Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 23

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 23
LÆKNANEMINN 23 óhæfir til langmeðferðar. Áhætta eykst eftir því sem skammtar eru stærri og lengur gefnir. Aukaverkanir eru tvenns konar: 1) Vegna stórra steroid skammta í langan tíma: a) Röskun á vökva- og elec- trolytajafnvægi, aðallega bjúgsöfnun og hypo- kalemiskrar alkalosis. b) Hyperglycemia og gluco- suria. c) Aukið smitnæmi, m. a. berklar. d) Magasár, sem geta blætt eða sprungið. e) Úrkölkun, ef til vill með beinbrotum. f) Myopathia. g) Psychosis. h) Cushing syndrome. 2) Vegna þess að lyfjagjöf er hætt skyndilega: a) Bráð nýrnahettubilun, sem veldur losti. b) Abstinens einkenni („Withdrawal syn- drome“) með hita, vöðva- og liðaverkjum og al- mennri vanlíðan. Ástæða til steroiðgjafar verður að vera brýn. Óráðlegt er að gefa sjúklingum með magasár, sykur- sýki, áberandi úrkölkun, berkla eða aðra langvarandi smitsjúk- dóma steróíða. Calkins (1966) telur þrjár ákveðnar ástæður til steróíða- gjafa hjá sjúklingum með A. R.: 1) Augnfylgikvillar (uveitis, alvarlegur scleritis), sem þarfnast skurðaðgerða. Fyr- ir daga cortisons voru blæð- ingar og „sympatisk opthal- mia“ algengir fylgikvillar slíkra augnaðgerða. 2) Hæmolytisk anæmia á háu stigi með hæmoglobinmagn minna en 7 gr%. 3) A. R. sjúklingar, sem hafa verið á steróíðagjöf og þarf að skera upp eða veikjast hastarlega t. d. af smitnæm- um sjúkdómi. Fyrir aðgerð þarf að gefa hydrocortison innspýtingu 100 mg í vöðva kvöldið fyrir aðgerð, 50 mg. í vöðva á 6 tíma fresti að- gerðardaginn, og 100 mg í æð á meðan á aðgerð stend- ur. Síðan á að minnka skammtana fljótt. Olhagen (1967) gefur steróíða A. R. sjúklingum með lyf jaofnæmi, mikið blóðleysi, lifrar- eða nýrn- arfylgikvilla (þó varla amyloid) og grun um L.E.D. Hann gefur steróíða einnig rúmlægum sjúkl- ingum með mikil bólgueinkenni og hita. Þetta er fljótvirkasta og öruggasta bólgueyðandi meðferð- in og stundum einasta ráðið til þess að koma mjög veikum sjúkl- ingum á fætur. Duthie (1967) gefur ACTH- sprautur í 4 vikur öllum sjúkling- um með aktífan A. R. ásamt strangri grundvallarmeðferð. Menn greinir á um, hvort sé betra að gefa ACTH eða nýrna- hettusteróíða ACTH, sem aðeins er gefið í sprautum, er síður notað í langmeðferð. Það veldur sjaldn- ar magasári, og sjúkdómurinn blossar síður upp, þegar lyfjagjöf er hætt. Nú munu sjúklingar sjaldan fá langtíma steróíðameðferð. Aftur á móti er fjöldi A. R. sjúklinga á steróíðameðferð síðan hún þótti sjálfsögð. Þeir treysta sér sjaldn- ast til að hætta meðferð, þar sem sjúkdómurinn blossar þá upp, eða þeir fá abstinenseinkenni. Þetta er mikið vandamál, því margir þeirra fá of stóra viðhalds- skammta og hafa fylgikvilla. 1 slíkum tilvikum er nauðsynlegt að

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.