Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 41
LÆKNANEMINN sem ekki eru feitir, þegar sjúk- dómurinn er greindur. Insulintegundir. Á boðstólum eru 9 insulinteg- undir, nokkrar þeirra úreltar. Öll hafa insulinin þann agnúa, að líkaminn fær ekki notið insulins- ins eftir þörfum hverju sinni, sem væri heilbrigt bris starfandi, held- ur nýtist insulinið frá stungustað með ákveðnum hætti, sem einkenn- ir insulintegundina. Gjörþekkja þarf því eðli hinna mismunandi insulina, svo eiginleikar þeirra komi að sem mestu gagni í reynd. Insulinin eru þessi í chronologiskri röð: SOLUBLE INSULIN (S. I.). Verkun er svo stutt, að þörf er á minnst tveimur og oftast þremur gjöfum á dag, og þriðja gjöfin fyrir kvöldverð verkar oft ekki nægilega lengi til að koma í veg fyrir hyperglycemiu snemma morguns. Vegna fjölda gjafa er S. I. síður fallið til langvarandi nota, en það er nauðsynlegt sykur- sjúklingum við ketoacidosis, slæm- ar infectionir og uppskurði. PROTAMINE ZINC INSULIN (P. Z. I.). Fljótlega hófust tilraun- ir til gerðar langvirks insulins, svo fækka mætti insulingjöfum. Hið fyrsta til almennra nota var P. Z. I. (Hagedorn og aðrir, 1936), sem búið er til með því að láta insulin absorberast á prótamín úr hrognum regnbogasilungs. Svolítið zink er haft með, sem lengir áhrif þessa prótamín- insulins enn frekar. Hin hypogly- cemisku áhrif vara nægilega lengi til að vera cumulativ frá degi til dags, og þannig er insulinverkun- in næstum jafn sterk að nóttu, með hinni löngu föstu, sem degi, þeg- ar kolvetnanna er neytt. Afleið- ingin er hyperglycemia á daginn hi og stundum hypoglycemia um nætur. Koma má í veg fyrir hinn háa blóðsykur fyrri hluta dags með því að gefa S. I. með P. Z. I. fyrir morgunverð. I P. Z. I. er meira prótamín og zink en nægir til að binda insulinið. Ef insulin- unum er blandað saman, breytist nokkuð af S. I. í P. Z. I. og hefur þannig langa fremur en stutta verkun. Ef blanda af S.I. og P.Z.I. á að hafa verulega hraðari áhrif en P. Z. I. eitt sér, þarf í blönduna meira en helmingi meira af S. I. en P. Z. I. Engin leið er þó að vita með vissu, hve mikið af hvoru insulininu sjúklingurinn fær, því prótamíninnihald P. Z. I. er breytilegt, og einnig er blöndun insulinanna í sprautunni ófullkom- in, nema komi til flókinna blönd- unaraðferða með loftbólu. Ekki má því gefa S. I. og P. Z. I. saman, ef ná á góðum árangri. Hjá mörg- um verður aftur tilhneiging til hyperglycemiu eftir kvöldverð, sem krefst annarrar S. I. gjafar. Við notkun tveggja insulintegunda og þriggja gjafa er meðferðin orð- in flókin, t. d. er erfitt að átta sig á, hvort insulinið eða hvaða gjöf skal hreyfa við hypoglycemiu eða hyperglycemiu, sem verða á breyti- legiun tíma dags. GLOBIN INSULIN (G. I.). Insulináhrifin eru lengd með globini rauðra blóðkorna nauta og zinki (Reiner og aðrir, 1939). Verkun G. I. er mun skemmri en P. Z. I,, og því er það ekki líklegt til að valda hypoglycemiu um nætur. Ókostir G. I. eru hins veg- ar: 1) Það þarf að taka það 1 klst. fyrir morgunverð vegna þess, hve byrjunarverkun er hæg. Þetta skapar þeim vandræði, sem seint vakna til vinnu. 2) Borða þarf ríf- lega kl. 15—17 vegna maximum áhrifa G. I. um 8 klst. eftir gjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.