Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 12

Læknaneminn - 01.04.1969, Qupperneq 12
12 LÆKNANEMINN láta sér nægja að læra fögin sín og taka þátt í háskólastarfinu" (Edgar Faure, uppeldismálaráð- herra Frakklands). Nánar um hugmyndir stúd- enta. I fyrsta lagi: Þeir tilheyra öllum stjórnmálalínum, eru kaþólskir sem lútherskir, beina spjótum sínum jafnt til austurs sem vesturs, staðreynd, sem borg- arablöðum virðist ganga erfiðlega að sætta sig við. I kjölfar Parísar- óeirðanna sl. vor birtu 65 fransk- ir prestar yfirlýsingu og snerust gegn ,, ... hinum ráðríku og ráðskandi hugmyndavenjum, sem ríkjandi eru í stjórnmálum, við- skiptalífi og háskólum. Við vitum, að slík gagnrýni beinist einnig að kirkjunni. Við mótmælum þeim máta, sem viðhafður er til þess að hugsa fvrir okkur og ákveða. Það er kominn tími til að snúast á ný til varnar mannlegri reisn. 1 stuttu máli: þótt föðurland okkar sé á kafi í djúpri rastarólgu, styðj- um við þessa miklu samhygðar- hreyfingu, sem er að vísu víða lit- in óhýru auga, en er þó frekar í anda guðspjallanna heldur en þessi heimur einhliða velmegunar". Skyldi nokkur væna þessa frómu menn um að vilja kollsteypa þjóð- félögum, um andúð á kristindómi, um kommúnisma eða stjórnleysis- gælur? 1 tímariti kristilegrar stúdentaæsku í París, Message: „Við hliðrum okkur hjá því að vera ,,skynsöm“ .... Hvenær munum við loks verða viðbúin að breyta kirkjum þagnarinnar í samkomuhús samræðunnar?" Hér er einmitt drepið á eina höf- uðhugmynd stúdentanna. Þeir vilja samræðu (díalóg) og halda því fram, að hún sé af skornum skammti í þjóðfélaginu, eigi hún að fjalla um annað og meira en veðrið og mjólkurhyrnur ellegar um nýstárlegar stjórnmálahug- myndir, sem stinga í stúf við við- tekin, gildandi hugmyndakerfi. Fjölmiðlunartækin innræta frá blautu barnsbeini og viðhalda vissri ósveigjanlegri skoðana- myndun um gildismat á flestum lífsfyrirbærum. Þetta hugmynda- kerfi hefur fengið á sig trúarlegt yfirbragð eða festu náttúrulög- málsins, sem erfitt er að leysa sig undan, hvað þá að rísa gegn og reyna að véfengja opinberlega. Vegna þess að fjölmiðlunartækin eru flækt og skipa raunar þýðing- armikinn sess í félagskerfinu (establishmentinu), reyna þau að viðhalda þessari trú, enda oftar en hitt verkfæri í höndum forrétt- indastéttanna, sem nota þau til ráðskunar með almenningsálit og til neyzluáróðurs. Þannig myndast virk skoðanakúgun, þótt ekki sé hún augljós. „Það virðist ætíð fara í taugarnar á Bandaríkja- mönnum, hvort sem er á þorp- samkomum eða mikilvægum stjórnmálafundum, ef rithöfund- ur eða stjórnmálamaður eða bara venjulegur einstaklingur truflar sjálfumgleði þeirra og talar ein- falt og opinskátt um nýjar hug- myndir. Þetta vandamál verður enn erfiðara fyrir þá sök, að æ fleiri bandarískir borgarar starfa hjá stórum félögum og voldugum samsteypum, sem hafa yfirleitt ekki fengið orð á sig fyrir að hvetja starfsfólk til óhefðbundins hugmyndalífs um stjórnmál eða annað. Því standa æ fleiri Banda- ríkjamenn gagnvart þeim vanda, hvernig einstaklingurinn eigi að geta haldið sjálfstæðri dómgreind í umhverfi, þar sem öruggastar framtíðarhorfur eru í því fólgnar að meðtaka keflandi og ófrjóan rétttrúnað" (J. W. Fulbright: The Arrogance of Power).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.