Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Síða 70

Læknaneminn - 01.08.1968, Síða 70
LÆKNANEMINN 62 hugur, að verði þetta gert sam- vizkusamlega hérlendis, muni að- sókn að Reykjavíkurspítölunum minnka allverulega. Umræður um stúdentaskiptin voru fjörugar og oft hart deilt, en í stórum dráttum var þó almenn ánægja ríkjandi með þessa starfsemi. Kanadíski stúdentaskiptastjórinn varð fyrir talsverðu aðkasti á þinginu og höfðu velflestir sitthvað misjafnt að segja af viðskiptum sínum við Kanadamenn. Var sá kanadíski því heldur framlágur, en þar sem engir íslenzkir læknanemar höfðu hug á Kanadaferð sl. sumar, gat ég ekki tekið þátt í gríninu, því miður. Flestir voru ánægðir með samskipti við okkur (nema Þjóð- verjar, enda virtust þeir óánægðir með flest), og átti ég í talsverðum erfiðleikum með að verjast ásókn í stöður hérlendis. Ekki var það vísasti vegurinn til vinsælda að neita samningum um stúdenta- skipti, en þó varð ég að gera það í allríkum mæli, þar sem fjárhag- ur vor leyfir ekki, að yfir oss hrúg- ist 40—50 manns á sumri. Annars fór talsvert af umræðum fyrir of- an garð og neðan hjá mér, þar eð ég var allsókunnugur málefnum IFMSA er ég fór héðan, og styð ég þá skoðun Magnúsar Jóhanns- sonar, að mjög takmarkað gagn sé að þingsetu eins fulltrúa héðan, sérdeilis þó sé viðkomandi úti á þekju varðandi IFMSA. Mikið var rætt um svokölluð sósíal pró- grömm, þ.e. skipulagningu ýmis konar skemmtana og ferðalaga fyrir skiptistúdenta. Eru ýmis lönd komin vel af stað í máli þessu, og munu Svíar auðvitað vera þar einna fremstir í flokki. Meðan ekki fleiri erlendir læknanemar koma hingað til lands verður að sjálf- sögðu erfitt að hafa ákveðna „skemmtidagskrá" fyrir þá, en auðvitað verður reynt að hafa of- an af fyrir fólki þessu eftir beztu getu. 1 þessu sambandi leyfi ég mér að fara fram á það við ísl- enzka læknanema, að þeir aðstoði við viðfangsefni þetta. Fyrir bíl- eigendur t.d. ætti ekki að vera mik- il fyrirhöfn að bjóða skiptistúdent með í sunnudagsbíltúrinn eða jafn- vel helgarferðina upp í Borgar- f jörð eða Þjórsárdal. Einnig myndi fólk þetta eflaust þiggja með þökk- um að vera boðið kvöldstund inn á heimili íslenzkra læknanema. Það er mýmargt, sem gera mætti fyrir þessa stúdenta með lítilli fyrirhöfn, og víst er, að þetta yrði þeim mik- ið gleðiefni og þakklæti þeirra mikið, enda geta bezt um þetta vitnað þeir íslenzkir læknanemar, sem þátt hafa tekið í stúdenta- skiptum. Vona ég, að menn taki máli þessu vel og sýni það í verki í sumar. Næst aðalþing IFMSA verður í Helsinki í sumar eins og fyrr er sagt, en vetrarþingið í Amsterdam um næstu áramót. Verði þar sami einhugur um velferð og uppgang IFMSA ríkjandi og var í París, tel ég vart ástæðu til að óttast um framtíð samtakanna, enda þeirra hagur allra læknanema og því tor- skilið það áhugaleysi, sem hér- lendis ríkir um málefni þeirra, þótt talsvert megi sjálfsagt skrifa á reikning slakrar kynningarstarf- semi. Vonandi er, að læknanemar taki til endurskoðunar sjónarmið þau, er aftra þeim frá stúdenta- skiptum, og fráþeimsjónarhóliséð er yfirvofandi mettun vinnumark- aðs vors ánægjuleg. Gæti minnkuð atvinna leitt til aukinnar sam skipta læknanema við erlenda stéttarbræður er ég efins í, að við myndum tapa á þeirri þróun, nema síður væri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.