Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 45

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 45
LÆKNANEMINN L.I. má einnig hraða með S.I., sem gefa má í sömu sprautu, án þess að eiginleg áhrif insulinanna raskist, ef gefið er strax (Slayton, Burrows og Marble, 1955). Við geymslu getur pH blöndunnar hins vegar stuðlað að því, að S.I. og Semilente breytist í Ultralente (Nabarro og Stowers, 1953). Vart má búast við góðri stjórn á blóðsykri, þegar insulinþarfir sjúklings eru meiri en 80—90 ein., og veruleg hætta er þá á slæmum hypoglycemiskum tilfellum. Er þá rétt að gefa insulin tvisvar á dag. ACTRAPID (A.R.I.) og RAP- ITARD (R.T.I) eru nýjust insu- lina. (Schlichtkrull og félagar, 1961). Actrapid, sem er neutralt, hefur nokkru hraðari og að sama skapi styttri verkun en hið súra S.I., sem þarf að neutraliserast í vefnum áður en það absorberast. Er 50% absorption A.R.I. um 50 mín. hraðari en S.I. Þessi eiginleiki A.R.I. hefur þýðingu við ketoac- idosis-coma. I öðrum tilfellum get- ur skemmri verkun A.R.I. verið ókostur og því ákjósanlegra að nota S.I. A.R.I. má blanda með hinum langvirku insulinum, sem neutral eru. Rapitard insulin er gert að % úr A.R.I. og að % úr hreinum in- sulinkrystöllum, sem gerðir eru langvirkir án tilkomu zinks með nýrri krystöllunaraðferð. Vegna Actrapid-innihalds insulinsins er byrjunarverkun mjög hröð og sterk, en þurfi meira en um 40 einingar, eru áhrif krystallanna venjulega ekki nægilega löng til að koma í veg fyrir hyperglycemiu um nætur; þarf þá aðra gjöf fyrir kvöldverð. Notkun insulins. Það er nauðsynleg forsenda við íhugun sem þessa, að æskilegt sé 1,3 að koma á normoglycemiu við stjórn á sykursýki, hvenær sem þess er kostur. Stöðugt fjölgar gögnum, sem sýna mikilvæga fylgni milli langvarandi góðrar stjórnar á sykursýki og fjarveru complicationa. Læknir, sem skeyt- ir ekki þessari staðreynd, tekur á sig þunga ábyrgð á hverjum þeim óheillavænlega gangi, sem sjúk- dómurinn kann síðar að taka. Árangur insulinmeðferðar velt- ur á réttu mati á þeirri stjórn á blóðsykri, sem unnt er að ná án þess að hætta um of á hypo- glycemiu eða krefjast óaðgengi- lega strangs lífernis af sjúklingum. Felst í þessu nauðsyn á þekkingu á eðlilegum blóðsykursveiflum og á eiginleikum hinna ýmsu insulin- tegunda. Bezti árangur, sem vænta má af insulini, er að koma á eðlilegum blóðsykri á þeirri tímaeiningu, er insulináhrifanna gætir mest. Hversu lengi normoglycemia var- ir, fer m.a. eftir fjölda gjafa og insulintegund. Því oftar sem skammvirkt insulin er gefið, þeim mun nær er komizt hinu fysiolog- iska ástand. Af þessu leiðir, að hin venjulega notkun langvirks in- sulins fyrir morgunverð, er í hæsta máta ófysiologisk og því lítt hæf til viðunandi stjórnar á blóðsykri, nema leitað sé aðstoðar í öðrum þáttum, sem dregið geta úr van- mætti insulinsins. Lykilinn að á- kjósanlegu metabolisku jafnvægi er að finna í kolvetna- og hita- einingatakmörkun og niðurröðun fæðunnar eftir insulinsvari og lík- amlegri áreynslu sjúklingsins. Þessu jafnvægi til frekari stuðn- ings er, að stærð daglegra insulin- gjafa er höfð breytileg samkvæmt sykurákvörðun í þvagi. Bezt er að hefja meðferð með insulini á sjúkrahúsi, þar sem in-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.