Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 35

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 35
LÆKNANEMINN 35 Kolbeinn Kristófersson, læknir: Um líffræðileg áhrif jónandi geisla Geislalækningar (radiother- apia) og geislagreiningar (radio- diagnostik) byggja á tveim undir- stöðugreinum: Geislaeðlisfræði, og geislalíffræði, geislagreiningar aðallega á eðlisfræðinni, en geisla- lækningar á báðum. Geislaeðlisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi, en þróun geislalíffræði hefur verið mun hægari, enda liggur það í augum uppi, að rannsóknarefnið, lifandi fruma eða lífvera með einstakl- ingsbundinni breytilegri svörun, að minnsta kosti hvað manninum við- víkur, er mun erfiðara að fella inn í ramma tilrauna en lífvana efni. Eftir að hreinræktun vefja komst á veg má þó segja, að við- horfið hafi nokkuð breytzt, því þá er fyrir hendi tiltölulega hreint efni til rannsókna. í flókinni atburðarás, sem verð- ur í vef jum við geislun, má skema- tiskt greina milli breytinga, sem koma beint fram í frumum og þeirra, sem óbeint verða vegna víxlverkunar milli fruma og um- hverfis. Líffræðileg áhrif geislunar byggjast á upptöku hennar í frum- um og vef jum, en magn upptöku og dreifing hennar í geisluðu rúm- máli fer eftir tíðni geislanna, þeg- ar um rafsegulsveiflur er að ræða, en eftir rafmagnshleðslu og massa agnanna, þegar geislað er með atomhlutum (corpuscula). Þétt- leiki upptökustaða (jonisationa) er því meiri sem tíðni er minni og massi agnanna er meiri. Báðar aðferðir koma þó, a.m.k. cellulært, í sama stað niður. Upptaka geislaorku veldur jón- un og svokallaðri „excitation" á atómum, hvort sem þau eru laus eða bundin í mólekúlum. Á ör- broti úr sekúndu, jafnvel milli- eða míkrósekúndu, getur þessi jón- un hrundið af stað röð af efna- breytingum, sem enda með frumu- skemmd. Þessar efnabreytingar, geta orðið vegna beinna áhrifa á efnasambönd frumunnar eða ó-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.