Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 75

Læknaneminn - 01.08.1968, Qupperneq 75
LÆKNANEMINN 67 seinlegt og allflókið í framkvæmd, en með því er notuð hæfni mót- efnanna til að hindra ákveðnar lífefnifræðilegar breytingar myc. t. d. glucosugerjun. Meðferö: Þótt sjúkdómurinn læknist oftast án meðferðar, þykir sannað, að gangur hans sé styttur, ef rétt fúkalyf eru gefin. Hitinn fellur, einkenni hverfa, og lungu hreinsast fyrr við slíka meðferð. Þar sem myc. hafa engan frumu- vegg, er gagnslaust að nota þau fúkalyf, sem trufla myndun hans í bakteríum, og þess vegna er t. d. penicillin óvirkt. Tetracyclin, erythromycin, chloramphenicol, neomycin og kanamycin verka hins vegar á myc. Fram til þessa hef- ur tetracyclin mest verið notað, en nú mæla margir fremur með erythromycini, þar sem það verk- ar á þrengra sviði og hefur færri aukaverkanir. Af tetracyclini eru gefin 25 mg/kg á dag í 4 skömmt- um, en af erythromycini eru gefin 30—40 mg/kg á dag, hvorttveggja í 6—8 daga. Þá ber að geta þess, að gullsölt grípa á ókunnan hátt inn í lífefnaskipti myc. og stöðva vöxt þess. Nú er unnið að tilraunum með bóluefni gegn myc. pn. Þörf fyrir slíkt bóluefni er háð tíðni sjúk- dómsins í ýmsum löndum, en einn- ig verður að taka tillit til verðs, öryggis, og verkunar þess. Sýkingar af völdum mycoplasma á Islandi.. Gera má ráð fyrir, að tíðni sýk- inga af völdum mycoplasma pneumoniae sé álíka mikil hér á landi og annars staðar, eða af stærðargráðunni 200 sýkingar ár- lega. Trúlega eru flest þessara til- fella svo væg, að þau vekja ekki athygli lækna, ef þeir á annað borð eru kvaddir á vettvang. Erlendis hefur verið lýst faröldr- um af lungnabólgu vegna myco- plasma pneumoniae, og vitum við um einn slíkan faraldur hérlendis. Þessi faraldur byrjaði í febrúar 1954 og endaði í júní um sumarið. Sjúkdómur þessi virtist að ýmsu ólíkur þeim kvefsóttum, sem ganga oftast hér sem farsóttir. Af þessum ástæðum þótti rétt að athuga sjúkdóm þennan nánar, og var sú vinna unnin að tilrauna- stöðinni á Keldum og Berkla- varnastöðinni. Á Keldum voru rannsökuð blóðsýnishorn og háls- skolvatn, og Berklavarnarstöðin fylgdi sjúklingnum eftir. Reynt var að rækta veirur (í eggjum) úr skolvötnunum, og athuguð var kuldaagglutination í serum. Alls voru skráð um 2000 tilfelli af sjúkdómi þessum á öllu landinu. Fullkomin rannsókn var gerð á 20 sjúklingum, og var helmingur þeirra með aukna kuldaagglutina- tion. Allar tilraunir til að rækta veirur úr hálsskolvötnum sjúkl- inganna reyndust árangurslausar. Nú, þegar litið er til baka, er hins vegar athyglisvert, að töluvert mörg egg dóu vegna örsmárrar bakteríu, sem ekki tókst að rækta á blóðagar. Þá var þetta talið mengun, en trúlega hefur þetta verið mycoplasma pneumoniae. Faraldur þessi var á sínum tíma greindur sem primer atypisk pneumonia, og þegar allt þetta er lagt saman getum við nú sagt með talsverðri vissu, að orsök þessa sjúkdóms hafi verið mycoplasma. Aðrar tegundir myc. í mönnum: Auk myc. pn. hafa 5 tegundir myc. ræktast frá mönnum, en þær eru myc. hominis, myc. fermentans, myc. salivarum, myc. pharyngis og T-stofn myc., en ekki hefur tekizt að sanna, að nein þeirra sé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.