Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 21

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 21
LÆKNANEMINN ið. BAL og Dipenicillamm auka þvagútskilnað gulls, og eru þessi lyf því notuð við gulleitranir. Aukaverkanir gulls fara eftir magni og tíðni gullgjafa. Þær koma oftast snemma í ljós. Ef sjúklingar þola einn kúr, þá þola þeir venjulega annan. Aftur á móti er fullvíst, að sá sem einu sinni hefur fengið gulleitrun fær hana aftur, ef meðferð er reynd á ný. Aðalfylgikvillar gullmeðferðar eru: Dermatitis, albuminuria, slímhúðarsár, og þáfyrstogfremst stomatitis, og mergskemmdir. Á 50 mg gullskömmtum vikulega má búast við fylgikvillum í fjórðungi tilfella. Dermatitis er langalgeng- astur og um fjórum sinnum al- gengari en nokkur hinna. Við minni skammta eru þeir mun sjald- gæfari, og Popert segir (1966), að 10 mg skammtar vikulega gefi sjaldan umtalsverða fylgikvilla. Orsakir þessara eiturverkana gulls eru óvissar. Við gullderma- titis og nephritis hefur verið kennt um ofnæmis- eða ,,autoimmun“ svörun við gullbundnum eggja- hvítuefnum í blóði. Góð áhrif ster- oida á þessa fylgikvilla styðja til- gátuna. Fjöldi rannsókna hefur sýnt árangur gullmeðferðar. Sú, sem talin er skara fram úr að vand- virkni, var unnin á vegum Empire Rheumatism Council (1961) og er af sumum talin sú eina, sem full- nægir nútíma kröfum. Þetta var samanburðarrannsókn (double- blind-study) á 200 sjúklingum gerð af 19 læknum á 24 stöðum í Englandi og Skotlandi. Sjúkl. var skipt í 2 hópa. Annar fékk Myocr- isin 50 mg vikulega í 20 vikur, samtals 1 gr. Hinn hópurinn var til samanburðar og fékk samtals 0,01 mg Myocrisin eða 1/100.000 úr 21 meðferðaskammti. Grundvallar- meðferð var eins hjá báðum hóp- um. Niðurstaða rannsóknarinnar var þessi: Dæmt eftir starfshæfni við læknisskoðun, heilsubót að dómi sjúklinga, ástandi liða, grip- styrk, notkun verkjalyfja rhe- umatoid titir, hæmoglobini og sökki. Batnaði þeim sjúklingum betur, sem höfðu fengið gullmeð- ferð. Bati byrjaði eftir 3 mánuði og var greinilegur 12 mánuðum eftir síðustu sprautu. Enginn mun- ur var þó á rtg. breytingum. Gull- meðferð bætti kliniskt ástand sjúklinga í 18 mánuði, en við sam- anburð eftir 30 mánuði var lítill munur. Árangur rannsóknarinnar hefur verið skilinn á tvo vegu. Cohen í Boston (1966) tekur þetta sem dæmi um gagnsleysi gullmeðferðar og gefur ekki gull. Baylis í Boston (1966) tekur þetta aftur á móti sem dæmi um gagnsemi gullmeð- ferðar og gefur viðhaldsskammta. I öllum þeim aragrúa greina sem skrifaðar hafa verið um gull- meðferð kemur mönnum saman um, að búast megi við beztum ár- angri í aktívum A.R. á byrjunar- stigi eða hjá 50—90% sjúklinga. Misstórir gullskammtar eru gefnir. Flestir vilja hafa byrjunar- skammt lítinn, 10 mg Myocrisin og auka skammt í tveimur til þremur áföngum í mest 50 mg í senn. Síðan eru gefnar vikulegar inndælingar þar til sjúklingur er búinn að fá 500—1000 mg. Mönn- um kemur saman um, að tilgangs- laust sé að gefa meira gull, ef árangur fæst ekki. Aftur á móti eru menn ekki á eitt sáttir, hvort gefa eigi viðhaldsskammta þeim sjúklingum, sem hlotið hafa ein- hvern bata, eða bíða þess, að þeim

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.