Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Side 8

Læknaneminn - 01.04.1969, Side 8
8 LÆKNANEMINN Konfrontation séu sér til húðar gengin, virðast þó aðrar spár furðu glöggar og enn í fullu gildi, ekki sízt þær, sem varða ofurvald auðmagnsins, uppstöflun þess og arðrán í þró- unarlöndum þriðja heimsins, og stækkandi bil milli ríkra þjóða og fátækra. Nýmarxistar álíta sem fyrr kreppur og styrjaldir vera beina (og oft meðvitaða) afleið- ingu vafsturs auðvalds með fjármagnið, hráefna- og markaðs- baráttu, eyðingu þess o. s. frv. Þeir telja öll hagfræðileg fiff vera varnagla gegn því, að útaf flæði. Það er unnt að halda Hollandi þurru með flóðgörðum, en það af- sannar ekki, að landið liggi lægra en sjórinn. Sigmund Freud. Stúdentar hafa notað sumar kenningar hans og raunar fleiri sálkönnuða (Jungs) til að skýra innbyrðis hreyfiþætti í þjóðfélaginu. Jean-Paul Sartre. Existential- isminn hefur áreiðanlega haft mikil áhrif á gagnrýnisviðhorf stúdenta til félags- og stjórnmála. Sartre er enn virkur þátttakandi í flestum umræðum, gamall Nestor, líka „einfaldur sakleysingi11 (Mbl.) fyrir að hafa staðið fyrir Viet- namdómstólnum. Claude Levi-Strauss, núlifandi franskur mannfræðingur. í strúkt- úralisma sínum heldur hann fram, að líkamlegur þroski mannsins hafi geystst framúr þeim andlega, vestræn menning standi ekki hóti framar að andlegum verðmætum en menning villimannaþjóðflokka í S.-Ameríku. Bæði þjóðfélags- kerfi hafi sömu andlæg viðmið, sem grundvallist á djúpstæðum, eðlislægum lögmálum (strúktúr) hugsunarinnar. „Framfarir“ vest- rænna þjóðfélaga séu aðeins form- breytingar, slípun hins ytra borðs, hugarleikfimi, sem hafi lítið riðl- að frumkjarna þroska mannsins sem félagsveru. Levi-Strauss varp- ar því í vissum skilningi rýrð á þá sjálfumglöðu fullvissu mannsins, að nútímaþjóðfélög séu hápunktur þróunar mannlegs félagsþroska, rétt einsog Darwin eyddi trúnni á sköpunarsögu Mósesar. Herbert Marcuse, prófessor í fé- lagsfræði í Kaliforníu. Hefur rit- að um hið svínbeygjandi afl flók- ins kerfis innbyrðisáhrifavalda („infrastrúktúr") í vestrænum iðnaðarþjóðfélögum, sem skapa hinn „einvíða11 einstakling; um geysilegan mátt fjölmiðlunartækj- anna ográðskun („manipulation") hinna fáu raunverulega ráðandi með fjöldann í krafti þeirra; um „hið makindalega, árekstralausa og skynsemiklædda ófrelsi lýð-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.