Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 26

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 26
26 LÆKNANEMINN hafa finnskir læknar riðið þar á vaðið. Hannes Finnbogason hefir nýlega lýst þessari meðferð í Læknablaðinu (dsember 1967). Við höfum notað þessa meðferð hér á Landspítalanum með góðum árangri. Osmiumoxid-kristallar eru leystir upp í 10 ml af dauð- hreinsuðu vatni og dælt inn í lið, sem verður að deyfa áður með lidocaini, þar eð osmiumsýra er mjög ertandi, Þetta er sannkölluð hrossalækning, þar eð liðurinn bólgnar oft mjög mikið, og því er venjulega gefin steróíðainnspýt- ing í liðinn um leið. Ekki er talið óhætt að gefa þessa meðferð í aðra liði en hnélið, og ekki ráðlegt að gera þetta annars staðar en á sjúkrahúsi, þar eð nauðsynlegt er að hvíla liðinn í 1—2 sólarhringa á eftir. Ennþá hefur ekki verið skrifað mikið um þessa meðferð, en sam- kvæmt upplýsingum finnsku lækn- anna í Heinola má búast við góð- um árangri hjá helmingi sjúklinga og bata í marga mánuði og jafnvel í nokkur ár. Þessa meðferð má endurtaka. Cytotoxisk lyf: „Immunosupp- ressiv" meðferð hefur verið reynd við A.R. m.a. sinnepsgas. Sinnepsgasi hefur einnig ver- ið sprautað í liði með steróíð- um og er talið auka áhrif þeirra (Olhagen 1967). Sú meðferð af þessu tagi, sem mestar vonir eru bundnar við, er þó Thio-tepa-innspýting í fingur- liði (Flat 1963). Aögerðir við liðagigt: Þótt merkilegt megi virðast, eru skurð- lækningar snar þátt í liðagigtar- lækningum. Fyrst voru það orthopediskar aðgerðir við ýmsum örkumlum af völdum A. R., en nú eru mestar vonir tengdar við profylaktiskar aðgerðir á A. R. á byrjunarstigi, synovectomiur. Ég mun ekki ræða þennan þátt mikið, en vísa til greinar í læknablaðinu 1965 eftir Hannes Finnbogason um aðgerðir við liðagigt í höndum. Kauko Vainio í Heinola hefur lík- lega mesta reynslu allra í hand- læknisaðgerðum við A. R. Laine og Vainio (1964) hafa sett al- mennar reglur um ,,ástæður“ og ,,gagnástæður“ fyrir orthopedisk- um aðgerðum hjá sjúklingum með A. R.: Ákveðin ástæða (absolut indika- tion): Sinaslit. Þrýstingur á taug. Yfirvofandi beinbrot vegna beincystu. Aumur hnútur. Takmörkuð ástœða: Stöðugt aumur liður. Stöðugur synovitis, tenosyno- vitis eða bursitis. Óþægilega stirður liður. Ástæður fyrir synovectomiu snemma: Stöðugur synovitis, tenosyno- vitis eða bursitis. Lítill árangur af grundvallar- eða staðbundinni meðferð. Gera skal synovectomíu áður en mikil brjósk- og beineyðing verður, þótt slíkar breytingar mæli ekki á móti aðgerð. Lið- slímugranulationsvefurinn, sem myndar pannus, hagar sér að ýmsu leyti eins og illkynja vöxt- ur, líklega vegna sjúklegra enzymverkana. Ákveðnar gagnástæður: Hjarta- og æðasjúkdómar, sjúkdómar í öndunarfærum og aðrir fylgikvillar. A. R. á háu stigi í gömlu fólki, mjög bækluðu. Ósamvinnuþýðir sjúklingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.