Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 69

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 69
LÆKNANEMINN 61 Leifur Dungal, stud. med. Þing IFMSA ■ París Dagana 27. desember til 4. jan- úar sl. var haldið í París 48. þing stúdentaskiptastjóra og fulltrúa- ráðs IFMSA, og sóttu það u.þ.b. 80 fulltrúar frá 20 af aðildarríkjum samtakanna. Auk þess voru þar nokkrir fulltrúar frá aukaaðildar- ríkjum svo og frá WUS og fleiri stofnunum. Var ég beðinn að halda merki íslenzkra læknanema á lofti á þingi þessu og lét tilleiðast eftir miklar fortölur (svo sem eins og fimm mínútur). Dvalið var á stúdentagörðum á Cité Universitaire og voru þar einnig haldnir fundir fulltrúaráðs- ins. Greinilegt var, að stúdentar þar í borg eiga öðrum aðbúnaði að venjast en tíðkast hér heima. Ég bjó á belgíska garðinum, og í herbergi mínu á 6. hæð (engin lyfta), sem betur hefði sómt sér á minjasafni, var t.d. ekkert vatn í krönum, hvorki handklæði né sápa og rúm, sem var ca. 170 cm á lengd. Tóalettið var á næstu hæð fyrir neðan og var illfært um það stígvélalaust. Þessarar dýrðar gætti svo paranoid húsvörður, sem þuldi yfir manni formælingar á sinni belgísku, þegar hann sá sér færi á. Maturinn var allólystugur, enda ávallt farið á restaurant á eftir. Þó bjargaði það málinu, að nóg var veitt af rauðvíni og bjór. En, eins og fyrr er nefnt, er þetta það, sem þarlendir stúdentar eiga að venjast, og því alls ekki við þá að sakast, sem skipulögðu þing- haldið, enda var öli skipulagning til fyrirmyndar og frönskum lækn- anemum til hins mesta sóma. Far- ið var með okkur í útsýnisferð um Parísaborg og til Versala, boðið í hanastél til menntamálaráðherr- ans, Malraux, og á kvöldin haldnar hinar dýrðlegustu veizlur, sem auð- vitað náðu hátindi á gamlárskvöld. Mörg mál og ólík voru til um- ræðu á þinginu, en þó bar einna mest á umræðum um aðild ýmissa ríkja og ríkjasambanda, svo og auðvitað umræðum um innbyrðis samskipti og stúdentaskipti aðild- arríkjanna. Upplýsti forseti IFMSA, Robert Steffen frá Sviss, að SAMA, bandarísku læknanema- samtökin, myndu líklega sækja um fulla aðild að IFMSA á þessu ári. Þá munu samtök suður-amerískra læknanema, STREMA, sennilega fá aðild á ársþinginu í Helsinki í sumar. Samningar stnda yfir við samtök læknanema í Ástralíu, Hong Kong, Singapore og Mal- aysíu, ARMSA, og verður þess vart langt að bíða, að þau fái ein- hvers konar aðild.Áfundifulltrúa- ráðsins var samþykkt að skylda stúdentaskiptastjóra til að senda öllum þeim, er sæki um stúdenta- skipti í viðkomandi landi upplýs- ingar um námsgildi þeirra kúrs- usa, sem í boði eru, og segir mér

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.