Læknaneminn


Læknaneminn - 01.08.1968, Side 76

Læknaneminn - 01.08.1968, Side 76
68 LÆKNANEMINN meinvaki, þótt tvær tegundir séu undir sterkum grun. Myc. hominis hefur ræktazt þrisvar sinnum oft- ar frá sjúklingum með sýkingar í neðri hluta öndunarfæra en frá heilbrigðum. Einnig hefur myc. hominis oft ræktazt frá þvag- og kynfærum, en veldur tæplega sjúkdómum þar. Hins vegar bein- ist áhugi manna nú mjög að T- stofni myc., sem ræktast frá þvag- færum 10—20% heilbrigðra en 70—80% sjúklinga með non- gonococcal urethritis. Þar sem orsakir þessa sjúkdóms eru annars óljósar, má telja, að T-stofn myc. getið verið þáttur í orsök. Það styður ennfremur þessa ályktun, að tetracyclin og erythromycin lækna oft þennan sjúkdóm, en þessi lyf verka einmitt mjög vel á T-stofn myc. Myc. hominis hefur oft verið bendlað við orsakir Reiters syn- droms og arthritis rheumatoides. Er það byggt á því, að þessir sjúk- dómar batna oft við gullmeðferð, og stundum hefur tekizt að rækta myc. frá liðvökva sjúklings. Hins vegar er ekki vitað, hve oft myc. ræktast frá liðvökva heilbrigðra, og er þetta því marklítið. Sjúkdómar t dýrum og aörir sjúkdómar í mönnum. Þekktir eru margir dýrasjúk- dómar, sem orsakast af myco- plasma. Árið 1713 var lýst í Sviss sjúkdómi í nautgripum, sem síðar fékk nafnið Pleuropneumonia bovis. Sjúkdómur þessi barst síð- an um alla Evrópu og einnig til Ástralíu og Suður-Afríku og olli gífurlegu tjóni. Sjúkdómur þessi er enn vandamál víða um heim m. a. bæði í Ástralíu og Afríku. Sjúkdómurinn orsakast af myco- plasma bovis, og helztu einkennin eru sótthiti, hröð öndun, hósti, nefrennsli, og almennur slappleiki. Annar algengur dýrasjúkdómur, sem finnst í kindum og geitum, nefnist agalactia infectiosa. Þessi sjúkdómur orsakast af myco- plasma agalactiae, og helztu ein- kennin eru: 1. mastitis með puru- lent útferð úr spenum, 2. kera- titis, sem endar oft með rifu á cornea, 3. liðabólgur á fótum, sem stundum enda með ankylosis, 4. leucocytopenia með fjölgun á monocytum. Polyarthritis af völdum myco- plasma var lýst 1960 (Klienberg- er-Nobel) í hvítum rottum, en þessu hefur einnig verið lýst í mörgum fuglum, kindum, geitum og ef til vill svínum (Ford 1963 og Sharp 1964). Kjúklingar, sem sýktir voru með mycoplasma synoviae og mycoplasma gallisep- ticum fengu allir polyarthritis, en auk þess fengu 25% þeirra hjarta- skemmdir (breytingar í epicardi- um, hjartavöðva, hjartaæðar og hjartalokur) (Kerr og Olson, 1967). Vitneskjan um þessa sjúkdóma í dýrum auk vitneskjunnar um, að ein af þessum mycoplasmataceae, mycoplasma pneumoniae veldur atypiskri pneumoniu í mönnum, var orðin almenn um 1960. Þegar svo bættist við, að þessar lífverur drepast af tetracyclinum, gullsölt- um, streptomycini og ef til vill fleiri þekktum efnum, hófust ákaf- ar rannsóknir á ýmsum sjúkdóm- um í mönnum með óþekkta orsök. Þeir sjúkdómar í mönnum, sem einkum hafa verið rannsakaðir með tilliti til mycoplasma eru: Nongonococcal urethritis. Arthritis rheumatoides. Reiters syndrom. Lupus erythematosus. Endocarditis subacuta. Otitis media.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.