Heima er bezt - 01.08.2008, Blaðsíða 84
Álfheiður Bjarnadóttir
Þegar
grætur
Inga og Smári höfðu brugðið sér upp í risíbúðina til að
snyrta sig og skipta um föt áður en þau bæru það síðasta
á borð. Það var því enginn í búrinu þegar bakdyrahurðin
opnaðist og inn kom hávaxin manneskja klædd í svart frá
hvirfli til ilja. Á höfðinu hafði hún svarta lambhúshettu.
Flóttaleg læddist hún inn og lét dymar út í náttmyrkrið standa
opnar. Úr skjóðu sinni dró hún flösku með glærum vökva og
með ógeðfelldum en niðurbældum hlátri, hellti hún innihaldi
flöskunnar út í salatfötuna og hrærði rösklega í.
„Verði nú öllum að góðu,“ tautaði svartklædda manneskjan,
tróð flöskunni ofan í ruslapoka sem stóð opinn á gólfinu,
hálffullur af tómum dósum og umbúðum.
„Það fer engin að gá í ruslið,“ hugsaði hún. Það heyrðist
umgangur, svo hún tók viðbragð og hentist út um dymar
svo hurðin skall á eftir henni.
„Smári, hvernig stendur á þessu?“ sagði Inga
áhyggjufull.
„Hvað?“
„Mér finnst salatið allt í einu svo þunnt.“
„Já, það er kannski í þynnra lagi. Heyrðu við eigum
meiri fyllingu. Svona er það miklu betra. Drífúm nú þetta
á borðið.“
Fólk tók vel til matar síns og það gekk ánægjulega á
réttina. Það voru allir að verða vel saddir og hreifir
af plastbalablöndunni, þegar Gústa Gabríels birtist í
stofudyrunum.
„Afsakið hvað ég kem seint, ég tafðist af óviðráðanlegum
orsökum,“ sagði hún og hló. Grænu augun glömpuðu
ískyggilega. Það sló hálfgerðri þögn á fólkið. Það kom á
óvart að sjá Gústu birtast svona allt í einu. Andrea færði
sig ósjálfrátt nær næsta manni, sem var Ómar og hann tók
ósjálfrátt utan um hana, eins og í vamarskyni.
„Jæja, það er mikið að þú kemur, ætlaðir þú að missa af
fjörinu eða hvað,“ sagði nú Úlli. Andrea sté eitt skref áfram.
Hún var föl en stillileg. Hún varð að vera hin fullkomna
372 Heima er bezt