Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 86

Heima er bezt - 01.08.2008, Síða 86
belti eins og hún sjálf og fannst sú hugsun ógeðfelld ef þaraa væri um hálfsystkini hennar að ræða. Tíminn leið. Andrea hafði sagt manni sínum allt af létta um viðskipti Gústu og fbður síns. Hann virtist ekkert verða hissa, svo sennilega var hann búin að heyra Gústu útgáfu af sögunni, hver sem hún var. Frekar fannst Andreu Úlli draga taum Gústu og bera í bætifláka fyrir hana, með ósmekklegum athugasemdum, eins og: „Hann hefur nú ekki haldið að þessi kvöldstund hefði eftirköst, karlinn.“ „Aumingja Gústa að láta draga sig svona á tálar og standa svo uppi alein. Hún verður nú að fá einhverja meiri íjárhagsaðstoð en rétt og slétt meðlag.“ Þá skildi Andrea hvað klukkan sló og hugsaði að Gústa ætlaði laglega að nota Úlla til að fá peningagræðgi sinni fullnægt. En það var nú ekki víst að henni yrði kápan úr því klæðinu, þó henni tækist að heilaþvo Úlfljót Hermannsson. Úlli var farinn að taka upp sína fýrri siði að skvetta í sig um helgar og dandalast hér og þar ef tækifæri bauðst. Andreu leiddist þetta oft því hún sat þá alein heima. Ekki nennti hún að fara meö honum því hún var ekkert fyrir stanslaus partí og enn minna fyrir víndrykkju. Svo kærði Úlli ábyggilega ekkert um nærvera hennar. Kvöldin urðu henni ansi oft löng þó hún reyndi að stytta þau með handavinnu eða að horfa á einhverja skemmtilega spólu af myndbandaleigunni. Verstar voru allar hugsanimar sem sóttu að henni og stundum fannst henni lukkuhjólið vera farið að snúast í öfuga átt við það sem hún hafði haldið, nýgift. Það var ískyggilegt hvað maðurinn hennar var að breytast í framkomu. Andrea eignaðist enga nána kunningja nema þá helst læknishjónin. Marta var alltaf að biðja hana að líta inn en hún kom sér ekki að því. Það kom stundum fyrir að Omar kíkti til hennar og stytti henni stundir. Henni fannst þeir vinimir hafa fjarlægst hvor annan, en þá kom henni til hugar að það liti nú ekki vel út í augum blaðurskjóðanna í þorpinu að Ómar væri að heimsækja hana þegar Úlli væri ekki heima. Hún hafði þá haft orð á því við Ómar, en hann hafði bara skellihlegið og sagt að svo lengi sem þau hefðu hreina samvisku mætti þeim vera alveg sama hvað kerlingamar blöðruðu. Þær væru aldrei í rónni hvort eð væri, nema hafa eitthvað milli tannanna. Andreu var þetta samt lítil huggun. 11. kafli Eitt laugardagskvöld var svo haldið ball í félagsheimilinu. Úlfljótur Hermannsson var að tygja sig af stað, búinn að taka tappa úr flösku og uppveðraður af tilhlökkun. Ekki hafði hann spurt Andreu hvort hún vildi koma líka og hún hefði heldur ekki haft geð í sér til að fara. Hún var ekki orðin neitt áberandi sver og hún vissi að það voru margar konur sem kíktu með mönnunum sínum á böllin, þó þær væra ófrískar. Nei, það var ekki það. Hún var bara særð og leið. Úlli var augljóslega ekki það valmenni sem hún hafði haldið og ekki leit út fyrir að hann langaði neitt til að styðja hana í blíðu og stríðu, eins og hann hafði lofað á brúðkaupsdeginum þeirra. Hann var farin að minnast grunsamlega oft á Gústu Gabríels og það var eins og hann nyti þess að vera með samúðarhjal á vörunum um hvað hún ætti bágt í þessu ástandi. Andrea hafði eitt sinn fokreiðst og hreytt út úr sér við slíkt tækifæri að það þyrfti varla að vorkenna svona óskaplega manneskju sem væri með margfalt kaup fyrir nær enga vinnu og ætti aðdáendur eins og hann og Kela á Kríunni. Þeir héldu ekki vatni né vindi fyrir áhyggjum af óléttunni á Gústu, sem hlypi slefandi í eyru allra sem heyra vildu um hvað örlögin hefðu leikið hana grátt og tekið frá henni manninn sem hefði verið búinn að lofa henni og baminu ófædda gulli og grænum skógum. Það vildi nú bara svo til að þessum manni hafði hún komið í gröfina með ósvífiium kröfum og kúgunum og sem hún héti Andrea Bjömsdóttir skyldi hún einhvem tíma sanna að svo hefði verið. Hún væri viss um að pabbi hennar ætti ekki blóðdropa í þessu bami. Þeir Keli væru báðir miklu líklegri feður, en minna af þeim að hafa. Andrea hafði nefnilega nýverið heyrt á tal tveggja kvenna í Björnsvali. Þær höfðu ekki áttað sig á því að hún stóð nákvæmlega hinumegin við vörurekka og hlustaði af alefli hvernig þær létu gamminn geysa. Það var mjög sjaldan að hún fékk nokkur sýnishom af umræðunni í búðinni. Þær vom fljótar að þagna konurnar þegar þær sáu hana og fóru þá að spjalla um allt aðra hluti meðan þær brostu til hennar þvílíkum fleðubrosum að það hálfa hefði verið nóg. Eftir að hafa heyrt þetta gerði hún sér glögga mynd af ástandinu. Þegar Andrea var búin að ausa úr skálum reiði sinnar aldrei þessu vant, hljóp hún grátandi inn í svefnherbergi og læsti á eftir sér. Samt fannst henni alveg frábært að hafa kjark til að segja meiningu sína, hún var þá ekki alveg orðin undirokuð rola, eins og henni fannst stundum. Úlli hafði sofið í gestaherberginu um nóttina og verið þögull og vonskulegur í marga daga á eftir. Nú hafði sem sagt skapið stigið um margar gráður og þegar dyrasíminn hringdi rauk hann fram og fagnaði gestunum hástemmdur. Andrea kom fram eins og húsmóður sæmdi, en rak í rogastans þegar hún sá komufólk, sem vom Gústa Gabríels, bróðir hennar Jósúa, kallaður Jossi, tveir hengilmænulegir strákar sem Andrea kannaðist ekkert við, Keli á Kríunni, með rauða hárið vandlega klesst í sinni vanalegu brilljantín greiðslu og Ómar, sem var hálf vandræðalegur á svipinn. Karlmennimir heilsuðu glaðlega en Gústa strunsaði inn í stofuna óboðin og var sest þar og farin að reykja þegar íylgdarsveinamir þokuðust inn úr dyranum. Andrea sneri við fram í eldhús. Hún gat ekki hugsað heila hugsun fyrir undrun og bræði. Ekki vissi hún hvort hún fyrirleit meira, Úlla eða Gústu. Ómar kom fram og settist þegjandi á móti henni við eldhúsborðið. „Andrea,“ byrjaði hann, „ég hafði ekki hugmynd um að þau væru öll að fara til ykkar, þegar ég hitti þau héma á götunni. Ég ætlaði bara að kíkja inn upp á gamlan kunningsskap." Andreu létti við að sjá að Ómar var ódmkkinn og að hann hafði ekki verið með í ráðum um þessa óskemmtilegu heimsókn. 374 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.