Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 18

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 18
18 LÆKNANEMINN cytosis hjá sínum sjúklingum og fá magasár. Hann segir, að sama gildi um oxyphenbutazon (Tander- il) og monophenylbutazon (Mon- asan), en þessi afbrigði af phen- ylbutazon verka heldur vægar og eru því samsvarandi skammtar 300—400 mg á sólarhring. Indomethacin (Indocid) er nýtt gigtarlyf (indolsamband). Verkun er svipuð, þótt það sé óskylt hinum gigtarlyfjunum. Þegar fyrstu fréttir bárust af þessu lyfi 1962-— ’63 var það talið fremra phenyl- butazoni og cortisoni a.m.k. í rann- sóknarstofutilraunum. Síðan 1964 hefur fengizt nokkur reynsla, þótt enn sé of snemmt að kveða upp dóm um gildi þess. Samanburðar- rannsóknir hafa verið gerðar og hafa m.a. sýnt, að 50 mg Indo- methacin hafasömuverkjastillandi áhrif og 600 mg Aspirin (Rheum- atism Rewiev, 1966). Menn eru sammála um, að það verki sér- lega vel á þvagsýrugigt og spond- ylitis ankylopoietica og jafnvel arthrosur. Aftur á móti ber rann- sóknum ekki saman um áhrif þess á A.R., og síðustu rannsóknir benda til, að það hafi litla eða enga kosti fram yfir Asprin (01- hagen, 1967). Því verður þó ekki á móti mælt, að mörg sláandi dæmi höfum við séð um góð áhrif þessa lyfs á A. R. Hér virðist a.m.k. um allgott lyf að ræða fyrir þá sjúklinga, sem ekki þola Aspirin, eða áhrifin eru ófullnægjandi. Aukaverkanir eru algengar við stóra skammta (300 mg), höfuð- verkur, ógleði, verkir í epigastrii og niðurgangur. Minni skammtar þolast mun betur, og eru áðurnefnd óþægindi sjaldgæf við skammta minni en 100 mg á sólarhring. Magasár og blæðingar hafa kom- ið fyrir. Lýst hefur verið alvarlegri gulu við indomethacin gjöf. Útbrot koma sjaldan fyrir. Örfáum thrombocytopenium hefur verið lýst, en ekki agranuloytosis enn. Hér á lyflæknisdeild Landspít- alans höfum við undanfarið not- að indomethacin mikið í stað Aspirins til þess að öðlast einhverja reynslu í meðferð þessa nýja lyfs. Það virðist oft geta kom- ið í staðinn fyrir salicylmeðferð, en ekki þó alltaf. Stundum er gott að gefa þessi lyf saman. Af lestri greina um þessi efni virðist ekki tilhneiging til að skipta á Aspirini og indomethacini sem grundvallar- lyfi við A.R., þó er sjálfsagt að reyna indomethacin á undan phen- ylbutazon-lyfjum vegna minni aukaverkana. Þá er bezt að byrja með litla skammta, t. d. 25 mg tvisvar á dag og gefa helzt ekki meira en 100 mg á sólarhring. Gefa skal lyfið með mat og jafnvel með antacida. Auk salycilgjafar hefur okkur reynzt vel að gefa Indocid- stikkpillu á kvöldin 50—100 mg. Hingað til hefur verið rætt um hin eiginlegu analgetica, en nú mun ég víkja að þeim tveimur lyfjum, sem talin eru hafa stöðvandi áhrif á sjálfan sjúkdóminn. Þau eru: Klórókin og gull. Mýralcöldulyf (Klórókin): Þau lyf af þessum flokki, sem notuð eru við A.R., eru klórókin-fosfat (m.a. Avlochlor) og hydroxklórókin (Plaquenil). Þessi meðferð hefur verið notuð í auknum mæli síðan 1951, fyrst og fremst við L.E.D., og einnig við A.R. Margar saman- burðarrannsóknir hafa leitt í ljós bólgueyðandi áhrif þessara lyfja á A.R. sjúklinga, (Med. Clin. N. Am. 1961, Primer on Rheum. Dis. 1964, Rheum Review 1966, Olhag- en 1967). Þó er enn óljóst í hverju þessi verkun er fólgin. Gagnstætt hinum fljótvirku verkjastillandi lyfjum eru klórókin-lyf mjög sein-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.