Læknaneminn - 01.08.1968, Page 81
LÆKNANEMINN
7S
FUNDUR 1 F.L. 30. 4. 1968.
Fundarefni: Breytingar á launakjörum
læknanema á ríkisspítölunum.
Fundurinn haldinn í I. kennslustofu H.l.
Formaður F.L. Edda Björnsdóttir,
setti fundinn og skýrði forsögu fund-
arefnis:
Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
líkisspítalanna, óskaði eftir umræðum
við fulltrúa læknanema um væntanlegar
ráðningar læknanema í nokkrar stöður
á ríkisspítölunum nú I sumar. Þann 22.
4. sl. fór stjórn F.L. ásamt ráðninga-
stjóra á fund framkvæmdastjórans. Þar
kom í ljós, að í ráði var að lækka kaup
læknanema í áðurnefndum stöðum og
jafnframt flokka menn eftir stöðu í
námi.
Ekki var endanlega búið að ganga
frá kauptaxta af hálfu ráðuneytisins,
en næsta morgunn skyldi haldinn fund-
ur með fulltrúum Reykjavikurborgar
og fulltrúum frá Dóms- og Kirkjumála-
ráðuneytinu. Samdægurs skrifaði stjórn
FL. ráðuneytinu bréf, sem var lagt
fyrir umræddan fund.
Skömmu síðar barst F.L. afrit af bréfi
ráðuneytisins til skrifstofu ríkisspital-
anna, þar sem henni er heimilað að
greiða læknanemum í afleysingum þann-
ig: Læknanemar á síðasta ári 90% af
byrjunarlaunum viðkomandi stöðu,
læknanemar á næstsiðasta ári 80%,
læknanemar í miðhluta 70%.
29. 4. gengu formaður og ritari á fund
framkvæmdastjóra til umræðna. Hann
taldi þennan taxta lokaboð ráðuneytis-
ins. Stjórnin hafði samdægurs leitað
álits yfirlækna Lsp., sem voru sammála
stjórn um, að forprófin ein mörkuðu
þáttaskil í III. hluta og ættu því pró-
sentutalan að miðast við þau skil, en
ekki síðasta eða næstsíðasta ár. Var
skrifuð greinargerð og send fram-
kvæmdastjóra, og sama kvöld lá fyrir
munnleg yfirlýsing frá honum um, að
þeir, sem hafi lokið forprófum, skuli
fylgja 90% taxtanum.
Að loknum þessum upplýsingum for-
manns, var mönnum gefinn kostur á
að segja álit sitt. Spurt var úr sæt-
um, mest I. hl. menn, um störf kandi.
data og þörf fyrir þá á sjúkrahúsum.
Magnús Jóhannsson, fyrrv. formaður
átaldi málsmeðferð af hálfu ríkisspítal-
anna, en taldi hæpið að fara í hart, þar
eð úrslit væru eki óhagstæð fyrir lækna-
nema.
Samþykkt var að fela stjórninni að
forma mótmæli til stjórnar ríkisspítal-
anna.
20—30 læknanemar voru á fundinum.
Sumarstörf.
Nú er sumarið komið eftir langan og
strangan vetur. Læknanemar hafa
margt í hyggju í sumar, bæði að fræð-
ast og þjálfast og vinna sér fyrir náms-
kostnaði við ýmis störf. Sumir hafa
þegar ráðið sig til starfa í dreifbýlinu,
;aðrir ljúka skyldunámi á sjúkrahúsum,
og enn aðrir búa sig undir próf. Áreið-
anlegar fregnir herma, að margir I.
hluta menn hafi tekið að sér að gæta
laga og réttar í Reykjavík í sumar og
íklæðzt svörtum einkennisbúningi með
gylltum tölum, svo það er bezt að aka
þægt og varlega í hægri umferðinni.
pSt:ór hópur I. hluta manna fer að venju
til Glasgow í hið margrómaða námskeið
í krufningum og fleiru. Margir hafa
ákveðið að fara í stúdentaskiptum til
náms á sjúkrahúsum I öðrum löndum.
sVið óskum öllum ánægjulegs sumars, og
e. t. v. fáum við að lesa í þessu blaði,
hvað á dagana hefur drifið.
Árshátíð F. L.
Læknanemar héldu árshátíð sína hinn
18. febrúar. Hófst hún kl. 14,30 um dag-
inn með ávarpi formanns, en síðan tók
aðalræðumaður dagsins, Ásmundur
Brekkan yfirlæknir, til máls og þótti
honum mælast vel. Birtist ræða hans á
öðrum stað i þessu blaði. Eftir að hann
hafði lokið máli sínu, lágu hin opin-
beru hátíðahöld niðri þar til um kvöld-
ið að borðhald hófst, þótt margir muni
hafa notað tímann á milli vel og haldið
nokkurs konar prívat árshátíðir. Til
árshátíðarinnar um kvöldið voru að
venju þeir læknar boðnir, sem tekið
höfðu til máls á fundum félagsins á
starfsárinu, en kennurum við deildina
voru boðnir miðar til kaups. Borðhald-
ið var í Þjóðleikhúskjallara eða in
Hypogeo Theatris Nationalis, eins og
stóð á aðgöngumiðunum og var vel sótt.
Sigurður B. Þorsteinsson stjórnaði
veizlunni af kunnáttu og með góðri
kímni. Ræðumaður kvöldsins var Ulfar
Þórðarson, læknir, og var hann ákaflega
fyndinn í ræðu sinni, sem fjallaði um
ýmsar aðferðir við sjúkdómsgreíningu,
m. a. flóðs- og fjöru- aðferðina, veiðiað-
ferðina o. fl. Þá var flutt frumsamið
lag og Ijóð eftir Valgarð Egilsson stud.
med. Hlaut það þegar miklar vinsældir
og var áreiðanlega vinsælasta lag
kvöldsins. Birtist það í þessu blaði.
Margt fleira var til skemmtunar og að
endingu stiginn dans, og sáust þar mörg
afbrigði og sum forvitnileg af nýjustu
idönsum. Mikill fjöldi sótti árshátið þessa,
og héldu flestir eða allir ánægðir burt.