Læknaneminn - 01.04.1969, Page 13

Læknaneminn - 01.04.1969, Page 13
LÆKNANEMINN 13 Ljóst ætti einnig að vera, hvert vald hinnar markvissari, kerfis- bundnu skoðanamyndunar, þ. e. áróðursins, er, og enn frekar hins almenna hugmyndakerfis (ídeó- lógíunnar) umhverfisins. Sérfræð- ingar álíta, að það sé mjög tilvilj- unum háð (umhverfi), hvert hug- myndakerfi einstaklingurinn að- hyllist. Hversvegna eru Rússar sannfærðir um óhollustu banda- rískrar heimsvaldastefnu auð- valdsins? Hví trúir hinn banda- ríski borgari óhagganlega á heimsvaldagræðgi og skepnuskap rússnesks kommúnisma? Hví eru flestir Gyðingar gyðingatrúar, Arabar múhameðstrúar ? Hug- myndakerfin þjóna því að koma föstum skorðum á annars nánast kaótíska heimsmynd hvers ein- staklings, færa honum öruggt at- hvarf staðfestunnar gegn glund- roðanum, hefur því sannarlega trúarlega og ofstækisfulla þætti, sem eru vænlegasti vísir að stétt- arrígi og fordómum á þrengra sviði, ófriði eða heimsstyrjöld á því víðasta. Stúdentar vilja skapa yfirsýn um skoðanakerfin, fá vissa huglæga fjarlægð frá tilfinninga- ríkum kreddustefnum og öðlast með því víðari sjóndeildarhring og hlutlausara viðhorf. Sú er for- sendan fyrir alþjóðlegri samhygð (solidariteti) þeirra. En öll sam- ræða um ný viðhorf eða stefnu- breytingu felur í sér þá hættu að rjúfa einfalda heimsmynd borg- aranna og skapa þeim bæði sálar- legt og raunmatslegt öryggisleysi, því meira sem sess þeirra í sam- félaginu er tryggari og háðari kerfinu. Þessvegna álíta stúdent- ar, að meirihluti þjóðfélagsins hafi brugðizt svo yfirspennt við andófi þeirra. „Auðvitað gagnrýnir eng- inn réttinn til að tjá skoðanir sín- ar; það er ávallt eingöngu hið sér- staka tilfelli eða hinar sérstöku aðstæður, þegar sá réttur er not- aður, eða þá tíminn, sem skýtur fólkinu svo hræðilegan skelk í bringu“ (Fulbright: ibid). Beinasta skoðanakúgunin er á- róðurinn. Að áliti stúdentanna er þess til viðhalds kerfinu ávallt gætt að skapa hentugt gildismat á öllum hlutum. Löggjöf, dómsmál, framkvæmdavald og yfirleitt „leik- reglur lýðræðisins" starfa skv. sínu innsta eðli í þeim skilningi. Hin ríkjandi skoðun sé ein í gildi og sú rétta. Að vísu er gert ráð fyr- ir umburðarlyndi gagnvart minni- hlutaskoðunum, svo Íengi sem þær eru ekki ,,alvarlegar“ eða haldast á afmörkuðu umræðustigi. En um leið og á að Ijá þeim aukinn þunga, leitast við að draga þær inn á vit- undarsvið þjóðfélags eða jafnvel gera þær að veruleika, þá njóta þær ekki lengur jafnfrelsis á borð við aðrar skoðanir. Kerfið snýst til varnar, vélasamstæðan tekur að snúast til þess að bæla niður ósóm- ann, rétt einsog valdakerfið kirkj- an stóð áður gegn hverri nýrri uppgötvun, sem braut í bága við rétttrúnaðinn. Stúdentar fengu þannig fljótlega að kenna á „hinu þvingandi umburðarlyndi" (Mar- cuse: „the repressive tolerance“). 1 þeirra augum er rétturinn til að mótmæla hafður sem skálkaskjól, til þess að borgararnir geti álitið þjóðfélag sitt umburðarlynt og lýðræðislegt. En vei, ef eitthvað er meint með mótmælunum! Enn eitt afbrigði skoðanakúgun- ar hefur orðið skotspónn stúdenta: „Franskur borgari er umfram allt neytandi, sem ráðskazt er með; hann ræður ekki, hvers hann kýs a,ð neyta, og þó er honum í sömu andrá gefið í skyn, að hann breyti frjálst með því að neyta þess sama og öllum öðrum er gert að

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.