Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Page 9

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 9
LÆKNANEMINN 9 ræðisins“. Mikið lesinn, mest í Þýzkalandi. Mao Tse Tung. Þessi austræni einvaldur hefur óneitanlega haft öflug áhrif á róttækari Vestur- landabúa með kenningum sínum og tilraunum með stéttlaust þjóðfé- lag, þar semvaldeignarréttarinsog sérhæfingarinnar er minnkað. Það hlýtur þó að gera þessar hugmynd- ir draumkenndar, að ekki megi fréttast af gangi hinnar risavöxnu þjóðfélagstilraunar. Hinsvegar hafa skrif hans um herstjórn haft mikil áhrif á baráttuaðferðir þjóð- frelsishreyfinga og skæruliða- hernað um allan þriðja heiminn. Auk hinna stóru spámanna mætti nefna nokkur önnur átrún- aðargoð hinna einstöku af bald- inni æsku, s. s. Castro, Che Gue- vara, Dubeck, Rosa Luxemborg, Robert Kennedy, U. Thant, Ful- bright, Eugene MacCarthy, Lum- umba, Frantz Fanon, Russel, Huxley, Luther-King, svo að nokkrir séu nefndir. 6. Vietnam. Fáir atburðir hafa komið jafnærlegu róti á hugi manna síðari ár en þetta umdeilda, grimmilega stríð. Ofbeldið var þar óvanalega augljóst, aflsmunur virtist ótrúlegur, orsök þess eða „nauðsyn“ með gruggugasta móti. Seigla andstæðingsins, sem átti að verja frelsi þjóðarinnar gegn, þótti ekki einleikin. Þetta stríð leiddi ekki aðeins athygli for- vitins fólks að allri forsögu þess og því, sem raunverulega var verið að verja þar, heldur dróst nú utan- ríkisstefna Bandaríkjanna óvægi- legar en fyrr í sviðsljósið og inní vitund margra, sem fyrr höfðu að- eins trúað. Sæði efans var sáð. I beinu framhaldi af þessu komst svo allt kerfið undir smásjána, — heimskerfi auðvaldsþjóðanna, á hvern hátt það flæddi yfir veröld- ina af hlífðarlausum ósveigjan- leika, og hverjir væru hagsmunir þess, sem það varði á þann hátt. Skilningur jókst á örvæntingar- fullri örbirgð fátækra þjóða, frelsisbaráttu þeirra, og hverjir það væru, sem börðu þær niður. Stúdentar þóttust nú skilja betur samhengi ýmissa hluta, þeir fóru jafnvel að líta sér nær á eigin þjóðfélög. Víðast hvar kristallíser- aðist öll gagnrýni þeirra í mót- mælaaðgerðum gegn Vietnam- stríðinu, ekki sízt í Bandaríkjun- um sjálfum. 7. Frelsisbarátta og stríð. 1 beinu framhaldi af ofansögðu. Einnig hefur persónukúgun í austantjaldslöndum vakið mörgum þeim, sem áður höfðu trúað á Sovét-Rússland, miklum þrenging-

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.