Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Page 47

Læknaneminn - 01.08.1968, Page 47
LÆKNANEMINN i5 röðun S.I. er nokkurn veginn þessi: % fyrir morgunverð, % fyrir há- degisverð, og % fyrir kvöldverð. Æskilegt er að gefa barnshaf- andi sykursjúkum konum insulin tvisvar á dag; einnig börnum, þeg- ar þarfir þeirra við notkun lang- virks insulins eru orðnar 40 ein. Ekki er óalgengt, að sjúklingar á insulinmeðferð sýni öll einkenni hinna óstöðugu, án þess þó að vera óstöðugir í eðli sínu. Ástæðan er óhófleg insulinnotkun og gefur stærð insulingjafa venjulega fyrstu bendingu. Algengustu or- sakir þessara vandræða eru ófull- nægjandi meðferð fæðunnar eða renal glycosuria, en stundum staf- ar þetta af því, að reynt er að koma í veg fyrir post-prandial hyper- glycemiu. Allir sykursjúklingar, sem hafa tilhneigingu til ketosis, þurfa við- bótarinsulin við hvers kyns meiri háttar álag (stress), og þeir sjúklingar, sem ekki hafa tilhneig- ingu til ketosis, kunna að þurfa insulin við sömu aðstæður. Við skurðaðgerðir ættu sykursjúkling- ar að vera fyrstir, svo að hægt sé að tímasetja aðgerðina af ná- kvæmni. Rétt er að reiða sig ekki á kolvetnagjöf per os í 3-4 klst. fyrir aðgerð vegna hættu á asp- iration magainnihalds við eða eft- ir svæfingu. I stað þess er glucosu- upplausn gefin í æð eða jafnvel undir húð, 1 lítri á 6—8 klst. fresti, og þessu er haldið áfram unz sjúkl- ingur fær meðvitund og getur tek- ið vökva per os. S.I. er gefið einni klst. fyrir aðgerð og síðan á 6—8 klst. fresti, þar til fyrri fæðu- og insulinmeðferð getur hafizt að nýju. Stærð S.I. gjafa fer eftir sykurákvörðunum í þvagi eða blóð- sykri, ef sjúklingur getur ekki kastað þvagi. Notkun fæöu. Insulin hefur áhrif á með- höndlun líkamans á öllum þremur höfuðflokkum fæðunnar, kolvetn- um, eggjahvítu og fitu. Skiljan- legt er því, að fyrstu truflanir sykursýki koma fram, þegar lík- aminn er nærður, og að meðferð fæðunnar hefur mikilvæga þýð- ingu, þegar fengizt er við sykur- sýki. Hlutföll fæðuflokkanna þriggja eru nú yfirleitt talin mega vera áþekk því, sem almennt ger- ist. Þáttur fæðunnar við meðferð er breytilegur eftir tegund sjúkl- inga: I. Feitir sjúklingar, sem ekki hafa tilhneigingu til ketosis: Gefnar eru færri hitaeiningar en líkaminn eyðir. Megrun fylgir stórbætt sykurþol, og þegar kjörþyngd er náð og hitaeininga jafnvægi komið á. er kolvetnanýt- ing eðlileg orðin hjá mörgum, sem verið höfðu 20% of þungir eða meira. II. Sjúklingar, í eðlilegum hold- um, á sulphonylurea lyfjum: Hitaeiningaþörfum líkamans er fullnægt, og er fæðan gefin oft, en lítið í senn, svo álag á brisið verði sem minnst. III. Sjúklingar á insulini: Hitaeiningafjöldi er ákvarðað- ur eftir líkamsþyngd siúklinga, og er áherzla lögð á eðlilegt holda- far. Þar sem áhrif hinna langvirk- ari insulina eru samfelld fremur en ósamfelld, er nauðsynlegt að deila fæðunni í 6 gjafir á dag. Endanleg niðurröðun kolvetna og hitaeininga milli einstakra máltíða fer eftir insulinsvari og líkam- legri áreynslu sjúklinganna. Með- ferð fæðunnar hjá hinum insulin- þurfandi er lykillinn að ákjósanlegu metabolisku jafnvægi, og sé henni ábótavant, er ekki að vænta við- hlítandi stjórnar á sjúkdómnum.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.