Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 56

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 56
50 LÆKNANEMINN Magnús Jóhannsson, síud. med. Breytingar á kennsluháttum í læknadeild Breytingar á kennsluháttum í læknadeild voru síðast gerðar 1958, er núgildandi reglugerð var samin. Breytingarnar, sem þá voru gerðar, voru vafalaust til bóta, en þær voru litlar, og heildarkerfið var óbreytt. Kennslukerfi okkar er mjög gamaldags, og er vissu- lega þörf á rækilegri endurskoðun. Samt sem áður hefur núverandi kerfi sína kosti og ber að muna eftir þeim, þegar nýtt er samið. Núverandi reglugerð hafði að- eins verið 4-5 ár í gildi, þegar mönnum fór að verða ljóst, að breytinga var þörf á ný. Flestir læknanemar þekkja sögu þessa máls síðan, og verður hún ekki rakin hér. Bláa bókin kom síðan út í sept- ember 1966, og eru það tímamót, vegna þess að það er það fyrsta raunhæfa, sem gerist í átt til mjög róttækra breytinga. Bláa bókin fól í sér mjög fastmótaða skipt- ingu á hverju ári niður í þrjár annir (term), þar sem kennd væri ein grein í senn. Námið átti að taka 6-6 x/2 ár, kennurum þurfti að fjölga um helming, og hverjum árgangi átti að skipta í tvennt, en það hafði í för með sér tvöfalda kennslu. Þegar á átti að herða, kom í ljós að tillögur þessar voru ekki virkilega raunhæfar, vegna kostnaðar, framkvæmda- örðugleika auk fleiri annmarka. Allt var nú hljótt um hríð, og gerð- ist ekkert opinberlega í málinu fyrr en í október 1967, þegar hvíta bókin kom út. I hvítu bókinni eru nýjar tillögur, og hafa þær verið til umræðu og athugunar í vetur. Deildin skipaði nefnd til að starfa að þessum athugunum, og átti hún að skila áliti í formi nýrr- ar reglugerðar. Nefndin tók til starfa í desember og hefur starfað síðan. í henni eru 5 kennarar, full- trúi kandidata og fulltrúi stúdenta. Nefndin hefur nú lokið störfum að öðru leyti en því, að verið er að festa á pappír tillögur að nýrri reglugerð, en auk þess verður sam- in greinargerð nefndarinnar, þar sem reglugerðin verður skýrð og túlkuð í smærri atriðum. Nefndin hefur ráðfært sig við alla prófess- ora og flesta aðra kennara. og hafa ákvarðanir verið teknar í samráði við þá. Að áliti nefndarinnar er nauð- synlegt að ráða sem fyrst kennslu- stjóra (dean), sem hefi það starf með höndum að stjórna kennslunni í einstökum atriðum og samræma hana hjá hinum ýmsu kennurum

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.