Heima er bezt - 01.08.2008, Page 91
14. kafli
Úlfljótur Hermannsson var með sjálfum sér farinn að sáriðrast
þess að hafa nokkum tíma hleypt Gústu inn fyrir dyr. Hann
hafði aldrei orðið fyrir öðru eins ofríki af nokkurri manneskju
eins og vinkonu sinni Gústu. Hann var nú farinn að sjá
að það var allt annað að hafa hana fyrir skemmtana og
drykkjufélaga en að búa með henni. Hann var eiginlega ekki
alveg klár á af hverju hann var að skipta sér svona mikið
afþessu í upphafí.
Svo saknaði hann konunnar sinnar, það var nú sannleikurinn.
Það var nú um síðir farið að verða Úlfljóti Hermannssyni
ljóst, að hann hafði gert mikið glappaskot og komið fram
eins og sambland af fanti og vesaling. Það var stór biti að
kyngja fyrir hann, enda passaði hann sig á að viðurkenna
aldrei hugsanir sínar fyrir nokkrum manni. Það versta var að
nú var alltof seint að snúa við og reyna að bæta fyrir gerðir
sínar. Andrea myndi aldrei líta hann réttu auga og Gústa
myndi drepa hann ef hún fyndi á honum þessi veikleikamerki.
Honum vom allar bjargir bannaðar og þá var bara best að
halda áfram að vera hiklaus og svalur náungi, sem léti ekkert
á sig fá. Svo var hann farið að kvíða fyrir að koma upp í
hjónarúm á kvöldin, það var ekkert aðlaðandi lengur.
Það var Ómar sem hafði vakið athygli Andreu á að fá
síma upp í risið og útvegaði hann fljótlega. Hann vissi að
Úlli myndi ekki sjá sóma sinn í að aðstoða Andreu neitt.
Hann virtist algjörlega heillum horfínn maðurinn. Hvílík
ógæfa, hugsaði Ómar, að flæma frá sér indælustu stúlkuna
sem hann gat fengið, allt fyrir ístöðuleysi og vesalmennsku
og áhrif af gjörspilltum hugsunarhætti Gústu.
Ómari duldist ekki að hans eigin tilfínningar til Andreu
voru meira en vinsemd. Þær lágu miklu dýpra og höfðu
sennilega gert frá því hann sá hana fyrst. Hann hafði bara
aldrei leyft sér að hugsa slíkt fyrr en nú nýlega.
Gústa var orðin tvíbreið en ekki virtist það aftra henni
frá því að gera allt sem hana langaði til. Hún geystist á böll
á eftir Úlla og dansaði með bægslagangi og látum, ein ef
henni var ekki boðið upp, sem var nú æ sjaldgæfara. Hún
drakk og reykti og virtist ekki verða meint af neinu og láta
almenningsálitið ekki á sig fá frekar en venjulega.
Marta móðir hennar átti margar andvökunætumar af áhyggjum
vegna dóttur sinnar en hafði þó haft sig í að heimsækja hana
í fáein skipti. Gústa hlustaði hvorki á bænir né umvandanir.
Bað móður sína blessaða að láta ekki svona. Hún lifði sínu
lífí og ekki orð um það meir.
Marta gafst upp. Gabríel gamli harðbannaði konu sinni
að fara í fleiri heimsóknir til Gústu. Hún væri alltaf svo
eyðilögð þegar hún kæmi heim og stelpan ntyndi leggja
hana í rúmið fyrir rest. Marta hafði mikið hugsað til Andreu
í öllu þessu umróti. Hún velti því fyrir sér hvort hún ætti
ekki að líta til hennar, rétt til að gá hvernig henni liði. Hana
tók sárt til þess að vita að hennar eigin dóttir hefði orðið
spillingarvaldur í lífi Andreu.
Svo var það einn daginn, þegar hún vissi að Gústa var í
búðinni, að hún tók á sig rögg og fór að heimsækja Andreu
Bjömsdóttur.
Mörtu brá í brún þegar hún sá ungu konuna. Þó hún væri
ekki hjúkrunarlærð duldist henni ekki að Andrea var veik.
Þrútin af bjúgi, náföl og titrandi. Það sem fyrst kom í huga
Mörtu var, „blessað bam“ og breiddi út faðminn. Andrea
gekk eins og svefngengill inn í arma Mörtu og fannst eins
og þetta væri Berta sem væri komin að hjálpa henni. Marta
studdi Andreu inn í stofuna og lét hana setjast í sófann hjá
sér, með handleggina utanum hana, sat hún hljóð og lét
Andreu gráta út vanlíðan sína og sársauka.
„Eg hefði átt að koma fyrr,“ hugsaði hún. „Stúlkan þarf
að komast strax til þeirra á heilsugæslunni. Hún má ekki
vera ein lengur.“
„Eg er svo fegin að þú komst,“ stundi Andrea upp. „Ég
var svo ein og mér er búið að líða svo ömurlega."
Hún stundi allt í einu af sársauka og reyndi að hnipra
sig sanran. „Ég held það sé komið að því,“ sagði hún og
reyndi að brosa og stóð upp með erfiðismunum. í sama bili
streymdi legvatnið niður fótleggi hennar og myndaði stóran
blett á gólfteppinu.
„Leggstu fyrir vinan,“ sagði Marta og studdi hana inn í
rúmið, svo flýtti hún sér í símann. Hún hringdi í Ingveldi
ljósmóður.
„Hvemig kemst hún til okkar?“ spurði Ingveldur.
„Það veit ég ekki,“ sagði Marta ráðalaus.
„Hringdu í Ómar,“ stundi Andrea. „Hann lofaði að keyra
mig þegar að þessu kæmi.“
Ómar keyrði í ofboði heim til Andreu og innan skamms
var hún komin í öruggar hendur Ingveldar Ijósu.
Dagur leið að kvöldi. Andrea var með vægar hríðir en
leið mjög illa. Henni fannst hún aldrei hafa verið eins ein
og hrædd. A svona stundu hefði verið gott að hafa einhvem
til að halda í höndina á. Samt hafði hún harðneitað beiðni
Ómars um að vera hjá henni. Henni var ætlað að ganga ein
í gegn um þetta og þá skyldi svo vera.
„Reyndu að slaka á,“ sagði Ingveldur. „Þetta gengur
vísast hægt úr því legvatnið er farið. Fyrsta fæðing er oft
langdregin.“
Andreu var lítil huggun í að heyra þetta. Hún gat hvorki
sofnað né verið afslöppuð. Sársaukinn reif og sleit líkama
hennar og bakið á henni var eins og það væri að brotna í
sundur. Ógleðin var svo mikil að hún kúgaðist með stuttu
millibili. Það var enga hvíld að fá.
Ómar hafði hringt tvisvar um kvöldið til að fá fréttir og
bað um að hann yrði strax látinn vita þegar fæðingin væri
afstaðin. Ingveldur lofaði því og hugsaði sitt.
I rauða húsinu var neðri hæðin uppljómuð um miðnættið, þó
björt vomótt væri. Gústa hafði fengið eitt bræðikastið þegar hún
frétti að móðir hennar heföi heimsótt Andreu. Hún bölsótaðist
yfir þessari afskiptasemi. Móðir hennar var búin að gera hana
að algjöru athlægi í þorpinu. Hún sá fyrir sér kerlingamar þegar
þær hittust í Bjömsvali. Þær myndu ekki tala um annað en
Mörtu meðhjálparans, sem gengi á milli hæða í húsinu til að
biðja Guð að blessa bumbumar á henni og Andreu fíflinu.
Heima er bezt 379