit ég um viðbrögðin en margt er enn að koma upp úr ýmsum leyniþjónustuskúffum þótt annað liggi þar eflaust óhreyft. Edward Albert Christian George Andrew Patrick David, sem hér verður að íslenskum sið nefndur Játvarður, fæddist í Lundúnum fyrir rúmum 114 ámm, hinn 23. júní 1894. Hann var elsti sonur hertogahjónanna af Jórvík, Maríu og Georgs, sem síðar varö Georg fimmti Bretakonungur. Sagt er að Játvarður hafi verið efiirlætisbarnabarnabarn Viktoríu drottningar, sem stýrði breska heimsveldinu þar til hann var átta ára. Krónprins af Wales Á árunum 1911 til 1936 bar Játvarðursem krónprins titilinn prins af Wales. Hann átti það til að tala opinberlega gegn yfirlýstri stefnu bresku ríkisstjómarinnar og lét stundum frá sér upplýsingar sem snertu trúnaðarmál. Á fundi með prinsinum 1934 undraðist ambassador Austurríkis, Albert Mensdorff, til dæmis opinskáa aðdáum hans á Hitler, þar sem Játvarður spáði því meðal annars að Bretar og Þjóðveijar myndu taka höndum saman gegn ógninni af kommúnismanum. 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.