Læknaneminn - 01.08.1968, Side 41
LÆKNANEMINN
sem ekki eru feitir, þegar sjúk-
dómurinn er greindur.
Insulintegundir.
Á boðstólum eru 9 insulinteg-
undir, nokkrar þeirra úreltar. Öll
hafa insulinin þann agnúa, að
líkaminn fær ekki notið insulins-
ins eftir þörfum hverju sinni, sem
væri heilbrigt bris starfandi, held-
ur nýtist insulinið frá stungustað
með ákveðnum hætti, sem einkenn-
ir insulintegundina. Gjörþekkja
þarf því eðli hinna mismunandi
insulina, svo eiginleikar þeirra
komi að sem mestu gagni í reynd.
Insulinin eru þessi í chronologiskri
röð:
SOLUBLE INSULIN (S. I.).
Verkun er svo stutt, að þörf er á
minnst tveimur og oftast þremur
gjöfum á dag, og þriðja gjöfin
fyrir kvöldverð verkar oft ekki
nægilega lengi til að koma í veg
fyrir hyperglycemiu snemma
morguns. Vegna fjölda gjafa er S.
I. síður fallið til langvarandi
nota, en það er nauðsynlegt sykur-
sjúklingum við ketoacidosis, slæm-
ar infectionir og uppskurði.
PROTAMINE ZINC INSULIN
(P. Z. I.). Fljótlega hófust tilraun-
ir til gerðar langvirks insulins,
svo fækka mætti insulingjöfum.
Hið fyrsta til almennra nota var
P. Z. I. (Hagedorn og aðrir, 1936),
sem búið er til með því að láta
insulin absorberast á prótamín
úr hrognum regnbogasilungs.
Svolítið zink er haft með, sem
lengir áhrif þessa prótamín-
insulins enn frekar. Hin hypogly-
cemisku áhrif vara nægilega lengi
til að vera cumulativ frá degi til
dags, og þannig er insulinverkun-
in næstum jafn sterk að nóttu, með
hinni löngu föstu, sem degi, þeg-
ar kolvetnanna er neytt. Afleið-
ingin er hyperglycemia á daginn
hi
og stundum hypoglycemia um
nætur. Koma má í veg fyrir hinn
háa blóðsykur fyrri hluta dags
með því að gefa S. I. með P. Z. I.
fyrir morgunverð. I P. Z. I. er
meira prótamín og zink en nægir
til að binda insulinið. Ef insulin-
unum er blandað saman, breytist
nokkuð af S. I. í P. Z. I. og hefur
þannig langa fremur en stutta
verkun. Ef blanda af S.I. og P.Z.I.
á að hafa verulega hraðari áhrif en
P. Z. I. eitt sér, þarf í blönduna
meira en helmingi meira af S. I.
en P. Z. I. Engin leið er þó að vita
með vissu, hve mikið af hvoru
insulininu sjúklingurinn fær, því
prótamíninnihald P. Z. I. er
breytilegt, og einnig er blöndun
insulinanna í sprautunni ófullkom-
in, nema komi til flókinna blönd-
unaraðferða með loftbólu. Ekki
má því gefa S. I. og P. Z. I. saman,
ef ná á góðum árangri. Hjá mörg-
um verður aftur tilhneiging til
hyperglycemiu eftir kvöldverð,
sem krefst annarrar S. I. gjafar.
Við notkun tveggja insulintegunda
og þriggja gjafa er meðferðin orð-
in flókin, t. d. er erfitt að átta sig
á, hvort insulinið eða hvaða gjöf
skal hreyfa við hypoglycemiu eða
hyperglycemiu, sem verða á breyti-
legiun tíma dags.
GLOBIN INSULIN (G. I.).
Insulináhrifin eru lengd með
globini rauðra blóðkorna nauta og
zinki (Reiner og aðrir, 1939).
Verkun G. I. er mun skemmri en
P. Z. I,, og því er það ekki líklegt
til að valda hypoglycemiu um
nætur. Ókostir G. I. eru hins veg-
ar: 1) Það þarf að taka það 1 klst.
fyrir morgunverð vegna þess, hve
byrjunarverkun er hæg. Þetta
skapar þeim vandræði, sem seint
vakna til vinnu. 2) Borða þarf ríf-
lega kl. 15—17 vegna maximum
áhrifa G. I. um 8 klst. eftir gjöf.