Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 7
LÆKNANEMINN 7 og gloppótt upptalning á nokkrum atriðum að nægja: 1. Almennari menntun og skárri menntunaraðferðir. Áreiðanlega einn stærsti þátturinn, þótt göt- óttur sé, einkum á sviði félags- og stjórnmála, sem ekki hafa þótt jafnæskilegt námsefni og ýmis- legt annað. En af menntun vex forvitni. Dagblöð og önnur fjöl- miðlunartæki með oft ófullnægj- andi, villandi og gjarnan for- heimskandi fréttaþjónustu geta ekki svalað góðri forvitni. Er þau ' halda samt sífellt áfram að spila gömlu plöturnar sínar, vellur gjarnan fram hjá þeim forvitnu feikilegt ergelsi yfir svo ódýrum traktéringum. Þeir vita orðið bet- ur. 2. Auknar samgöngur. f tvenn- um skilningi áhrifavaldur: a) Heimurinn er minni, sjóndeildar- hringur vex. Atburðir færast nær hver öðrum í tíma og rúmi og liggja berskjaldaðir gegn nánari athugun. Vegur þetta upp á móti síbatnandi áróðurstækni. Fróð- leikur, þekking og staðreyndir berast fljótar um en fyrr, eru meiri að magni og miklu aðgengi- legri. b) Gagnkvæm tengsl menntafólks aukast og skilningur styrkist milli „austurs og vesturs“, ríkra og fátækra, kúgara og hinna kúguðu. Gagnverkandi áhrifa gætir sífellt meir, hugmyndir og jafnvel baráttuaðferðir eru sam- ræmdar. Markvisst alþjóðasam- starf meðal stúdenta vex hratt. 3. Betri lífskjör. Nóg brauð, minna strit a. m. k. í iðnþróuðu löndunum, — því er öfugt farið hjá þeim ,,vanþróuðu“. Hér er það guði sé lof af, sem margir fslend- ingar á efri árum tala um af tölu- verðri angurværð, að þurfa að eyða öllum lesbjörtum stundum lífsins í að fá graut í dall. Fylgir því tali oft tónblær ásökunar um vanþakklæti æskunnar yfir því, að hún skuli fá að hafa það betra en áður var, rétt einsog það sé helzt komið undir góðvilja einhvers að- ila, sem hættir til að fordekra börn, frekar en það sé sjálfsagt viðmið. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. 4. Dr. Spock, bandarískur barna- læknir, tekinn pars pro toto fyrir ný uppeldisviðhorf, sem hann gerði vinsæl. „Börnin, sem alltaf voru tekin upp“, er nú vinsæl setn- ing um fortíð óróafullra stúdenta. Látið hafði verið af skilyrðislausri ráðskun, ópersónulegri ögun og aðhæfingu að stöðluðum siðaregl- um og lífsmáta eða valdsmennsku foreldra. Þess í stað hefur börn- um í vaxandi mæli verið gefið svig- rúm til persónulegrar þróunar, þau jafnvel verið hvött til sjálf- stæðis í viðhorfum og athöfnum. Hefur þetta tvímælalaust haft gífurleg áhrif á mat nútímaæsku á þjóðfélagi sínu. Hugarsjálfstæði hennar hefur gert fornar dyggðir og kennisetningar þjóðfélaganna varhugaverðar í augum hennar, ef ekki beinlínis ómannúðlegar eða hættulegar. Dr. Spock var skoðunum sínum trúr, er hann hvatti til ábyrgrar afstöðu æskufólks í landi sínu til þess, hvort það væri reiðubúið að kveikja í hálfnöktum akuryrkju- bændum hinum megin á hnettin- um í þágu einhvers, sem stjórn- málamenn kölluðu frelsi. Hann situr nú í fimm ára fangelsi. 5. Spámenn. Einsog allar hreyf- ingar hefur andófshreyfing stúd- enta sína spámenn og stefnur. Er aðeins unnt að telja upp örfáa: Karl Marx. Hann lifir nú sitt seinna blómaskeið, einskonar siðaskipti innan trúarinnar. Þótt ýmsar hugmyndir hans og hugtök
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.