Heima er bezt - 01.08.2008, Page 80
sýndi enga miðun, og dýptarmælirinn
virkaði ekki heldur. Þar sem ekki var
landsýn og skyggni afar slæmt vildi
skipstjórinn reyna að ná upplýsingum
frá þeim þýska, ef hann vissi hvar við
værum staddir.
Þegar ég kom út úr klefanum sá ég
aldeilis vegsummerki eftir læti nætur-
innar. Það var eins og einhver risahendi
hefði gripið í hornið á bátadekkinu við
hliðina á klefanum og brett upp á það.
Röragrindin var í kuðli og tveggja tommu
borðin í dekkinu brotin eins og eldspítur
og stóðu brotin í allar áttir. Nú þurfti ég
ekki að fara ofan á dekk til að komast
í brúna, enda það ekki árennilegt, ég
gat farið „keisinn“.
I brúnni höfðu brotnað tvær eða þrjár
rúður en það var búið að negla fyrir
þær.
Eg fór nú að reyna að ná sambandi
við togarann, en það gekk ekki vel.
Hann sást aldrei lengi í einu svo að ég
var nú ekki búinn að stafa marga stafí
þegar hann var horfínn sjónum.
I eitt skiptið vorum við staddir uppi á
báru og togarinn í öldudal en eina öldu
bar á milli. Þá hvarf hann svo gersamlega
að það vottaði ekki íyrir möstrunum upp
undan bárunni. Þetta varð því að gefa
upp á bátinn. Síðan var bara „slóað“ í
áttina að landinu.
Veðrið fór heldur skánandi og einhvem
Austin 7 saloon, árgerð 1933
Aiístin
„T-módel“ Bretanna
Austin 7 var gæðabíll sem framleiddur var á árabilinu
1922-1939 í Bretlandi af Austin Motor Company
verksmiðjunum. Hann var langvinsælasta bílategundin
sem þeir framleiddu og nánast þurrkaði út smábíla framleiðslu
helstu keppinauta sinna í Bretlandi á öðrum áratugi síöustu
aldar. Ahrif hans á breska bílamarkaðinn voru svipuð og
gerðist með T módelið hjá Ford í Bandaríkjunum. Svo
fór að bíllinn var líka framleiddur með sérstöku leyfi frá
verksmiöjunum hjá öðrum fyrirtækjum vítt og breitt um
heiminn. Fyrstu gerðir BMW bílanna voru framleiddar
samkvæmt framleiðsluleyfi frá Austin 7, og þannig var þaö
líka með bandarísku Austin bílana. í Frakklandi voru þeir
fyrst seldir undir nafninu Rosengarts og í Japan notuðu Nissan
verksmiöjurnar hönnun bílsins fyrir sínar fyrstu tegundir þó
svo að þær hefðu ekki fengið leyfi til þess.
Eftir seinni heimsstyrjöldina var Qöldinn allur af
368 Heima er bezt