Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 9

Læknaneminn - 01.04.1969, Síða 9
LÆKNANEMINN 9 ræðisins“. Mikið lesinn, mest í Þýzkalandi. Mao Tse Tung. Þessi austræni einvaldur hefur óneitanlega haft öflug áhrif á róttækari Vestur- landabúa með kenningum sínum og tilraunum með stéttlaust þjóðfé- lag, þar semvaldeignarréttarinsog sérhæfingarinnar er minnkað. Það hlýtur þó að gera þessar hugmynd- ir draumkenndar, að ekki megi fréttast af gangi hinnar risavöxnu þjóðfélagstilraunar. Hinsvegar hafa skrif hans um herstjórn haft mikil áhrif á baráttuaðferðir þjóð- frelsishreyfinga og skæruliða- hernað um allan þriðja heiminn. Auk hinna stóru spámanna mætti nefna nokkur önnur átrún- aðargoð hinna einstöku af bald- inni æsku, s. s. Castro, Che Gue- vara, Dubeck, Rosa Luxemborg, Robert Kennedy, U. Thant, Ful- bright, Eugene MacCarthy, Lum- umba, Frantz Fanon, Russel, Huxley, Luther-King, svo að nokkrir séu nefndir. 6. Vietnam. Fáir atburðir hafa komið jafnærlegu róti á hugi manna síðari ár en þetta umdeilda, grimmilega stríð. Ofbeldið var þar óvanalega augljóst, aflsmunur virtist ótrúlegur, orsök þess eða „nauðsyn“ með gruggugasta móti. Seigla andstæðingsins, sem átti að verja frelsi þjóðarinnar gegn, þótti ekki einleikin. Þetta stríð leiddi ekki aðeins athygli for- vitins fólks að allri forsögu þess og því, sem raunverulega var verið að verja þar, heldur dróst nú utan- ríkisstefna Bandaríkjanna óvægi- legar en fyrr í sviðsljósið og inní vitund margra, sem fyrr höfðu að- eins trúað. Sæði efans var sáð. I beinu framhaldi af þessu komst svo allt kerfið undir smásjána, — heimskerfi auðvaldsþjóðanna, á hvern hátt það flæddi yfir veröld- ina af hlífðarlausum ósveigjan- leika, og hverjir væru hagsmunir þess, sem það varði á þann hátt. Skilningur jókst á örvæntingar- fullri örbirgð fátækra þjóða, frelsisbaráttu þeirra, og hverjir það væru, sem börðu þær niður. Stúdentar þóttust nú skilja betur samhengi ýmissa hluta, þeir fóru jafnvel að líta sér nær á eigin þjóðfélög. Víðast hvar kristallíser- aðist öll gagnrýni þeirra í mót- mælaaðgerðum gegn Vietnam- stríðinu, ekki sízt í Bandaríkjun- um sjálfum. 7. Frelsisbarátta og stríð. 1 beinu framhaldi af ofansögðu. Einnig hefur persónukúgun í austantjaldslöndum vakið mörgum þeim, sem áður höfðu trúað á Sovét-Rússland, miklum þrenging-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.