Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 26

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 26
26 LÆKNANEMINN hafa finnskir læknar riðið þar á vaðið. Hannes Finnbogason hefir nýlega lýst þessari meðferð í Læknablaðinu (dsember 1967). Við höfum notað þessa meðferð hér á Landspítalanum með góðum árangri. Osmiumoxid-kristallar eru leystir upp í 10 ml af dauð- hreinsuðu vatni og dælt inn í lið, sem verður að deyfa áður með lidocaini, þar eð osmiumsýra er mjög ertandi, Þetta er sannkölluð hrossalækning, þar eð liðurinn bólgnar oft mjög mikið, og því er venjulega gefin steróíðainnspýt- ing í liðinn um leið. Ekki er talið óhætt að gefa þessa meðferð í aðra liði en hnélið, og ekki ráðlegt að gera þetta annars staðar en á sjúkrahúsi, þar eð nauðsynlegt er að hvíla liðinn í 1—2 sólarhringa á eftir. Ennþá hefur ekki verið skrifað mikið um þessa meðferð, en sam- kvæmt upplýsingum finnsku lækn- anna í Heinola má búast við góð- um árangri hjá helmingi sjúklinga og bata í marga mánuði og jafnvel í nokkur ár. Þessa meðferð má endurtaka. Cytotoxisk lyf: „Immunosupp- ressiv" meðferð hefur verið reynd við A.R. m.a. sinnepsgas. Sinnepsgasi hefur einnig ver- ið sprautað í liði með steróíð- um og er talið auka áhrif þeirra (Olhagen 1967). Sú meðferð af þessu tagi, sem mestar vonir eru bundnar við, er þó Thio-tepa-innspýting í fingur- liði (Flat 1963). Aögerðir við liðagigt: Þótt merkilegt megi virðast, eru skurð- lækningar snar þátt í liðagigtar- lækningum. Fyrst voru það orthopediskar aðgerðir við ýmsum örkumlum af völdum A. R., en nú eru mestar vonir tengdar við profylaktiskar aðgerðir á A. R. á byrjunarstigi, synovectomiur. Ég mun ekki ræða þennan þátt mikið, en vísa til greinar í læknablaðinu 1965 eftir Hannes Finnbogason um aðgerðir við liðagigt í höndum. Kauko Vainio í Heinola hefur lík- lega mesta reynslu allra í hand- læknisaðgerðum við A. R. Laine og Vainio (1964) hafa sett al- mennar reglur um ,,ástæður“ og ,,gagnástæður“ fyrir orthopedisk- um aðgerðum hjá sjúklingum með A. R.: Ákveðin ástæða (absolut indika- tion): Sinaslit. Þrýstingur á taug. Yfirvofandi beinbrot vegna beincystu. Aumur hnútur. Takmörkuð ástœða: Stöðugt aumur liður. Stöðugur synovitis, tenosyno- vitis eða bursitis. Óþægilega stirður liður. Ástæður fyrir synovectomiu snemma: Stöðugur synovitis, tenosyno- vitis eða bursitis. Lítill árangur af grundvallar- eða staðbundinni meðferð. Gera skal synovectomíu áður en mikil brjósk- og beineyðing verður, þótt slíkar breytingar mæli ekki á móti aðgerð. Lið- slímugranulationsvefurinn, sem myndar pannus, hagar sér að ýmsu leyti eins og illkynja vöxt- ur, líklega vegna sjúklegra enzymverkana. Ákveðnar gagnástæður: Hjarta- og æðasjúkdómar, sjúkdómar í öndunarfærum og aðrir fylgikvillar. A. R. á háu stigi í gömlu fólki, mjög bækluðu. Ósamvinnuþýðir sjúklingar.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.