Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 42
LÆKNANEMINN
J,2
Þetta er óhentugt mörgum vinn-
andi mönnum. 3) G. I. verkar
venjulega ekki nægilega lengi til að
koma í veg fyrir hyperglycemiu
fyrir morgunverð, þegar insulin-
þarfir sjúklings eru meiri en um
40 einingar á dag; er þá önnur,
miklu minni, G. I. gjöf nauðsynleg
að kvöldi.
ISOPHANE INSULIN (N. P.
H.). Þetta er krystallinskt P. Z. I.,
sem inniheldur phenol. Prótamín-
magnið er nákvæmlega það, sem
þarf til að tengjast insulininu (þ.
e. isophane) og ekki meira (Krag-
enbuhl og Rosenberg, 1946). Hægt
er því að gefa N. P. H. og S. I. í
sömu sprautu án þess að eiginleg
hypoglycemisk áhrif insulinanna
raskist. Venjulega þarf slíka
blöndu, því byrjunarverkun N. P.
H. er enn hægari en G. I. Aftur á
móti verkar N. P. H. nokkru leng-
ur en G. I. Með blöndu af N. P. H.
og S. I. er hægt að ná góðri stjórn
á sykursýki flestra, sem ekki þurfa
meira en 60 einingar samtals.
Reynist insulinþörfin meiri, er
verkun oftast ekki nægileg löng,
og grípa verður til annarrar N.P.
H. gjafar að kvöldi.
INSULIN ZINK SUSPENSI-
ONIR. Hin framandi eggjahvíta,
sem notuð er til að lengja áhrif
þeirra langvirku insulina, sem
þegar hefur verið lýst, veldur því,
að ofnæmi er mun tíðara við
notkun þeirra en S. I. og hinna
nýrri insulina. Snemma höfðu
Scott og Fisher (1935) sýnt, að
áhrif insulins, bufferað með
phosphati, mætti lengja með 400—
1000 mg af zinki/1000 insulin-
einingar. Þetta zinkmagn reyndist
of ertandi til nota. 1951 fundu
Hallas - Möller og félagar, að 2
mg af zinki/1000 ein. nægja, þegar
notaður er acetat- í stað phosphat-
buffers. Hypoglycemisk áhrif eru
mismunandi löng eftir gerð sus-
pensionarinnar, ef amorf 12—16
klst. (Semilente), en ef krystall-
insk er verkun um 36 klst. (Ultra-
lente). Blanda var þannig nauð-
synleg til gerðar insulins, sem end-
ast mundi í 24 klst. og hefði jafn-
framt sterkari áhrif að degi en
nóttu (Lente). Ef þessi insulin
hefðu komið fram 15 árum fyrr,
hefði vart þótt ástæða til að setja
P.Z.I., G.I. eða N.P.H. á markað-
inn.
SEMILENTE INSULIN (S.L.I.).
Verkun er næstum eins hröð, en
aftur nokkru lengri en áhrif S.I.
Gefið fyrir morgun- og kvöldverð
er verkun órofin allan sólarhring-
inn og án teljandi overlapping*,
þegar kvöldverður er ekki snædd-
ur fyrir kl. 19. S.L.I. er þannig vel
fallið til gjafa tvisvar á dag og
kemur að góðum notum í erfiðum
tilfellum.
ULTRALENTE INSULIN
(U.L.I.) Áhrif eru mjög áþekk
verkun P.Z.I., og er það því sjald-
an notað eitt sér.
LENTE INSULIN (L.I.). Vand-
leg athugun á blóðsykur-prófílum
fjölmargra sykursjúklinga við
notkun mismunandi blöndu Sem-
ilente og Ultralente sýndi, að 3
hlutar hins fyrrnefnda með 7 hlut-
um Ultralentehentaðiflestumbezt.
Við eina. I. gjöf á dag fékkst góð
stjórn á blóðsykri alls þorra hinna
insulinþurfandi, árangur, sem
síðar hefur verið rækilega stað-
festur. Þegar þörf er talin á blöndu
Semilente og Ultralente í öðru
hlutfalli en 3:7, sem er í L.I., er
bezt að nota hin fyrrnefndu til
blöndunar fremur en annaðhvort
þeirra og Lente. Byrjunaráhrifum
* E.t.v. mætti nota orðið skörun um
þetta, sbr. að sagt er, að þakplötur skar-
ist og skarsúð. J. S. ritn.