Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 70
LÆKNANEMINN
62
hugur, að verði þetta gert sam-
vizkusamlega hérlendis, muni að-
sókn að Reykjavíkurspítölunum
minnka allverulega. Umræður um
stúdentaskiptin voru fjörugar og
oft hart deilt, en í stórum dráttum
var þó almenn ánægja ríkjandi
með þessa starfsemi. Kanadíski
stúdentaskiptastjórinn varð fyrir
talsverðu aðkasti á þinginu og
höfðu velflestir sitthvað misjafnt
að segja af viðskiptum sínum við
Kanadamenn. Var sá kanadíski
því heldur framlágur, en þar sem
engir íslenzkir læknanemar höfðu
hug á Kanadaferð sl. sumar, gat
ég ekki tekið þátt í gríninu, því
miður. Flestir voru ánægðir með
samskipti við okkur (nema Þjóð-
verjar, enda virtust þeir óánægðir
með flest), og átti ég í talsverðum
erfiðleikum með að verjast ásókn
í stöður hérlendis. Ekki var það
vísasti vegurinn til vinsælda að
neita samningum um stúdenta-
skipti, en þó varð ég að gera það
í allríkum mæli, þar sem fjárhag-
ur vor leyfir ekki, að yfir oss hrúg-
ist 40—50 manns á sumri. Annars
fór talsvert af umræðum fyrir of-
an garð og neðan hjá mér, þar
eð ég var allsókunnugur málefnum
IFMSA er ég fór héðan, og styð
ég þá skoðun Magnúsar Jóhanns-
sonar, að mjög takmarkað gagn
sé að þingsetu eins fulltrúa héðan,
sérdeilis þó sé viðkomandi úti á
þekju varðandi IFMSA. Mikið var
rætt um svokölluð sósíal pró-
grömm, þ.e. skipulagningu ýmis
konar skemmtana og ferðalaga
fyrir skiptistúdenta. Eru ýmis lönd
komin vel af stað í máli þessu, og
munu Svíar auðvitað vera þar
einna fremstir í flokki. Meðan ekki
fleiri erlendir læknanemar koma
hingað til lands verður að sjálf-
sögðu erfitt að hafa ákveðna
„skemmtidagskrá" fyrir þá, en
auðvitað verður reynt að hafa of-
an af fyrir fólki þessu eftir beztu
getu. 1 þessu sambandi leyfi ég
mér að fara fram á það við ísl-
enzka læknanema, að þeir aðstoði
við viðfangsefni þetta. Fyrir bíl-
eigendur t.d. ætti ekki að vera mik-
il fyrirhöfn að bjóða skiptistúdent
með í sunnudagsbíltúrinn eða jafn-
vel helgarferðina upp í Borgar-
f jörð eða Þjórsárdal. Einnig myndi
fólk þetta eflaust þiggja með þökk-
um að vera boðið kvöldstund inn á
heimili íslenzkra læknanema. Það
er mýmargt, sem gera mætti fyrir
þessa stúdenta með lítilli fyrirhöfn,
og víst er, að þetta yrði þeim mik-
ið gleðiefni og þakklæti þeirra
mikið, enda geta bezt um þetta
vitnað þeir íslenzkir læknanemar,
sem þátt hafa tekið í stúdenta-
skiptum. Vona ég, að menn taki
máli þessu vel og sýni það í verki
í sumar.
Næst aðalþing IFMSA verður í
Helsinki í sumar eins og fyrr er
sagt, en vetrarþingið í Amsterdam
um næstu áramót. Verði þar sami
einhugur um velferð og uppgang
IFMSA ríkjandi og var í París, tel
ég vart ástæðu til að óttast um
framtíð samtakanna, enda þeirra
hagur allra læknanema og því tor-
skilið það áhugaleysi, sem hér-
lendis ríkir um málefni þeirra,
þótt talsvert megi sjálfsagt skrifa
á reikning slakrar kynningarstarf-
semi. Vonandi er, að læknanemar
taki til endurskoðunar sjónarmið
þau, er aftra þeim frá stúdenta-
skiptum, og fráþeimsjónarhóliséð
er yfirvofandi mettun vinnumark-
aðs vors ánægjuleg. Gæti minnkuð
atvinna leitt til aukinnar sam
skipta læknanema við erlenda
stéttarbræður er ég efins í, að við
myndum tapa á þeirri þróun, nema
síður væri.