Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Page 82

Heima er bezt - 01.08.2008, Page 82
Geirmundur heljarskinn Hjörsson Landnámsmaður á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd Við emm stödd á Vesturlandi og förum eftir hringveginum upp eftir Norðurárdal. Hjá bænum Dalsmynni beygjum við til vinstri og höldum síðan eftir Vestíjarðavegi um Bröttubrekku, sunnan Baulu, og komum aftur til byggða í Miðdölum í Dalasýslu Þaðan liggur leiðin þvert yfir Haukadal og Laxárdal þar til við komum í kauptúnið Búðardal. Eftir nokkurn stans þar höldum við áfram um Hvammssveit og hinum þrönga Svínadal, þar til við komum niður í Saurbæ, en svo heitir grösug sveit sunnan Gilsijarðar. Skammt frá bænum Staðarhóli hverfum við af Vestfjarðavegi og höldum til vinstri eftir vegi þeim sem liggur út eftir Skarðsströnd. A þeirri leið höfum við fjöll og dali á vinstri hönd og til hægri liggur Breiðafjörður með sínum mörgu eyjum, en handan sjávarins rísa í íjarlægð fjöllin á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Eftir talsvert langa ferð út eftir ströndinni komum við að kirkjustaðnum og höfuðbólinu Skarði sem stendur þar á vel grónum og blómskrýddum hjalla undir dálitlu felli en neðan við hjallann teygir sig síðan sléttlendi til sjávar og þar er bóndabýlið Geirmundarstaðir. Stórbýlið Skarð hefúr verið mikill sögustaður um aldaraðir og þar hafa setið voldugir höfðingjar eins og þau Björn Þorleifsson og Ólöf ríka Loffsdóttir á 15. öld, svo að einhverjir séu nefndir. En það merkilegasta við Skarð er þó það að þar hefur sama ættin búið frá því í byrjun 12. aldar og ef til vill frá upphafi byggðar á þessum slóðum. Við vitum að upp úr 1100 býr þar Húnbogi Þorgilsson, bróðir Ara fróða, og síðan hafa jafnan búið þar niðjar Húnboga. Þá getur Húnbogi þessi líka vel verið afkomandi landnámsmannsins Geirmundar heljarskinns, sem fyrstur manna festi þama byggð. Hafi svo verið, þá hefur sama ættin búið í Skarði frá upphafi vega. Geirmundur heljarskinn var norskur að uppruna. Faðir hans var Hjör konungur á Rogalandi. Hjör þessi fór í herferð til Bjarmalands, nyrst í Noregi og tók þar herfangi Ljúvínu, dóttur Bjarmakonungs. Varð hún drottning hans og settust þau að í ríki hans á Rogalandi. En þetta var á víkingaöld og því fór Hjör fljótlega aftur í hemað á Ijarlægum slóðum. Meðan hann var burtu varð Ljúvína léttari og fæddi tvíbura sem nefndir voru Geirmundur og Hámundur. Þegar við fæðingu þóttu drengir þessir miklir vexti, dökkir yfirlitum og furðulega ljótir. Ljúvínu drottningu leist illa á þessa syni sína. Um sama leyti og tvíburamir fæddust ól ambátt drottningar einnig son, sem fékk nafnið Leifur. Sá drengur var bjartur yfirlitum og fríður sýnum.. Af þeim sökum hafði drottning skipti á börnum og eignaði sér Leif, en lét ambáttina hafa þá Geirmund og Hámund. Þegar svo Hjör konungur kom heim, leist honum illa á drenginn Leif og taldi hann lítilmannlegan. Næst þegar konungur fór í hemað, bauð drottningin Braga skáldi til sín og bað hann kanna hvers hann yrði áskynja um drengi þessa við hirðina, sem þá vom orðnir þriggja vetra. Hún lét hann vera einan í stofu með strákunum, en faldi sig þar nálægt svo að hún heyrði hvað fram fór. Bragi skáld kvað þá vísu, þar sem fram kom að hann teldi Geirmund og Hámund vera konungssyni og að drottning hefði ekki fætt af sér drenginn Leif, sem væri þrælborinn. Þannig komst allt upp og drottning skipti aftur á drengjunum við ambáttina. Þegar svo Hjör konungur kom heim leiddi hún Geirmund og Hámund fyrir hann og sagði þá vera syni hans. Hann leit á þá og viðurkenndi þá sem eigin syni, en sagði um leið að slík heljarskinn sem þá, hefði hann ei fyrr augum litið. En upp frá þessu ólust þeir upp sem synir konungs og urðu miklir efnismenn, en viðumefnið heljarskinn fylgdi þeim æ síðan. Þegar bræður þessir höfðu aldur til fóm þeir í hemað í vesturvegi og höfðu mikinn skipaflota. Geirmundur varð herkonungur og jafnframt átti hann ríki á Rogalandi. Svo var eitt sinn er hann kom heim eftir langa útivist að þá hafði Haraldur konungur hárfagri unnið sigur í stórormstu í Hafursfirði og lagt undir sig ríki manna og þar á meðal 370 Heima erbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.